Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Kominn tími á að jafna kynjahlutföllin

Um 6.300 fengu bóluefni Pfizer/BioNTech í Laugardalshöll í dag. Er það svipaður fjöldi og í gær þegar tæplega 7.200 fengu bóluefni Moderna. Annars vegar er um að ræða fólk sem var að fá sinn seinni skammt og hins vegar konur yngri en 55 ára sem tilheyra áhættuhópum.

Innlent
Fréttamynd

Skelltu tveimur íbúðarblokkum í sóttkví

Heilbrigðisyfirvöld í litlum bæ í grennd við Düsseldorf í Þýskalandi gripu til sérstaklega róttækra aðgerða vegna kórónuveirusmita af völdum indverska afbrigðisins um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út

Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað.

Erlent
Fréttamynd

312 sóttvarnabrot og 13,6 milljónir í sektir

Sóttvarnabrjótar hafa greitt tæpar 4,4 milljónir króna í sektir frá því í mars í fyrra en 8,5 milljónir króna eru í vinnslu eða í innheimtumeðferð. Algengast er að einstaklingar séu sektaðir um 50.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Daði og Gagna­magnið enn í sótt­kví

Daði Freyr og Gagnamagnið eru enn í sóttkví og munu fara í annað PCR-próf á miðvikudag. Smit kom upp í íslenska hópnum í gær en greint var frá því fyrr í kvöld að enginn annar í hópnum væri smitaður.

Lífið
Fréttamynd

Ekki fleiri smit í íslenska hópnum

Ekkert smit greindist í sýnatöku íslenska Eurovision-hópsins eftir að einn úr hópnum greindist með veiruna í gær. Þau þrettán sem eru í hópnum fóru í skimun í gær en sá sem greindist í gær er ekki á meðal þeirra sem koma fram í atriðinu sjálfu.

Lífið
Fréttamynd

24 þúsund bólu­settir í vikunni

Um 24 þúsund einstaklingar verða bólusettir hér á landi í vikunni. Notast verður við öll fjögur bóluefnin – það er AstraZeneca, Pfizer, Moderna og Janssen.

Innlent
Fréttamynd

Bólu­efni virki gegn ind­verska af­brigðinu

Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið.

Erlent
Fréttamynd

„Hefði ekki tekist án samtakamáttar“

Hörðum sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði verður aflétt á miðnætti eftir ákvörðun almannavarna þess efnis, sem telur sig hafa náð tökum á hópsmitinu. Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af fjórir í Skagafirði.

Innlent
Fréttamynd

Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid

Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 

Innlent
Fréttamynd

Kona nýkomin frá útlöndum fékk hríðir á sóttkvíarhóteli

Reiknað er með að Hótel Rauðará við Rauðarárstíg verði tekið í notkun sem nýtt sóttkvíarhótel í dag. Fimm flugvélar með farþega frá hááhættusvæðum eru væntanlegar til landsins síðdegis. Þá hefur ýmislegt gengið á á sóttkvíarhótelum landsins, að sögn umsjónarmanns; aðfaranótt laugardags fékk kona hríðir á sóttkvíarhóteli í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Fimm greindust með veiruna innanlands

Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og voru allir í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Flestir þeirra eru búsettir á Norðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland

Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár

Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur.

Erlent