Jóhann Berg lék allan leikinn í fyrsta sigri Burnley | Palace með óvæntan sigur í Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2021 16:21 Jóhann Berg vann loks leik. Nigel French/Getty Images Fjöldi leikja fór fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Burnley vann óvæntan 3-1 sigur á Brentford og Crystal Palace vann enn óvæntari sigur á Etihad-vellinum í Manchester. Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Burnley sem tók á móti Brentford. Gestirnir hafa orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru nýverið og það nýttu heimamenn sér svo sannarlega í dag. Chris Wood kom Burnley yfir í upphafi leiks og á 15. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir að Maxwel Cornet kom knettinum í netið. Markið hins vegar dæmt af og gestirnir gátu andað léttar. Stórsókn Burnley hélt hins vegar áfram og hægri bakvörðurinn Matthew Lowton kom liðinu í 2-0 á 32. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar var staðan orðin 3-0 er Cornet skoraði og markið stóð að þessu sinni. Leikmenn Brentford hafa eflaust verið fegnir er flautað var til hálfleiks þar sem staðan var 3-0 og leikurinn svo gott sem búinn. Leikar róuðust í síðari hálfleik og minnkuðu gestirnir muninn í 3-1 þökk sé marki Saman Ghoddos undir lok leiks, reyndust það lokatölur leiksins. Fyrsti sigur Burnley í vetur og liðið loks komið upp úr fallsæti. Jóhann Berg og félagar eru með sjö stig að loknum 10 leikjum. Brentford er á sama tíma með 12 stig. FULL TIME | Burnley 3 - 1 BrentfordA fantastic 3 points for the Clarets, get in! #BURBRE | #UTC pic.twitter.com/ku5cP5FGa7— Burnley FC (@BurnleyOfficial) October 30, 2021 Á Etihad-vellinum í Manchester var Crystal Palace í heimsókn hjá Englandsmeisturum Manchester City. Wilf Zaha kom gestunum yfir strax á 6. mínútu eftir sendingu Conor Gallagher. Staðan 1-0 í hálfleik en skömmu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks fékk Aymeric Laporte rautt spjald fyrir að rífa leikmann Palace niður. Laporte var álitinn aftasti maður og fékk því rautt spjald að launum. Lærisveinar Pep Guardiola því manni færri og marki undir í hálfleik. Heimamenn sóttu og sóttu í síðari hálfleik. Gabriel Jesus hélt hann hefði jafnað metin en Phil Foden var dæmdur rangstæður í aðdraganda marksins. Allt kom fyrir ekki og undir lok leiks gulltryggði Conor Gallagher sigur gestanna. This club. pic.twitter.com/sx0iWKzGBZ— Crystal Palace F.C. (@CPFC) October 30, 2021 Lokatölur 0-2 og Palace fagnaði óvæntum en í raun verðskulduðum sigri. Þá vann Southampton 1-0 útisigur á Watford þökk sé marki Che Adams eftir tuttugu mínútna leik. Man City er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan Palace er í 13. sæti með 12 stig. Southampton er í 14. sæti með 11 stig og Watford í 16. sæti með 10 stig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks. 30. október 2021 16:00 Chelsea keyrði yfir Newcastle í seinni hálfleik og heldur toppsætinu Topplið Chelsea vann góðan 3-0 sigur er liðið heimsótti Newcastle í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Öll mörkin voru skoruð á seinustu 25 mínútum leiksins. 30. október 2021 16:13 Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. 30. október 2021 13:26 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Burnley sem tók á móti Brentford. Gestirnir hafa orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru nýverið og það nýttu heimamenn sér svo sannarlega í dag. Chris Wood kom Burnley yfir í upphafi leiks og á 15. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir að Maxwel Cornet kom knettinum í netið. Markið hins vegar dæmt af og gestirnir gátu andað léttar. Stórsókn Burnley hélt hins vegar áfram og hægri bakvörðurinn Matthew Lowton kom liðinu í 2-0 á 32. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar var staðan orðin 3-0 er Cornet skoraði og markið stóð að þessu sinni. Leikmenn Brentford hafa eflaust verið fegnir er flautað var til hálfleiks þar sem staðan var 3-0 og leikurinn svo gott sem búinn. Leikar róuðust í síðari hálfleik og minnkuðu gestirnir muninn í 3-1 þökk sé marki Saman Ghoddos undir lok leiks, reyndust það lokatölur leiksins. Fyrsti sigur Burnley í vetur og liðið loks komið upp úr fallsæti. Jóhann Berg og félagar eru með sjö stig að loknum 10 leikjum. Brentford er á sama tíma með 12 stig. FULL TIME | Burnley 3 - 1 BrentfordA fantastic 3 points for the Clarets, get in! #BURBRE | #UTC pic.twitter.com/ku5cP5FGa7— Burnley FC (@BurnleyOfficial) October 30, 2021 Á Etihad-vellinum í Manchester var Crystal Palace í heimsókn hjá Englandsmeisturum Manchester City. Wilf Zaha kom gestunum yfir strax á 6. mínútu eftir sendingu Conor Gallagher. Staðan 1-0 í hálfleik en skömmu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks fékk Aymeric Laporte rautt spjald fyrir að rífa leikmann Palace niður. Laporte var álitinn aftasti maður og fékk því rautt spjald að launum. Lærisveinar Pep Guardiola því manni færri og marki undir í hálfleik. Heimamenn sóttu og sóttu í síðari hálfleik. Gabriel Jesus hélt hann hefði jafnað metin en Phil Foden var dæmdur rangstæður í aðdraganda marksins. Allt kom fyrir ekki og undir lok leiks gulltryggði Conor Gallagher sigur gestanna. This club. pic.twitter.com/sx0iWKzGBZ— Crystal Palace F.C. (@CPFC) October 30, 2021 Lokatölur 0-2 og Palace fagnaði óvæntum en í raun verðskulduðum sigri. Þá vann Southampton 1-0 útisigur á Watford þökk sé marki Che Adams eftir tuttugu mínútna leik. Man City er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan Palace er í 13. sæti með 12 stig. Southampton er í 14. sæti með 11 stig og Watford í 16. sæti með 10 stig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks. 30. október 2021 16:00 Chelsea keyrði yfir Newcastle í seinni hálfleik og heldur toppsætinu Topplið Chelsea vann góðan 3-0 sigur er liðið heimsótti Newcastle í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Öll mörkin voru skoruð á seinustu 25 mínútum leiksins. 30. október 2021 16:13 Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. 30. október 2021 13:26 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks. 30. október 2021 16:00
Chelsea keyrði yfir Newcastle í seinni hálfleik og heldur toppsætinu Topplið Chelsea vann góðan 3-0 sigur er liðið heimsótti Newcastle í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Öll mörkin voru skoruð á seinustu 25 mínútum leiksins. 30. október 2021 16:13
Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. 30. október 2021 13:26