Íþróttir

Fréttamynd

Aftur frestun vegna leka

Ekkert varð af leik Þórs og KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta sem átti að fara fram í gærkvöld vegna leka á þaki íþróttahallarinnar á Akureyri. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem að fresta þarf leik norðan heiða vegna leka í íþróttahúsi en í síðustu viku fóru leikmenn Keflavíkur í fýluferð til Egilsstaða þar sem leikurinn gat ekki farið fram vegna vatnlags á gólfi íþróttahússins.

Sport
Fréttamynd

Arsenal vildi mig ekki

Patrick Vieira, leikmaður Juventus á Ítalíu, er harðorður í garð síns gamla félags Arsenal í nýútkominni ævisögu sinni en hann segir að liðið hafi ekki viljað hafa sig áfram.

Sport
Fréttamynd

Úr leik þrátt fyrir sigur

"Ég er stoltur af strákunum og nú kom baráttan sem býr í þessu liði bærlega í ljós," sagði Óskar Bjarni Óskarson þjálfari Vals við Fréttablaðið eftir 24-22 sigur Valsmanna á Skövde í Laugardalshöllinni í gær en Svíarnir unnu samtals með fimm mörkum. Mikil stemmning var í Höllinni en bæði Valsmenn og Svíar fjölmenntu á pallana og skemmtu sér konunglega.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík með fullt hús stiga

Fimm leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar eru enn með fullt hús stiga eftir 6 leiki með 11 stiga útisigri á ÍR, 70-81. Í Stykkishólmi fóru heimamenn í Snæfelli hamförum og völtuðu yfir Fjölni með 36 stiga sigri, 130-94. Í Hverargerði steinlágu heimamenn í Hamri/Selfossi fyrir Skallagrími, 75-109 og í Grindavík unnu heimamenn 108-70 sigur á Hetti.

Sport
Fréttamynd

Arsenal hafði ekki nógu mikinn áhuga

Patrick Vieira miðjumaður Juventus á Ítalíu segir í nýútkominni ævisögu sinni að áhugaleysi Arsenal á að hafa sig áfram, hafi verið þess valdandi að hann yfirgaf félagið í sumar. Vieira segir að það hafi verið orð varastjórnarformanns Arsenal, David Dean, sem hröktu hann til Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Haukar úr leik í Evrópu

Haukar eru úr leik í Evrópukeppninni í handbolta í ár. Þeim mistókst að ná þriðja sæti síns riðils þegar þeir töpuðu fyrir ítalska liðinu Torggler Meran, 31-27 í Ítalíu í Meistaradeildinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 17-12 fyrir ítalska liðið.

Sport
Fréttamynd

Valsmenn úr leik

Valsmenn er úr leik í EHF-keppni karla í handbolta þrátt fyrir tveggja marka sigur á sænska liðið Skövde í Laugardalshöll í dag, 24-22. Þetta var síðari leikur liðanna en Svíarnir unnu fyrri leikinn ytra um síðustu helgi 35-28. Baldvin Þorsteinsson og Mohamed Loutoufi voru markahæstir Valsmanna í dag með 5 mörk hvor. Pálmar Pétursson markvörður Vals varði 19 skot í leiknum í dag.

Sport
Fréttamynd

Slakið á væntingunum!

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea og enska landsliðsins í fótbolta er jarðbundinn þrátt fyrir glæstan 2-3 sigur Englendinga á Argentínu í vináttulandsleik í gær. Hann sendir Bretum skýr skilaboð í dag en þar í landi á almenningur til að líta frekar stórt á landsliðið sitt á stundum.

Sport
Fréttamynd

Leik Þórs og KR frestað vegna leka

Leik Þórs Akureyri og KR sem fram átti að fara í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta hefur verið frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Akureyri. Leikurinn hefur verið settur á á þriðjudagskvöldið 15. nóvember nk. kl. 19:15. Fimm leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur 3 höggum frá því að komast áfram

Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 98.-106. sæti og er úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem lauk á San Roque vellinum á Spáni nú undir kvöldið. Birgir lauk keppni um hádegisbil á samtals 12 yfir pari en aðeins munaði þó þremur höggum frá því að hann kæmist áfram.

Sport
Fréttamynd

Molde sigraði Moss

Molde sigraði Moss 3-2 á útivelli í fyrri leik liðanna um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Síðari leikur liðanna fer fram á heimavelli Molde um næstu helgi. Molde varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar sem lauk fyrir hálfum mánuði og Moss í 3. sæti 1. deildar.

Sport
Fréttamynd

Spánn, Tékkland og Sviss í góðum málum

Spánn, Tékkland og Sviss eru í góðum málum eftir fyrri viðureignir sínar í umspili um laus sæti á HM2006 í knattspyrnu. Landsliðsþjálfari Tyrkja, Fatih Terim, mætti ekki á fréttamannafundinn eftir leikinn gegn Sviss en hann heldur því fram að öryggisvörður hafi meinað honum aðgöngu að fundarsalnum.

Sport
Fréttamynd

Leitar að varamanni fyrir Ívar

Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading sem Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson leika með hyggst leita að varaskífu fyrir Ívar nú á meðan hlé stendur yfir í deildum vegna landsleikja. Á stuðningsmannasíðu Reading segir að Coppell hafi augastað á Sam Sodje hjá Brentford sem á að vera til staðar ef Ívar eða félagi hans í miðverðinum, Ibrahima Sonko, skyldu meiðast.

Sport
Fréttamynd

Ísland mætir Hollandi í apríl

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun leika vináttulandsleik gegn Hollendingum ytra 12. apríl næstkomandi. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir leiki í undankeppni HM kvenna í maí og júní 2006.

Sport
Fréttamynd

Eiður og Duff á klakanum

Vísir.is hefur óstaðfestar heimildir fyrir því að Eiður Smári Guðjohnsen og Damien Duff, leikmenn Chelsea, séu nú staddir í Reykjavík. Ekki er vitað hvort fleiri leikmenn Chelsea séu staddir á landinu með Eiði en þeir félagar munu samkvæmt okkar heimildum hafa í hyggju að vera viðstaddir Galafrumsýningu í kvöld á nýju Eli Roth og Quentin Tarantino kvikmyndinni Hostel, sem Íslendingurinn Eyþór Guðjónsson leikur aðalhlutverkið í.

Sport
Fréttamynd

KR-FH í 1. umferð

Íslandsmeistarar FH heimsækja KR í Frostaskjól í 1. umferð Landsbankadeildar karla næsta sumar en dregið var í töfluröð landsleilda 2006 nú í dag. Í 1. umferð Landsbankadeildar kvenna hefja Blikastúlkur titilvörn sína með því að leika við KR.

Sport
Fréttamynd

Svíar og S-Kórea skildu jöfn

Svíar náðu jafntefli gegn Suður Kóreu, 2-2 í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Kóreu í morgun. Svíar léku án fyrirliðans Olaf Melberg og sóknartríósins Henrik Larsson, Freddie Ljundberg og Zlatan Ibrahimovich.

Sport
Fréttamynd

Búningsherbergi Man Utd hlerað

Komið hefur í ljós að hlerunartæki var komið fyrir í búningsherbergi Manchester United á heimavelli liðsins, Old Trafford fyrir leik liðsins gegn Chelsea um síðustu helgi. Félagið hefur hafið innanhússrannsókn á því hvernig hlerunartækinu var komið fyrir og munu kalla til lögreglu ef þörf krefur.

Sport
Fréttamynd

Fjölmiðlamenn ráku þjálfara

Ólafur Jóhannesson þjálfari Íslandsmeistara FH í knattspyrnu karla segir að ýmsir blaðamenn hafi óbeint með skrifum sínum rekið knattspyrnuþjálfara úr störfum sínum í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta sagði Ólafur í ræðu á formannafundi allra aðildarfélaga KSÍ sem fram fór á Hótel Nordica í morgun.

Sport
Fréttamynd

Dregið í töfluraðir í dag

Í dag kl. 13 verður dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2006 í fótbolta en þá skýrist hvaða félög mætast í einstökum umferðum viðkomandi móts. Drátturinn er fyrir Landsbankadeild karla, Landsbankadeild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla og fer hann fram á Hótel Nordica. Niðurstöður dráttarins ættu að liggja fyrir um miðjan daginn í dag.

Sport
Fréttamynd

Alfreð tekur við 2007

Velimir Kljaic hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið Gummersbach til ársins 2007 en hann hefur verið að standa sig vel með liðið í vetur. Með liðinu leika íslensku landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson.

Sport
Fréttamynd

Stefnir á endurkomu í næstu viku

Varnarmaðurinn Gary Neville hjá Manchester United stefnir á að snúa aftur til keppni með liðinu í æfingaleik gegn utandeildarliðinu Burton Albion í næstu viku. Hinn þrítugi Neville hefur verið frá keppni vegna kviðslits síðan í ágúst. Leikurinn verður sérstakur viðhafnarleikur í tilefni af opnun nýs leikvangs hjá Albion liðinu.

Sport
Fréttamynd

Tveir leikir á dagskrá í kvöld

Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir tekur á móti Selfossi í Árbænum og í Kaplakrika taka FHingar á móti ÍR. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar toppa á réttum tíma

Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja, segir að liðið muni toppa á réttum tíma og hefur engar áhyggjur af því liðið hafi ekki unnið stórþjóð í síðustu fimmtán landsleikjum.

Sport
Fréttamynd

Lampard bestur í október

Miðjumaðurinn Frank Lampard hjá Chelsea var í dag útnefndur leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, eftir að hann skoraði sex mörk í fjórum leikjum Chelsea í október, þar sem Chelsea náði í níu stig af tólf mögulegum.

Sport
Fréttamynd

Jewell aftur kjörinn stjóri mánaðarins

Paul Jewell, stjóri nýliða Wigan í ensku úrvalsdeildinni, var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins annan mánuðinn í röð. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur og hálft ár sem sami stjóri fær þennan heiður tvisvar í röð.

Sport
Fréttamynd

Solberg enn í fyrsta sætinu

Norski rallkappinn Petter Solberg á Subaru heldur enn forystu í Ástralíurallinu eftir annan dag keppninnar, sem klárast um helgina. Gamla kempan Colin McRae er kominn í þriðja sætið, eftir að Marcus Grönholm féll úr leik eftir að hafa ekið útaf eins og heimsmeistarinn Sebastien Loeb. Solberg hefur 46 sekúndu forskot á McRae.

Sport
Fréttamynd

Lék á þremur yfir pari í dag

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi á þremur höggum yfir pari í dag og er því samtals á fimm höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina. Birgir er í 84.-97. sæti á mótinu sem fer fram á Spáni, en aðeins þrjátíu fyrstu kylfingarnir komast á Evrópumótaröðina á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Byrjunarliðið liggur nokkuð ljóst fyrir

Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins, hefur gefið sterkar vísbendingar um það hvernig hann mun stilla byrjunarliði sínu upp í æfingaleiknum við Argentínu í Genf á morgun.

Sport
Fréttamynd

Einbeitir sér að því að spila á Spáni

Framherjinn ungi Fernando Torres hjá Atletico Madrid segist upp með sér yfir áhuga Arsenal á að fá sig í sínar raðir, en tekur fram að það eina sem hann sé að hugsa um í augnablikinu sé að spila með félagsliði sínu og landsliði.

Sport