Skipaflutningar

Hættir eftir sautján ára starf
Kristinn Albertsson fjármálastjóri Samskipa samstæðunnar hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. júlí næstkomandi. Hann hefur starfað hjá Samskipum í rúm sautján ár og á þeim tíma að mestu verið staðsettur í Rotterdam.

Lýsisskip strandaði í Fáskrúðsfirði
Erlent lýsisflutningaskip strandaði í Fáskrúðsfirði í dag. Verið var að sigla skipinu úr höfn þegar stýri þess bilaði á þriðja tímanum í dag. Skipið losnaði þó af strandstað fyrir eigin vélarafli.

Þorðu ekki að setja út á skipstjórann vegna þrúgandi andrúmslofts
Þrúgandi vinnustaðamenning var ríkjandi á flutningaskipinu Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í apríl á síðasta ári. Áhöfn skipsins setti ekki spurningamerki við ákvarðanir skipstjórans sem hafði ekki áhuga á að leita aðstoðar hjá heimamönnum sem þekkja vel aðstæður á siglingarleiðinni.

Góð staða Eimskips í frystiflutningum gæti bætt afkomu í flutningsmiðlun
Góð staða Eimskips í frystiflutningum í Kína gæti leitt til þess að flutningsmiðlun félagsins muni skila betri afkomu árið 2024 en 2023, segir greinandi. Eimskip hefur sýnt mikinn rekstrarbata seinustu ár og var grunnreksturinn „mjög sterkur“ þrátt fyrir að tekjur drægjust saman eins og gert var ráð fyrir.

Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta
Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember.

Skoða að sækja bætur fyrir neytendur vegna samráðsins
Neytendasamtökin skoða leiðir til að sækja bætur vegna tjóns af völdum meints samráðs Eimskipa og Samskipa. Frummat á samfélagslegu tjóni samráðsins er metið á 62 milljarða.

„Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur“
Tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa er metið á 62 milljarða króna. Formaður Félags atvinnurekenda segir frummatið unnið til þess að búa til grundvöll fyrir þá sem íhuga skaðabótamál á hendur skipafélögunum.

Samráðið hafi kostað samfélagið 62 milljarða króna
Samkvæmt frummati sem unnið var fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR kostaði meint ólögmætt samráð stóru skipafélaganna Eimskips og Samskipa íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á árunum 2008 til 2013.

Verkís leiðir milljarðaverkefni
Íslenska verkfræðistofan Verkís leiðir verkefnið GAMMA, sem styrkt er af Evrópusambandinu og er ætlað að gera vísindamönnum kleift að þróa tæknilausir og breyta ítölsku flutningsskipi til að nýta rafeldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis.

Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum
Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn.

Stýrir markaðs- og samskiptamálum Samskipa
Samskip hafa ráðið Ágústu Hrund Steinarsdóttur í starf forstöðumanns markaðs- og samskiptadeildar.

Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna
Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur.

Ráðin nýr framkvæmdastjóri hjá Eimskip
Jónína Guðný Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Innanlandssviðs hjá Eimskip.

Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku
Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik.

Ævintýraleg björgun Íslendings í lífshættu
Neyðartilvik kom upp um borð í ítalska skemmtiferðskipinu Costa Smeralda síðastliðinn miðvikudag þegar Íslendingur um borð veiktist lífshættulega. Þökk sé þyrlusveit Landhelgisgæslunnar á Ítalíu var honum bjargað naumlega.

Samskip þurfa ekki að greiða sektina meðan málsmeðferð fer fram
Útflutningsfyrirtækið Samskip þarf ekki að greiða sekt upp á 4,2 milljarða fyrir ólöglegt samráð með fyrirtækinu Eimskipi meðan málið er til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála.

Hútar hóta hefndum
Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða.

Munu svara árásum Breta og Bandaríkjamanna
Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum.

Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt
Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum.

Gera loftárás á Húta í Jemen í nótt
Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag.

Brjóta verði upp fákeppnisaðstöðu skipafélaganna tveggja
Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR funduðu í dag með borgar- og hafnaryfirvöldum í Reykjavík til að ræða samkeppnisumhverfið í Sundahöfn, í framhaldi af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna samráðs stóru skipafélaganna tveggja.

Danska flutningaskipið varð fyrir annarri árás
Danska fragtskipið sem varð í gær fyrir loftárás í Rauðahafinu varð fyrir annarri árás í morgun. Miðlæg stjórnstöð Bandaríkjahers, Centcom, greinir frá þessu.

Danskt fragtskip hæft af eldflaug
Danskt fragtskip í eigu olíu- og flutningarisans Mærsk var hæft af eldflaug í gærkvöldi á siglingu um Rauðahafið. Þessu greinir DR frá.

Danir senda freigátu í Rauðahafið
Danir ætla að senda freigátu í Rauðahafið og Adenflóa sem öryggisráðstöfun í kjölfar fjöldamargra árása Húta á svæðinu. Þetta segja utanríkisráðherra Lars Løkke Rasmussen og varnamálaráðherra Troels Lund Poulsen.

Hútar lýsa yfir ábyrgð á eldflaugaárás í Rauðahafi
Vígasamtök Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á eldflaugaárás sem gerð var á flutningaskip í Rauðahafi fyrr í dag. Þá lýstu samtökin yfir ábyrgð á tilraun til drónaárásar á Ísrael.

Grænir skattar sagðir bitna hart á Grænlandi
Fraktgjöld til Grænlands munu hækka frá og með nýári þegar Evrópusambandið tekur upp kolefnisskatt á skipaumferð og árið 2025 verður flugumferð til Grænlands fyrir áhrifum af nýjum dönskum skatti á flugfarþega. Svo segir í úttekt grænlenska fréttamiðilsins Sermitsiaq undir fyrirsögninni: „Verðhækkanir: Grænir skattar bitna hart á Grænlandi.“

Manstu eftir Akraborginni?
Á árunum 1956 til 1998 var Akraborgin helsta fólksflutningaleiðin yfir Faxaflóa. Ófáir Íslendingar eiga minningar af ferðum með Akraborginni enda flutti skipið um 250 þúsund farþega á ári.

Bandarískt herskip skaut niður fjórtán dróna Húta
Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra.

Fékk rangar upplýsingar og strandaði fjóra metra frá bryggju
Því hefur verið beint til starfsmanna Ólafsvíkurhafnar að yfirfara verklag sitt við móttöku stærri skipa eftir að flutningaskipið Wilson Hook strandaði við komuna til hafnar í mars síðastliðnum.

Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi
Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það.