Innlent

Detti­fossi kippt í lag og seinkar um sólar­hring

Agnar Már Másson skrifar
Dettifoss varð vélarvana tæplega 400 mílur frá Íslandi.
Dettifoss varð vélarvana tæplega 400 mílur frá Íslandi. Aðsend

Fragtskipið Dettifoss er komið úr viðferð eftir að það varð vélarvana á Ballarhafi í síðustu viku og þurfti varðskip Landhelgisgæslunnar að koma því til bjargar. Því seinkar aðeins um tæpan sólarhring.

Viðgerð á aðalvél fragtskipins Dettifoss er lokið, segir í tilkynningu frá Eimskipum. Bilunin kom upp þegar skipið sigldi frá Reykjavík til Nuuk á Grænlandi.

Skipið hefur nú verið gangsett og prófað í dag og gekk allt samkvæmt áætlun, að sögn Eimskipa. Lestun fer fram í kvöld fyrir áframhaldandi siglingu.

Skipið heldur áfram áætlun sinni um hádegi á morgun, fimmtudag. Áætlað er að það komi til hafnar á Reyðarfirði á föstudag og haldi þaðan áfram til Færeyja. 

Eimskip segja að um tæplega sólarhrings seinkun sé að ræða, en ekki sé gert ráð fyrir frekari töfum. Skipið muni að mestu vinna upp tímann á útleið og verða komið á rétta áætlun við heimför.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×