Ríkjandi bikarmeistarar kvenna, Valskonur, drógust gegn Haukum í slag félaganna sem séra Friðrik Friðriksson kom á fót.
Í hinum undanúrslitaleiknum hjá konunum mætast suðurlandsliðin ÍBV og Selfoss.
Miðvikudaginn 15. mars
- Haukar – Valur
- ÍBV – Selfoss
Ríkjandi bikarmeistarar karla, Valsmenn, eru fallnir úr leik en liðið sem sló þá út, Stjarnan, mætir Aftureldingu. Í hinum undanúrslitaleiknum hjá körlunum mætast Fram og Haukar.
Fimmtudaginn 16. mars
- Fram – Haukar
- Afturelding – Stjarnan
Úrslitaleikirnir fara svo fram laugardaginn 18. mars, í Laugardalshöll líkt og allir undanúrslitaleikirnir.