Besta deild karla

Fréttamynd

„Þetta er langþráður sigur“

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega sáttur með frammistöðuna hjá sínum mönnum eftir 2-1 sigur á ÍBV í dag. Skagamenn komust yfir í fyrri hálfleik en ÍBV tókst að jafna í þeim seinni. Það var svo Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur með marki á 88. mínútu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Engin uppgjöf á endurreisnarfundi FH-inga

FH-ingar voru með svokallaðan endurreisnarfund í Krikanum á fimmtudag en tilgangur fundarins var að þjappa stuðningsmönnum félagsins saman fyrir harða fallbaráttu sem blasir við liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Kefla­vík-KR 0-0 | Bæði lið ósátt með jafntefli

Það var virkilega fallegt veður í Keflavík í kvöld þegar að heimamenn fengu KR í heimsókn á Nettóvöllinn. Sól og heiðsýrt en kólnaði talsvert þergar að líða tók á leikinn. Bæði liðin í hatramri baráttu um efstu sex sætin í Bestu deildinni. Fyrir leikinn var KR í sjötta sæti með 24 stig en Keflavík í því sjöunda með 21 og ljóst að bæði liðin myndu selja sig dýrt. Það er skemmst frá því að segja að þrátt fyrir skemmtilega takta og mörg færi lauk leiknum með markalausu jafntefli, 0-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stór­leikur sem bæði lið verða að vinna

Í kvöld mæta Íslands og bikarmeistarar Víkings á Kópavogsvöll og mæta þar toppliði Bestu deildar karla. Um er að ræða þau tvö lið sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og voru framan af tímabili talin líklegust til afreka í sumar. Nú er komið annað hljóð í landann og þurfa bæði lið á sigri að halda þar sem bæði KA og Valur virðast allt í einu ætla að blanda sér í toppbaráttuna.

Íslenski boltinn