Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. Tæknimenn unnu hörðum höndum að því í gær að koma rafmagni frá skipinu í land og var rafstrengur sendur norður með Hercules-flugvél danska flughersins síðdegis í gær. Vinnunni lauk, samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni, upp úr miðnætti.
Er þetta í fyrsta sinn sem varðskipið er nýtt sem hreyfanleg aflstöð en Þór getur flutt 2MW af rafmagni í land.
„Við hönnun skipsins var horft til þess að mögulegt yrði að senda rafmagn í land á afskekktum stöðum vegna rafmagnsleysis. Til þessa hafa rafmagnsdreifingaraðilar og veitufyrirtæki ekki talið unnt að tengjast skipinu fyrr en nú,“ segir í tilkynningunni.
Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni

Tengdar fréttir

Ráðherrar halda norður í land til að skoða aðstæður
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heldur í fyrramálið norður í land ásamt dómsmála,- iðnaðar- og samgönguráðherrum til þess að skoða aðstæður í kjölfar ofsaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni.

Tæknimenn vinna að því að koma rafmagni frá varðskipinu yfir á Dalvík
Tæknimenn eru nú að störfum í varðskipinu Þór þar sem unnið er að því að koma rafmagni frá skipinu yfir í land á Dalvík.

Danska herflugvélin á leið í loftið full af björgunarsveitarfólki og búnaði
Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem er á leið norður í land. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða.

Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum.

Fimmtíu manns dvelja enn í fjöldahjálparstöð í Dalvík
Ein fjöldahjálparstöð verður áfram opin af hálfu Rauða kross Íslands í nótt.