Fótbolti

Fréttamynd

Leik­manna­hópur Freys hjá Lyng­by minnkar

Íslendingalið Lyngby, botnlið dönsku úrvalsdeildarinnar, hefur misst tvo leikmenn nú þegar í janúarglugganum. Hvort liðið muni styrkja sig áður en leikar hefjast að nýju í deildinni mun koma í ljós.

Fótbolti
Fréttamynd

Luka­ku segir alla vita hvað hann vill

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku segir allan heiminn vita hvað hann vill, að Inter Milan kaupi sig til baka frá Chelsea en leikmaðurinn er sem stendur á láni hjá Inter frá Chelsea. Þá telur Lukaku að framherjinn fyrrverandi Thierry Henry sé rétti maðurinn til að stýra belgíska landsliðinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jón Daði á skotskónum

Jón Daði Böðvarsson komst á blað er Bolton Wanderers lagði Barnsley í ensku C-deildinni í fótbolta í dag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley unnu Swansea í B-deildinni þarlendis.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Við erum ekki að spila Monopoly“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ýjaði að því á blaðamannafundi að frekari viðskipta sé ekki að vænta hjá félaginu í janúar. Liðið festi kaup á Cody Gakpo frá PSV í upphafi gluggans.

Enski boltinn
Fréttamynd

Slæm byrjun á árinu hjá lærisveinum Conte

Aston Villa gerði frábæra ferð til Lundúna í dag þegar þeir lögðu Tottenham á útivelli í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar á nýju ári. Lokatölur 2-0 og lærisveinar Antonio Conte ná því ekki að lyfta sér upp í fjórða sæti deildarinnar á ný.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hugleiðingar Grétars Rafns í heild sinni: „Áhyggjuefni hve fáir leikmenn skila sér í efstu deildir Evrópu“

Grétar Rafn Steinsson starfar í dag fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur en starfaði hluta árs 2022 fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Þegar starfi hans þar lauk ritaði hann niður hugleiðingar sínar og birti í kjölfarið. Mikið hefur verið rætt og ritað um þær að undanförnu en þó Grétar Rafn segir KSÍ vinna gott starf þá má betur ef duga skal.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pal­hinha hetja Ful­ham | Sigur­ganga New­cast­le á enda

Fimm af sex leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Crystal Palace vann góðan útisigur á Bournemouth, Fulham vann dramatískan 2-1 sigur á Southampton. Þá gerði Newcastle United markalaust jafntefli við Leeds United. Þar á undan hafði Manchester United unnið Úlfana en nágrannar þeirra í City náðu aðeins jafntefli gegn Everton.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vara­maðurinn Ras­h­ford hetja Man United

Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni fór fram á Molineux-vellinum þar sem heimamenn í Wolves tóku á móti Manchester United. Fór það svo að gestirnir unnu 1-0 sigur þar sem Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Óskar Hrafn var á blaði hjá Kalmar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, var á blaði hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kalmar FF þegar liðið var í þjálfaraleit á dögunum. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Óskar Hrafn er orðaður við lið í Svíþjóð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sér eftir að hafa fengið sér Messi húð­flúr á ennið

Fólk missti sig misvel í gleðinni eftir að Argentína varð heimsmeistari í knattspyrnu karla þann 18. desember eftir sigur á Frakklandi í mögnuðum leik. Einn stuðningsmaður Argentínu gekk svo langt að fá sér húðflúr á ennið þar sem stóð „Messi.“

Fótbolti
Fréttamynd

Benzema kom Real til bjargar í blá­lokin

Spænska úrvalsdeildin í fótbolta er farin af stað eftir HM pásuna og lentu Spánarmeistarar Real Madríd í vandræðum gegn Real Valladolid í kvöld. Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema bjargaði meisturunum með tveimur mörkum undir lok leiks, lokatölur 0-2.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég ætla ekkert að gefast upp“

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, ein af okkar efnilegustu knattspyrnukonum, er loks byrjuð að spila á ný eftir löng og erfið meiðsli. Hún spilar með þýska stórveldinu Bayern München og bíður spennt eftir að fá að sanna sig.

Fótbolti