Óveður 10. og 11. desember 2019

Fréttamynd

Öryggi íbúa ógnað með bresti innviða

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar harmar að innviðir hafi brugðist í óveðri síðustu viku og segir að á stórum hluta landsins hafi öryggi íbúa verið raunverulega ógnað. Öryggi íbúa þurfi að vera forgangsmál þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Að leggja raflínur í jörð

Veðurhamfarir urðu á Norður- og Norðausturlandi snemma haustið 2012 þar sem miklar óveðursskemmdir urðu í Mývatnssveit. Brotnuðu um 100 staurar, rafmagnslaust var í allt að fjóra sólarhringa og aðstæður hinar erfiðustu.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja allar raflínur sem liggja um Hörgársveit í jörð

Sveitarstjórn Hörgarársveitar krefst þess að allar línur rafmagns sem liggja í gegnum sveitarfélagið verði komið neðanjarðar. Í Hörgárdal og Öxnadal var rafmagnslaust í fjóra sólahringa þar sem lengst var rafmagnsleysi í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir ábyrgðarlausu tali í kjölfar ofsaveðurs

Í erfiðu ástandi sem skapaðist víða um land vegna fárviðris og langvarandi rafmagnsleysis virðist sem stjórnendur helstu orkufyrirtækja landsins varpi ábyrgð á landeigendur og náttúruverndarfólk. Svo segir í yfirlýsingu frá stjórn Landverndar.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um fleiri raf­magns­truflanir á Norður­landi

Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Telur það heppni að öryggi og lífi sjúk­linga hafi ekki verið stefnt í hættu

Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Rætt var við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni segir greini­lega veik­leika í kerfum sem ekki var vitað nóg um

"Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ofsaveðrið hitamál í Víglínunni

Ofsaveðrið sem gekk yfir landið í vikunni og þær afleiðingar sem það hefur haft hefur vakið margar spurningar um innviði landsins og hvað þurfi að gera betur. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður fær Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í Víglínuna á Stöð 2 í dag.

Innlent