Erlent

Brunnu inni í spilavíti í Mexíkó
Að minnsta kosti 52 eru látnir í Norður-Mexíkó eftir að kveikt var í spilavíti í borginni Monterrey um miðjan dag á fimmtudag. Vopnaðir menn réðust inn í spilavítið þar sem um 100 manns voru samankomnir, bæði starfsfólk og gestir. Samkvæmt sjónarvottum helltu þeir bensíni á gólf og sögðu fólki að koma sér út. Margir hræddir gestir og starfsmenn flúðu hins vegar lengra inn í bygginguna og urðu innlyksa þar. Mörg lík fundust meðal annars á salernum staðarins, þar sem fólk hafði læst sig inni til að forðast byssumennina. Fregnir hafa einnig hermt að neyðarútgangar hafi verið læstir.

Efnahagsmál í brennidepli
Kosið verður til þings í Danmörku hinn 15. september næstkomandi. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga í gær og tók þannig af skarið eftir margra vikna vangaveltur, en reglubundnar kosningar hefðu átt að fara fram í nóvember.

Fukushima-aðgerðir ganga vel - verinu verður lokað
Kjarnorkuverinu í Fukushima verður lokað þegar björgunaraðgerðum þar lýkur. Þær hafa borið árangur síðustu tvo sólarhringa og því er geislavirkni á svæðinu minni en verið hefur.

Tala látinna í Japan fer síhækkandi
Rúmlega átta þúsund manns eru taldir af eftir jarðskjálftann í Japan á fyrir rúmri viku síðan. Þá er tæpleg þrettán þúsund manns saknað samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Skotárásir í Malmö vekja óhug meðal innflytjenda
Undanfarið ár hefur óþekktur byssumaður skotið á allt að fimmtán manns í Malmö. Síðast í fyrrakvöld var skotið á tvær konur inn um glugga í heimahúsi.

Stjörnustöð Evrópulanda (ESO)
European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (ESO), er stærsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims.

Kólerufaraldur brýst út á Haítí
Mikill fjöldi fólks hefur látist vegna kóleru á Haítí undanfarna daga. Yfir 1500 manns hafa sýkst.

Innkallar meira en milljón bíla
Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur ákveðið að innkalla 1,53 milljónir bifreiða vegna galla. 740 þúsund þessara bifreiða eru í Japan, 599 þúsund í Bandaríkjunum, en hinar í Evrópuríkjum og víðar um heim.

Byggja fjórum sinnum hraðar
Ísraelskir landtökumenn byggja fjórum sinnum hraðar nú en þeir gerðu áður en tíu mánaða framkvæmdabann var lagt á þá.

Samkynhneigð ekki falin meir
Bandaríska hermálaráðuneytið gaf í gær út fyrirmæli um að nú megi taka homma og lesbíur í herinn, jafnvel þótt þau fari ekki dult með kynhneigð sína.

Harka færist í mótmælin
Grímuklædd ungmenni tókust á við lögreglu í nokkrum borgum Frakklands í gær, þar sem fjöldi fólks hefur mótmælt áformum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldur.

Ekki stætt á banni lengur
Reglur Evrópusambandsins gera það að verkum að Norðmenn geta ekki mikið lengur komið í veg fyrir áfengisauglýsingar á sjónvarpsstöðvum, sem senda út í öðrum löndum, jafnvel þótt útsendingin sé einkum ætluð áhorfendum í Noregi.

Tók meira en hundrað tonn
Lögreglan í mexíkósku borginni Tijuana við landamæri Bandaríkjanna lagði í gær hald á 105 tonn af kannabisefnum, sem er meira en dæmi eru til um að hald hafi verið lagt á í einu lagi í landinu árum saman.

Ekkert sparað í Afganistan
Breska stjórnin hefur ákveðið að grípa til sparnaðaraðgerða í hernaðarmálum, og er það liður í margboðuðum niðurskurði í ríkisfjármálum sem stjórnin telur sig nauðbeygða til að ráðast í.

Fermetrinn á 22 milljónir
Bræðurnir Christian og Nick Candy, fyrrverandi viðskiptavinir Kaupþings í Bretlandi, hafa selt þakíbúð sína í Monte Carlo í Mónakó fyrir 190 milljónir punda, jafnvirði rúmra 36 milljarða króna.

Orgía á Playboy setrinu: Skiptust á að stunda kynlíf með Hugh Hefner
Fyrrverandi Playboy stúlka hefur rofið þagnarmúrinn og lýst á opinskáan hátt kynlífsorgíum með hinum 84 ára gamla Hugh Hefner á Playboy setrinu. Hún segir stúlkurnar hafa skipst á að stunda kynlíf með Hugh Hefner.

Eldgos yfirvarp rána í Svíþjóð
Þjófar hafa komist inn í hús eldra fólks í Lundi í Svíþjóð með því að segjast vera að rannsaka hvernig eldgosið á Íslandi hefur áhrif á eldra fólk.

Myrt ásamt manni sínum á leið heim úr afmælisveislu
Forsprakki eiturlyfjahrings í Mexíkó hefur lýst því verki á hendur sér að fyrirskipa morð á bandarískum ræðismanni, Lesley Enriquez, og eiginmanni hennar sökum þess að hún hafi veitt andstæðingum hans vegabréf í landamæraborginni Ciudad Juarez.

Stjörnuskandall á HM: Paris Hilton handtekin fyrir að reykja gras
Lögreglan í Suður Afríku er sögð hafa handtekið Paris Hilton fyrir að reykja maríúana eða gras. Paris Hilton er nú stödd í Suður Afríku til að horfa á úrslitakeppnina í HM í fótbolta. Hún var á leik Hollands og Brasilíu þegar lögreglan fylgdi henni út af Nelson Mandela vellinum í Port Elizabeth.

Sátt við vöxtinn
Leikkonan Christina Hendricks, sem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Mad Men, segist ánægð með líkamsvöxt sinn og henni líði eins og konu, en ekki stúlku.

Lokuðu ólöglegum síðum
Níu bandarískum vefsíðum sem buðu upp á ólöglegt niðurhal á kvikmyndum var lokað í gær. Síðurnar höfðu sumar boðið upp á niðurhal á glænýjum myndum eins og Toy Story 3 og Iron Man 2 innan sólarhrings frá því að þær voru frumsýndar.

Olli tjóni við ströndina
Búist er við að olíuhreinsunarstarf við Mexíkóflóa tefjist um allt að hálfan mánuð vegna fellibylja, sem eru að fara yfir svæðið.

Tafir í krabbameinsmeðferð
Aska úr Eyjafjallajökli gerði það að verkum að krabbameinslæknir hjá ríkisspítalanum í Northampton í Englandi tafðist erlendis í fríi og uppskurðum hjá spítalanum þurfti að seinka töluvert.

Yfir 40 látnir í hryðjuverkaárás í Pakistan
Talið er að 41 hafi látið og yfir hundrað manns séu særðir eftir þrjár sjálfsmorðssprengjuárásir í Pakistan í dag. Árásirnar áttu sér stað í borginni Lahore í Pakistan og er þetta í annað skiptið sem hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar í borginni á skömmum tíma.

Pókerræningjar í þriggja ára fangelsi
Mennirnir fjórir sem rændu vinningspotti á pókermóti í Þýskalandi fyrr á þessu ári voru í dag dæmdir í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn. Ránsféð hefur enn ekki komið í leitirnar.

Mel Gibson neitar að hafa lamið barnsmóður sína
Skilnaðir í heimi fræga fólksins eru sjaldan á rólegu nótunum og nú er leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson í sviðsljósinu. Hann hefur slitið samvistum við barnsmóður sína, rússnesku söngkonuna Oksönu Grigorievu, og skiptast þau á að úthúða hvort öðru í fjölmiðlum vestanhafs.

Korn ýtir á reset-takkann
Von er á níundu plötunni frá hljómsveitinni Korn í júlí. Fyrsta platan kom út fyrir sextán árum og nú vilja meðlimir Korn byrja upp á nýtt og finna gamla hljóminn aftur.

Britney sögð óhæf móðir
Lífvörðurinn Fernando Flores, sem kærði söngkonuna Britney Spears fyrir kynferðislegt áreiti á vinnustað, hefur nú einnig sakað hana um slæma meðferð á sonum sínum tveimur, Sean Preston og Jayden James.

Njósnamálið: Minnir á löngu liðna tíma
Rússarnir tíu sem handteknir voru í Bandaríkjunum um helgina hafa verið ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem erindreka erlends ríkis. Hámarksrefsing við því broti er fimm ára fangelsisvist. Sá ellefti, sem var handtekinn á Kýpur, er ákærður fyrir að hafa árum saman komið peningum til hinna tíu.

Hagvöxtur niður í sex prósent
Vísbendingar eru um kólnun kínverska hagkerfisins. Þetta fullyrðir Ruchir Sharma, sérfræðingur í málefnum nýmarkaða og framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs bandaríska bankans Morgan Stanley, í úttekt um Kína í nýjasta tölublaði vikuritsins Newsweek.