Innlent

Svif­ryk ekki yfir mörkum á ný­árs­dag

Smári Jökull Jónsson skrifar
Árið 2021 fór svifryksmengun 10 daga yfir heilsuverndarmörk.
Árið 2021 fór svifryksmengun 10 daga yfir heilsuverndarmörk. Vísir/Vilhelm

Svifryk á höfuðborgarsvæðinu fór ekki yfir heilusverndarmörk á nýársdag. Mest svifryk mældist í Vesturbænum og við Bústaðaveg.

Reykjavíkurborg hafði varað við mikilli svifryksmengun vegna mengunar frá flugeldum og var búist við að styrkurinn yrði hár fram eftir nýársdegi ef hæglætisveður yrði í borginni.

„Miðað við undanfarin ár gæti 1. janúar 2022 orðið fyrsti svifryksdagur ársins vegna mengunar frá skoteldum. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömmm á rúmmetra,“ sagði í tilkynningunni.

Sú varð þó ekki raunin. Nokkur vindur var á höfuðborgarsvæðinu á nýársnótt og féll því styrkur svifryks frekar hátt. Í tilkynningu á heimasíðu Reykjavíkurborgar segir að á síðustu klukkustund ársins 2021 hafi mest svifryksmengun mælst við Bústaðaveg en klukkan eitt á nýársnótt mældist mest mengun við Vesturbæjarlaug.

Í tilkynningu Reykjavíkurborgar fyrir áramótin kom fram að keypt hefðu verið inn um 640 tonn af skoteldum fyrir áramótin og þar af sé púðurmagnið um 56 tonn. 

Vísir/Reykjavíkurborg

Tengdar fréttir

Vara við mikilli svif­ryksmengun um ára­mótin

Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×