UMF Selfoss

„Eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust“
Guðmundur Hólmar Helgason átti frábæran leik fyrir Selfoss er liðið vann mikilvægan þriggja marka sigur gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann skoraði níu mörk fyrir liðið og var sérstaklega ánægður með að Selfyssingar hafi aldrei gefist upp í kvöld.

„Auðvelt að leggjast á hliðina og fá sér eina snuddu og vorkenna sjálfum sér“
HK tapaði í dag fyrir Selfossi í hálfgerðum úrslitaleik um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lauk leiknum með 13 marka sigri Selfoss 18-31 og sá lið HK aldrei til sólar í leiknum.

Umfjöllun og viðtal: HK - Selfoss 18-31 | Risasigur í botnslagnum
Í dag fór fram algjör úrslitaleikur í fallbaráttunni í Olís-deildinni þegar lið Selfoss mætti í Kórinn og lék gegn HK. Leiknum lauk með stórsigri Selfoss. Lokatölur 18-31 í afar óspennandi leik.

Íslandsmeistararnir byrja Lengjubikarinn á sigri
Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu öruggan 3-1 sigur er liðið fékk Selfyssinga í heimsókn í riðli 2 í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta í dag.

Stjarnan í humátt á eftir toppliðunum
Stjarnan lagði Selfoss með fjögurra marka mun, 26-22, í Olís deild kvenna í handbolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að liðið er þremur stigum á eftir toppliðum ÍBV og Vals.

Ástkært lið Selfoss jarðað í Seinni bylgjunni: „Algjör hauskúpuleikur“
„Ástkært handknattleikslið okkar, kvennalið Selfoss, var á laugardaginn jarðað í Set-höllinni. Viðstaddir upplifðu erfiðan dag. Aðstandendur senda innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Blóm og kransar hafa verið afþakkaðir.“

Ótrúlegur sigur ÍBV í Suðurlandsslagnum
Segja má að ferð ÍBV á meginlandið hafi verið til fjár en liðið rúllaði yfir Selfyssinga á þeirra heimavelli í Olís deild kvenna í handbolta í dag, lokatölur 19-40.

Eyþór: Ég er bara gríðarlega vonsvikinn
Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss í Olís-deild kvenna, hefur átt betri daga á tímabilinu en lið hans tapaði á móti Fram 31-19 í Úlfarsárdalnum í kvöld. Selfyssingar sitja í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið HK.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Selfoss 31-19 | Fram keyrði yfir Selfoss í seinni hálfleik
Fram vann tólf marka sigur á Selfyssingum í Olís-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Fram keyrði yfir lið Selfoss í seinni hálfleik og er tveimur stigum á eftir Stjörnunni í töflunni.

Norðankonur að slíta sig frá botnbaráttunni
KA/Þór vann afar mikilvægan sigur er liðið heimsótti Selfoss í botnbaráttuslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 28-32.

„Mér líður alls ekki vel“
Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var skiljanlega ekki eins glaður og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, þegar hann ræddi við undirritaðan í leikslok. Leiknum lauk með sex marka sigri ÍR sem þýðir að Selfoss er fallið úr leik í Coca Cola-bikar karla í handbolta.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Selfoss 34-28 | Heimamenn áfram eftir nokkuð óvæntan sigur
ÍR er kannski í fallsæti Olís deildarinnar en er komið í 8-liða úrslit í bikarnum eftir frábæran sigur gegn Selfossi í Skógarseli í kvöld.

„Sýndum að við getum unnið lið fyrir ofan okkur“
Selfoss vann Fram 32-30 í síðasta deildarleik ársins. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var afar ánægður með sigurinn í viðtali eftir leik.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Fram 32-30 | Þriðji heimasigur Selfyssinga
Selfoss vann tveggja marka sigur á Fram 32-30. Selfoss byrjaði seinni hálfleik betur og á lokamínútunum skellti Vilius Rasimas, markmaður Selfyssinga, í lás. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Haukar 33-36 | Haukakonur tóku völdin í síðari hálfleik
Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36.

„Fannst Selfossliðið ekki hafa orku síðasta korterið til að koma til baka“
Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka í Olís-deild kvenna, gat leyft sér að fagna eftir mikilvægan þriggja marka sigur liðsins á Selfossi í dag. Haukakonur hafa nú unnið þrjá af seinustu fjórum deildarleikjum sínum og hafa náð að slíta sig frá fallsvæðinu fyrir jólafríið.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 32-37 | Áttundi sigur FH í röð staðreynd
FH gerði góða ferð á Selfoss og vann þar fimm marka sigur í Olís deild karla í handbolta, 32-37. FH hefur þar með unnið átta leiki í röð, en Selfyssingar hafa tapað fjórum af seinustu fimm.

„Varnarlega gátum við gert betur en mér er eiginlega alveg slétt sama“
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir fimm marka sigur sinna mann gegn Selfyssingum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-37. Hann segir að lokatölurnar gefi ekki rétta mynd af leiknum, enda var jafnt á öllum tölum fram á lokamínútur leiksins.

Gústi mætti dóttur sinni: Nú fer ég og kveiki aftur á mér heima
„Við náðum að keyra vel á þær í 60 mínútur og vorum að rúlla liðinu vel. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tólf marka sigur á Selfossi, í Olís-deild kvenna í dag, lokatölur 35-23.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga
Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag.

„Þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum“
„Það verður örugglega mjög skrítið. Líka skrítið að hita upp hinum megin, fara í hinn klefann og svona. Við gerum gott úr þessu, en þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún verður í eldlínunni þegar Selfoss mætir Val á Hlíðarenda í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Það vill svo skemmtilega til að Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, er faðir Ásdísar Þóru.

Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Selfoss 18-20 | Selfoss sótti tvö stig á Nesið
Selfoss lagði Gróttu að velli 18-20 í miklum baráttuleik í Olís deild karla í handbolta í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld.

„Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann“
Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var gríðarlega ánægður og stoltur af sínu liði eftir sigur gegn HK í fallbaráttuslag í Olís-deild kvenna í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum
Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Selfoss 38-31 | Heimamenn upp í annað sætið
Afturelding vann sannfærandi sjö marka sigur í kvöld og flaug upp í annað sæti Olís deildar karla í handbolta.

Valskonur áfram með fullt hús stiga
Valur trónir á toppi Olísdeildarinnar í handbolta og styrkti stöðu sína með tveggja marka sigri á KA/Þór að Hlíðarenda í dag.

„Mér finnst þetta hugrökk ákvörðun hjá henni“
Ásdís Þóra Ágústsdóttir er að spila með Selfossliðinu í Olís deild kvenna í handbolta í vetur en hún kom þangað á láni frá Val.

Gat ekki spilað leikinn vegna sjóveiki
Lykilleikmaður Selfossliðsins missti af leik liðsins í Vestmannaeyjum um helgina vegna sjóveiki. Hún mætti samt til Eyja daginn áður.

Stjarnan, Haukar, HK og Selfoss í átta liða úrslit
Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð bikarkeppni HSÍ í kvennahandboltanum í kvöld þar sem Stjarnan, Haukar, HK og Selfoss tryggði sér sæti í átta liða úrslitum.

Hergeir: Skrýtin tilfinning að mæta Selfossi í bláum búningi
Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunni, gerði sínum gömlu félögum grikk þegar hann mætti uppeldisfélagi sínu, Selfossi, í Olís deildinni í handbolta karla í kvöld.