Þórir: Hafði tilfinningu fyrir því að Jón Þórarinn myndi eiga góðan leik í markinu Andri Már Eggertsson skrifar 17. mars 2023 21:30 Þórir Ólafsson var ánægður með sigur kvöldsins gegn Val Vísir/Diego Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var í skýjunum með tveggja marka sigur á Val 33-31. Þetta var fimmti heimasigur Selfoss í röð og var Þórir afar ánægður með frammistöðuna. „Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu. Strákarnir sýndu það fyrir sjálfum sér að þeir geta spilað hörku handbolta á báðum endum vallarins og það var liðsheildin sem vann þennan leik,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leik. Selfyssingar voru frábærir í fyrri hálfleik og komust mest sjö mörkum yfir. Heimamenn skoruðu 21 mark og var staðan 21-15 í hálfleik. „Ég átti ekki von á því að vera sjö mörkum yfir á tímabili í fyrri hálfleik. Við vorum virkilega ánægðir með fyrri hálfleikinn en við vissum að Valsarar gátu étið upp forskotið á stuttum tíma sem þeir gerðu undir lokin en okkur tókst að standast það og héldum stigunum tveimur hér heima.“ Þegar átta mínútur voru eftir voru Selfyssingar sjö mörkum yfir 32-25 en á ótrúlegan hátt tókst Val að minnka muninn niður í eitt mark. Þórir var samt ánægður með að nær komst Valur ekki og Selfoss vann að lokum tveggja marka sigur. „Við vorum að hika og verja forskotið sem maður á ekki að gera. Við fórum að tapa boltanum og Valur refsaði okkur fyrir það.“ „Ég var mjög ánægður með sigurinn. Valur er með frábært lið og við vissum að þetta yrði virkilega erfiður leikur. Við undirbjuggum okkur vel og mættum klárir í leikinn og strákarnir eiga hrós skilið.“ Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfyssinga, byrjaði leikinn í staðinn fyrir Vilius Rasimas. Jón Þórarinn þakkaði traustið og fór á kostum þar sem hann varði 20 bolta. „Hann er búinn að vera að æfa vel og verja á æfingum. Ég hafði tilfinningu fyrir því að hann myndi eiga góðan leik í kvöld og það var frábært fyrir hann að standa sýna það,“ sagði Þórir Ólafsson að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Sjá meira
„Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu. Strákarnir sýndu það fyrir sjálfum sér að þeir geta spilað hörku handbolta á báðum endum vallarins og það var liðsheildin sem vann þennan leik,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leik. Selfyssingar voru frábærir í fyrri hálfleik og komust mest sjö mörkum yfir. Heimamenn skoruðu 21 mark og var staðan 21-15 í hálfleik. „Ég átti ekki von á því að vera sjö mörkum yfir á tímabili í fyrri hálfleik. Við vorum virkilega ánægðir með fyrri hálfleikinn en við vissum að Valsarar gátu étið upp forskotið á stuttum tíma sem þeir gerðu undir lokin en okkur tókst að standast það og héldum stigunum tveimur hér heima.“ Þegar átta mínútur voru eftir voru Selfyssingar sjö mörkum yfir 32-25 en á ótrúlegan hátt tókst Val að minnka muninn niður í eitt mark. Þórir var samt ánægður með að nær komst Valur ekki og Selfoss vann að lokum tveggja marka sigur. „Við vorum að hika og verja forskotið sem maður á ekki að gera. Við fórum að tapa boltanum og Valur refsaði okkur fyrir það.“ „Ég var mjög ánægður með sigurinn. Valur er með frábært lið og við vissum að þetta yrði virkilega erfiður leikur. Við undirbjuggum okkur vel og mættum klárir í leikinn og strákarnir eiga hrós skilið.“ Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfyssinga, byrjaði leikinn í staðinn fyrir Vilius Rasimas. Jón Þórarinn þakkaði traustið og fór á kostum þar sem hann varði 20 bolta. „Hann er búinn að vera að æfa vel og verja á æfingum. Ég hafði tilfinningu fyrir því að hann myndi eiga góðan leik í kvöld og það var frábært fyrir hann að standa sýna það,“ sagði Þórir Ólafsson að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum