Áramót

Fréttamynd

Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn

Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna.

Innlent
Fréttamynd

Flug­eldum fyrir þrjár milljónir stolið

Brotist var inn í flugeldagám fyrir utan Kiwanishúsið í Þorlákshöfn um hátíðirnar og flugeldum að andvirði þriggja milljóna króna var stolið. Frá þessu greinir björgunarsveitin Mannbjörg á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum

Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið.

Innlent
Fréttamynd

Af­lýsa öllum ára­móta­brennum á höfuð­borgar­svæðinu

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fella niður allar áramótabrennur sem skipulagðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í ár. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að samkomubann miðast við tíu manns og „mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar,“ segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Áramótaheit formannanna: Stundvísari Sigmundur og meira jóga

Formenn Alþingisflokkanna voru mættir í Kryddsíld Stöðvar 2 til þess að gera upp árið í stjórnmálunum og líta fram á veginn, eins og venjan er á gamlárskvöld. Pólitíkin var þó ekki það eina sem komst að, en formennirnir voru beðnir um að fara yfir sín persónulegu markmið og áramótaheit fyrir árið 2020.

Innlent