Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2025 12:24 Verktakar sem samþykktir voru í forvali þurfa að skila inn tilboðum í gerð skipaganganna fyrir 9. júní næstkomandi. Kystverket/Multiconsult/Link Arkitektur Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. „Áhugi Kína á norðurslóðum fer ört vaxandi. Við höfum séð það í Norður-Noregi, á Svalbarða, á Íslandi, á Grænlandi. Og nú einnig skipagöngin við Stað,“ sagði Kåre Dahl Martinsen, prófessor í öryggis- og varnarmálum við varnarmálaskóla norska hersins, í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK í febrúar. „Kína hefur reynt að ná fótfestu í höfnum í Noregi og nú reyna þeir fyrir sér í stærra innviðaverkefni,“ sagði Dahl Martinsen og vísaði til þess að í þjóðaröryggismati væri varað við vaxandi ógn af njósnum frá Kína. Göngin gætu opnast skipaumferð eftir sex ár, ef áætlanir ganga eftir.Kystverket/Multiconsult /LINK Arkitektur Þar sem skipagöngin yrðu mikilvæg leið fyrir skipaumferð meðfram ströndinni yrði að skilgreina þau sem „viðkvæma innviði“. Í öðrum Evrópulöndum hefði ekki komið til greina að Kína fengi að taka þátt í slíkri framkvæmd. Kínversk fyrirtæki gætu oft lagt fram „ómótstæðileg tilboð“ en þá gerðist það með ríkisstyrkjum, að sögn Dahl Martinsen. Ef það hefði öryggispólitíska þýðingu fyrir Kína væru engin takmörk fyrir því hversu mikið kínversk ríkisfyrirtæki gætu fengið í styrki. Fræðimaður við norska flotaskólann, Tor Ivar Strømmen, lýsti sömuleiðis áhyggjum vegna áhuga Kínverja á verkefninu. Þingmaður Hægriflokksins, Olve Grotle, kvaðst einnig efins um að kínversk fyrirtæki fengju að vinna verkið og sagði að fara yrði með gát. Í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2021 er sýnt hvernig verður að sigla um göngin: Sex verktakasamstæður sóttu um að fá að bjóða í skipagöngin: Skanska Norge AS og Vassbakk og Stol AS (Noregi). AF Gruppen Norge AS (Noregi). Eiffage Genie Civil (Frakkandi). Acciona Construccion S.A og Bertelsen og Garpestad AS (Spáni og Noregi). PowerChina International Group Limited, Sichuan Road and Brigde Corporation Ltd., Sinohydro bureau 7. Ltd, PowerChina Huadong Engineering (Kína). China Road and Brigde Corporation, CCCC Second Highway Engineering Co. Ltd., CCCC Highway Consultants Co. Ltd (Kína). Svo fór að norska siglingastofnunin Kystverket samþykkti fjóra verktaka út frá „tæknilegri og faglegri hæfni“ en hafnaði báðum kínversku verktökunum. Sagði að þá hefði skort bæði reynslu og hæfni til að takast á við verkið. Fulltrúar verktakanna sem samþykktir voru í forvalinu heimsóttu fyrirhugað framkvæmdasvæði nýlega ásamt fulltrúum siglingastofnunar Noregs, Kystverket.Tor Arne Aasen/Kystverket Verktakarnir fjórir hafa frest til 9. júní næstkomandi til að skila inn fyrsta verðtilboði. Tilboðin verða síðan metin og samið um þau, jafnvel í nokkrum umferðum, áður en besta tilboðið er valið. Markmiðið er að samningur verði undirritaður haustið 2025 og framkvæmdir hefjist árið 2026. Áætlað er að fimm ári taki að grafa göngin, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Verkið er þó háð því að samningur verði innan þess kostnaðarramma sem norska Stórþingið hefur samþykkt, upp á um 64 milljarða íslenskra króna. Annars þarf norska ríkisstjórnin að leggja málið aftur fyrir þingið. Noregur Öryggis- og varnarmál Kína NATO Norðurslóðir Skipaflutningar Ferðaþjónusta Sjávarútvegur Ferðalög Samgöngur Tengdar fréttir Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Siglingastofnun Noregs, Kystverket, hefur tilkynnt að formlegt útboðsferli skipaganganna við Stað hefjist 1. desember næstkomandi. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir rúmt ár og að skipagöngin verði tilbúin í árslok 2030. 17. nóvember 2024 09:51 Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
„Áhugi Kína á norðurslóðum fer ört vaxandi. Við höfum séð það í Norður-Noregi, á Svalbarða, á Íslandi, á Grænlandi. Og nú einnig skipagöngin við Stað,“ sagði Kåre Dahl Martinsen, prófessor í öryggis- og varnarmálum við varnarmálaskóla norska hersins, í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK í febrúar. „Kína hefur reynt að ná fótfestu í höfnum í Noregi og nú reyna þeir fyrir sér í stærra innviðaverkefni,“ sagði Dahl Martinsen og vísaði til þess að í þjóðaröryggismati væri varað við vaxandi ógn af njósnum frá Kína. Göngin gætu opnast skipaumferð eftir sex ár, ef áætlanir ganga eftir.Kystverket/Multiconsult /LINK Arkitektur Þar sem skipagöngin yrðu mikilvæg leið fyrir skipaumferð meðfram ströndinni yrði að skilgreina þau sem „viðkvæma innviði“. Í öðrum Evrópulöndum hefði ekki komið til greina að Kína fengi að taka þátt í slíkri framkvæmd. Kínversk fyrirtæki gætu oft lagt fram „ómótstæðileg tilboð“ en þá gerðist það með ríkisstyrkjum, að sögn Dahl Martinsen. Ef það hefði öryggispólitíska þýðingu fyrir Kína væru engin takmörk fyrir því hversu mikið kínversk ríkisfyrirtæki gætu fengið í styrki. Fræðimaður við norska flotaskólann, Tor Ivar Strømmen, lýsti sömuleiðis áhyggjum vegna áhuga Kínverja á verkefninu. Þingmaður Hægriflokksins, Olve Grotle, kvaðst einnig efins um að kínversk fyrirtæki fengju að vinna verkið og sagði að fara yrði með gát. Í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2021 er sýnt hvernig verður að sigla um göngin: Sex verktakasamstæður sóttu um að fá að bjóða í skipagöngin: Skanska Norge AS og Vassbakk og Stol AS (Noregi). AF Gruppen Norge AS (Noregi). Eiffage Genie Civil (Frakkandi). Acciona Construccion S.A og Bertelsen og Garpestad AS (Spáni og Noregi). PowerChina International Group Limited, Sichuan Road and Brigde Corporation Ltd., Sinohydro bureau 7. Ltd, PowerChina Huadong Engineering (Kína). China Road and Brigde Corporation, CCCC Second Highway Engineering Co. Ltd., CCCC Highway Consultants Co. Ltd (Kína). Svo fór að norska siglingastofnunin Kystverket samþykkti fjóra verktaka út frá „tæknilegri og faglegri hæfni“ en hafnaði báðum kínversku verktökunum. Sagði að þá hefði skort bæði reynslu og hæfni til að takast á við verkið. Fulltrúar verktakanna sem samþykktir voru í forvalinu heimsóttu fyrirhugað framkvæmdasvæði nýlega ásamt fulltrúum siglingastofnunar Noregs, Kystverket.Tor Arne Aasen/Kystverket Verktakarnir fjórir hafa frest til 9. júní næstkomandi til að skila inn fyrsta verðtilboði. Tilboðin verða síðan metin og samið um þau, jafnvel í nokkrum umferðum, áður en besta tilboðið er valið. Markmiðið er að samningur verði undirritaður haustið 2025 og framkvæmdir hefjist árið 2026. Áætlað er að fimm ári taki að grafa göngin, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Verkið er þó háð því að samningur verði innan þess kostnaðarramma sem norska Stórþingið hefur samþykkt, upp á um 64 milljarða íslenskra króna. Annars þarf norska ríkisstjórnin að leggja málið aftur fyrir þingið.
Noregur Öryggis- og varnarmál Kína NATO Norðurslóðir Skipaflutningar Ferðaþjónusta Sjávarútvegur Ferðalög Samgöngur Tengdar fréttir Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Siglingastofnun Noregs, Kystverket, hefur tilkynnt að formlegt útboðsferli skipaganganna við Stað hefjist 1. desember næstkomandi. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir rúmt ár og að skipagöngin verði tilbúin í árslok 2030. 17. nóvember 2024 09:51 Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Siglingastofnun Noregs, Kystverket, hefur tilkynnt að formlegt útboðsferli skipaganganna við Stað hefjist 1. desember næstkomandi. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir rúmt ár og að skipagöngin verði tilbúin í árslok 2030. 17. nóvember 2024 09:51
Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30