Crystal Palace skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og gerði í raun út um leikinn gegn Bournemouth. Jordan Ayew skoraði á 19. mínútu og Eberechi Eze skoraði á 36. mínútu. Michael Olise lagði upp bæði mörkin. Staðan 0-2 í hálfleik sem og þegar flautað var til leiksloka. Palace er í 11. sæti með 22 stig eftir 16 leiki á meðan Bournemouth er í 15. sæti með 16 stig.
FULL-TIME AFC Bournemouth 0-2 Crystal Palace
— Premier League (@premierleague) December 31, 2022
Jordan Ayew and Ebere Eze s first-half goals win the three points for Patrick Vieira s side#BOUCRY pic.twitter.com/6X1KguVvGO
Fulham vann dramatískan 2-1 sigur á Southampton í Lundúnum. James Ward-Prowse varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik en skoraði í rétt mark í síðari hálfleik og stefndi allt í 1-1 jafntefli. Joao Palhinha var ekki sama sinnis og tryggði Fulham 2-1 sigur með marki undir lok venjulegs leiktíma.
Í uppbótartíma fékk Aleksandar Mitrović tækifæri til að endanlega tryggja sigurinn en Gavin Bazunu varði þá vítaspyrnu hans. Sigurinn lyftir Fulham upp í 7. sæti með 25 stig að loknum 17 leikjum. Southampton er á botninum með 12 stig að loknum 17 leikjum.
Þá tókst Newcastle og Leeds ekki að skora svo leiknum lauk með markalausu jafntefli. Newcastle hafði unnið sex deildarleiki í röð fyrir leik dagsins.
FULL-TIME Newcastle 0-0 Leeds
— Premier League (@premierleague) December 31, 2022
Leeds hold firm to deny Newcastle a seventh consecutive #PL win#NEWLEE pic.twitter.com/0ml23Nb7x3
Eftir leiki dagsins er Newcastle United í 3. sæti með 34 stig að loknum 17 leikjum á meðan Leeds er í 14. sæti með 16 stig að loknum 16 leikjum.