Erlendar

Íslendingarnir létu fara hægt um sig
Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu sitt markið hvor þegar lið þeirra Lemgo sigraði Düsseldorf örugglega í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 35-25. Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað hjá Minden í 30-25 tapi liðsins gegn Göppingen. Alls fóru fjórir leikir fram í Þýskalandi í dag.

Man. Utd. og Chelsea halda sínu striki
Manchester United heldur sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins en Man. Utd og Chelsea unnu bæði leiki sína í dag. Vonir Liverpool um að blanda sér alvarlega í toppbaráttunni hurfu líklega endanlega með tapi liðsins fyrir Newcastle í dag.

Man. Utd. og Chelsea með forystu í hálfleik
Manchester United og Chelsea, efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, hafa bæði 1-0 forystu þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureignum liðanna í dag. Staðan í leik Newcastle og Liverpool er 1-1 þar sem Craig Bellamy gæti auðveldlega verið búinn að skora þrennu.

Kahn stoltur yfir ummælum Leonard
Breski hnefaleikakappinn Amir Kahn kveðst afar stoltur yfir þeim orðum sem goðsögnin Sugar Ray Leonard hafði um hann fyrir skemmstu en þá sagði Leonard að Kahn hefði alla möguleika á að verða sá besti í heimi. Kahn segir sjálstraust sitt hafa aukist mikið við ummælin, þó ekki hafi það verið lítið fyrir.
Rúrik ekki í hóp hjá Charlton - Terry byrjar hjá Chelsea
Sóknarmaðurinn ungi Rúrik Gíslason er ekki í 16 manna hópi Charlton sem sækir topplið Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni í dag en Rúrik hafði verið valinn í 17 manna hóp liðsins í gær. Hermann Hreiðarsson spilar ekki með vegna meiðsla. John Terry er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Middlesbrough.

Reading sigraði Aston Villa
Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading sem bar sigurorð af Aston Villa á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag, 2-0. Það var miðjumaðurinn Steve Sidwell sem skoraði bæði mörk Reading, það fyrra á 16. mínútu en það síðara á 92 mínútu. Með sigrinum styrkir Reading stöðu sína í 6. sæti deildarinnar.

Eiður Smári ekki í hópnum hjá Barcelona
Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið skilinn eftir utan leikmannahópsins hjá Barcelona fyrir viðureign liðsins gegn Racing Santander í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Samkvæmt fréttum frá Spáni á Eiður Smári ekki við meiðsli eða veikindi að stríða - hann þarf einfaldlega að víkja fyrir Lionel Messi, sem er aftur orðinn leikfær eftir þriggja mánaða legu á hliðarlínunni vegna meiðsla.
Arsenal í samstarf við Colorado Rapids
Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal og bandaríska atvinnumannaliðið Colorado Rapids tilkynntu opinberlega í morgun að félögin hyggðust hefja samstarf sín á milli. Samstarfið felst í því að styrkja vörumerkið Arsenal í Bandaríkjunum ásamt því að liðin munu koma til með að skiptast á efnilegum leikmönnum.

Mikel var neyddur til að spila landsleikinn
Nígeríski miðjumaðurinn hjá Chelsea, John Obi Mikel, kveðst hafa neyðst til að spila fyrir landsliðið sitt sl. þriðjudag þegar Nígería mætti Ghana í vináttuleik. Ástæðan voru hótanir í garð fjölskyldu sinnar sem búsett er í Nígeríu. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hafði bannað Mikel að spila landsleikinn þar sem hann var lítillega meiddur.

Roeder ánægður með að hafa valið Martins
Glenn Roeder, knattspyrnustjóri Newcastle, kveðst alls ekki sjá eftir því að hafa keypt Obafemi Martins frá Nígeríu til félagsins í sumar, fremur en hollenska framherjann Dirk Kuyt sem fór stuttu síðar til Liverpool. Roeder segir að Martins hafi vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína.

Boston Celtics sett nýtt félagsmet
Boston Celtics setti nýtt félagsmet í NBA-deildinni í nótt með því að tapa 17. leik sínum í röð. Í þetta sinn steinlá liðið á heimavelli fyrir New Jersey, 92-78, þrátt fyrir að Paul Pierce, helsta stjarna liðsins, hafi spilað með liðinu á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt.
Öruggur sigur hjá Gummersbach
Íslendingaliðið Gummersbach komst upp að hlið Flensburg og Kiel á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir öruggan sigur á Wilhelmshavener í kvöld, 39-26. Liðin þrjú hafa öll hlotið 31 stig en Gummersbach hefur leikið einum leik fleiri, eða alls 19 talsins.

Saviola vill helst fara til Ítalíu
Javier Saviola, félaga Eiðs Smára Guðjohsen hjá Barcelona, langar mest að fara til Ítalíu fari svo að spænska félagið bjóði honum ekki nýjan samning eftir núverandi tímabil. Saviola kveðst aldrei munu svíkja Barcelona með því að ganga til liðs við Real Madrid en hann útilokar ekki að vera áfram hjá Barca.

Benitez og Fabregas menn mánaðarins í Englandi
Rafael Benitez hjá Liverpool hefur verið valinn þjálfari mánaðarins og Cesc Fabregas hjá Arsenal leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni en greint var frá þessum tíðindum nú undir kvöld.

Wenger: Landsleikir eru leiðinlegir
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að landsleikir í fótbolta séu hundleiðinlegir nú á dögum. Ástæðan sé einföld; gæði félagsliða hafi aukist á síðustu árum en gæði landsliða hafi þvert á móti farið minnkandi.

Fimm leikja bann fyrir að hóta dómara lífláti
Aleksandar Rankovic, serbneskur leikmaður sem spilar með ADO Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að hafa hótað dómaranum Kevin Blom lífláti í leik gegn Grétari Rafni Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar þann 19. janúar síðastliðinn.

Dunga hefur mikið álit á Ronaldinho
Dunga, þjálfari brasilíska landsliðsins í fótbolta, segir að Ronaldinho sé vissulega í áætlunum sínum með liðið þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað nema einn leik fyrir þjóð sína frá HM í Þýskalandi síðasta sumar. Fjölmiðlar og almenningur í Brasilíu höfðu haft áhyggjur af því að Dunga og Ronaldinho ættu ekki samleið en þjálfarinn hefur nú vísað því algjörlega á bug.

Thorpe snýr ekki aftur í sundlaugina
Hinn ástralski Ian Thorpe segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé í þann mund að taka sundhettuna af hillunni og hefja keppni að nýju. Thorpe, einn sigursælasti sundmaður allra tíma, tilkynnti fyrir þremur mánuðum að hann væri hættur að keppa í sundi vegna þrátlátra meiðsla.

Getum ekki verið án stuðningsmannanna verið
Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan í ítalska boltanum, er ekki sammála yfirvöldum þar í landi sem fyrr í vikunni ákváðu að ákveðnir leikvangar fengju ekki að taka á móti áhorfendum í leikjum helgarinnar. Gattuso segir að leikmenn og stuðningsmenn geti ekki þrifist án hvors annars.

Ronaldo fer ekki fet
Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo er ekki á förum frá Man. Utd. í bráð, að því er knattspyrnustjórinn Alex Ferguson segir. Ferguson ræddi við fjölmiðla í morgun í þeim tilgangi að binda enda á þær sögusagnir sem bendla Ronaldo við sölu til Barcelona eða Real Madrid í sumar.

Fetar Zidane í fótspor Beckham?
Franski knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Zidedine Zidane er þessa stundina staddur í New York þar sem hann hefur meðal annars sótt NBA-leiki og tískusýningar – og vakið mikla athygli. Ýmsir fjölmiðlar í Bandaríkjunum gera að því skóna að Zidane hafi hitt forráðamenn bandaríska liðsins New York Red Bulls með mögulegan samning í huga.

Alex Ferguson: Gefið McLaren vinnufrið
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd, hefur hefur beðið fjölmiðla í Englandi að gefa landsliðsþjálfaranum Steve McLaren frið til að sinna starfi sínu. McLaren, sem hefur verið harðlega gagnrýndur eftir tap Englendinga gegn Spánverjum á miðvikudag, er fyrrum aðstoðarmaður Ferguson hjá Man. Utd.

Capello: Beckham hefur verið frábær
Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, segir að framkoma og metnaður David Beckham á æfingum Real Madrid síðustu vikur hafi sannfært sig um að enski miðjumaðurinn væri tilbúinn í slaginn með spænska liðinu. Capello segir Beckham hafa hagað sér eins og sannur fagmaður eftir að hafa verið tilkynnt um að hann myndi ekki spila meira í vetur.

Óvíst hvað Lampard gerir eftir tímabilið
Ummæli umboðsmanns Frank Lampard hjá Chelsea í morgun hafa ýtt undir þær sögusagnir að enski landsliðsmaðurinn kunni að vera á förum frá Englandsmeisturunum í sumar. Umboðsmaðurinn staðfestir að Lampard verði hjá Chelsea út leiktíðina en hvað taki við í sumar sé algjörlega óráðið.

Hannes lætur þjálfara sinn heyra það
Íslenski landsliðsmaðurinn Hannes Sigurðsson lætur nýjan þjálfara sinn Tom Kolhert fá það óþvegið í viðtali við danska Expressen í morgun. Sem kunnugt er hefur Kolhert tilkynnt Hannesi að hann muni ekki spila undir sinni stjórn og sagt honum að leita sér að nýju liði. Hannes sakar Kolhert um algjör virðingarleysi.

Beckham verður með Real á morgun
David Beckham hefur verið kallaður aftur inn í leikmannahóp Real Madrid fyrir leikinn gegn Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Gengi Real hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og hefur þjálfarinn Fabio Capello nú látið undan gríðarlegum þrýstingi um að gefa Beckham tækifæri á ný.

Landis ver ekki titilinn
Floyd Landis sem sigraði í Frakklandshjólreiðunum á síðasta ári hefur tilkynnt að hann ætli ekki að taka þátt í næstu keppni. Landis var sakaður um að hafa notað árangursbætandi lyf í keppninni síðast og lyfjaprófanir voru allar á þann veg.

Colts unnu ofurskálina
Indianapolis Colts unnu ofurskálina í úrslitaleik bandarísku ruðningsdeildarinnar í gær. Þeir báru sigurorð af Chicago Bears 29-17. Leikurinn um ofurskálina eða „superbowl" er einn allrastærsti sjónvarps- og íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum en talið er að fylgst hafi verið með leiknum á hátt í 50 milljón bandarískum heimilum. Poppstjarnan Prince sá um skemmtunina í hálfleik og þótti standa sig vel.

Indianapolis Colts sigraði í Superbowl
Indianapolis Colts sigraði Chicago Bears 29-17 í nótt í 41. úrslitaleiknum í NFL deildinni, Superbowl. Chicago komst í 14-6 í leiknum sem spilaður var við erfið skilyrði á Flórída í ausandi rigningu, en Peyton Manning og félagar hristu af sér slenið og unnu verðskuldaðan sigur í leik margra mistaka.

Superbowl á morgun
Stærsti viðburður bandaríska íþróttaársins er á morgun þegar 41. Superbowl-leikurinn fer fram í Flórída. Liðin sem mætast eru Indianapolis Colts og Chicago Bears. Liðin hafa hvorugt komist í úrslitaleikinn í áratugi, Bears léku síðast Superbowl-leik fyrir meira en 20 árum en Colts, sem þá hétu Baltimore Colts, léku síðast Superbowl-leik fyrir 36 árum.