ÍA

Fréttamynd

Upp­gjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrú­leg endur­koma heima­manna í Kapla­krika

Það var hreint stórkostlegur fótboltaleikur sem gömlu stórveldin ÍA og FH buðu upp á á Kaplakrikavelli í kvöld. Heimamenn höfðu á endanum 3-2 sigur í ótrúlegum leik þar sem áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir peninginn. Fimm mörk, tvær vítaspyrnur, tvö rauð spjöld og hellingur af dramatík í alvöru fallbaráttuslag þessara sigursælu liða.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ómar Björn: Mis­reiknaði boltann

Ómar Björn Stefánsson reyndist hetja Skagamanna þegar þeir náðu í jafntefli gegn Val efsta liðið Bestu deildar karla. Hann skoraði jöfnunarmarkið með öxlinni þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Íþrótta­maður HK til liðs við ÍA

Birnir Breki Burknason hefur gengið til liðs við ÍA í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann kemur frá HK sem leikur í Lengjudeildinni. Hann var valinn íþróttamaður félagsins eftir frammistöðu sína á síðasta ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frá Skaga­firði á Akra­nes

Nýliðar ÍA í Bónus deild karla í körfubolta eru að safna liði, bæði innan vallar sem utan, fyrir komandi verkefni. Friðrik Hrafn Jóhannsson hefur samið við Skagamenn og mun vera hluti af þjálfarateymi félagsins á komandi leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

„Mikið undir fyrir bæði lið“

Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, á von á hörkuleik í góðviðrinu á Skaganum í kvöld og segir ekki fleiri áherslubreytingar fylgja því að mæta KR en öðrum liðum Bestu deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Furðar sig á fjar­veru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“

Baldur Sigurðs­son, sér­fræðingur í Stúkunni, furðaði sig á fjar­veru nýráðins þjálfara ÍA, Lárusar Orra Sigurðssonar í leik Skaga­manna gegn Stjörnunni um síðastliðna helgi sem tapaðist 3-0. Ef að Lárus, sem var sér­fræðingur í Stúkunni áður, hefði verið í setti hefði hann spurt sig hvaða kjaftæði væri í gangi.

Íslenski boltinn