Búningsherbergi Man Utd hlerað 12. nóvember 2005 14:05 MYND/The Sun. Spólurnar sem bárust til blaðsins. Komið hefur í ljós að hlerunartæki var komið fyrir í búningsherbergi Manchester United á heimavelli liðsins, Old Trafford fyrir leik liðsins gegn Chelsea um síðustu helgi. Félagið hefur hafið innanhússrannsókn á því hvernig hlerunartækinu var komið fyrir og munu kalla til lögreglu ef þörf krefur. Götublaðinu The Sun bárust upptökurnar frá millilið en mjög svo óvænt þá ákvað ritstjórn blaðsins að afhenda þær til Manchester United. "Við erum blaðinu þakklátir fyrir að vekja athygli okkar á þessu öryggisrofi. Við höfum sett af stað okkar eigin rannsókn og munum kalla til lögreglu ef nauðsyn krefur." sagði Phil Townsend, upplýsingafulltrúi Man Utd. Einhver óprúttinn aðili náði að koma hlerunartækinu fyrir inni í búningsherberginu en um er að ræða lítinn útvarpssendi. Þessi aðili sat svo í hæfilegri fjarlægð með útvarpstæki og tók upp yfir tvo klukkutíma af efni. Þar má heyra hvað Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man Utd segir við leikmenn sína fyrir leik, í hálfleik og eftir leik þar sem einnig má heyra fagnaðarlæti leikmanna eftir 1-0 sigurinn á Chelsea. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand heyrist segja að þessi sigur ætti að þagga niður í gagnrýniröddum. Rio hrósaði svo Paul Scholes fyrir frammistöðu sína í leiknum og spurði hann hvað hann ætlaði að gera um kvöldið. Sir Alex heyrist gefa Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy skilaboð um að bæta leik sinn og sagði leikmönnum að hafa sérstakar gætur á Claude Makelele og dekka hann stíft.Von á fleiri upptökum The Sun segir að milliliðurinn sem færði þeim upptökurnar hefði þau skilaboð frá "hópnum" sem ber ábyrgð á upptökunum að búast megi við fleiri slíkum upptökum. Hópurinn kvaðst ætla að koma einnig fyrir hlerunarbúnaði í búningsherbergi Chelsea fyrir næsta heimaleik sinn á Stamford Bridge. Komi eitthvað krassandi þar fram muni þær upptökur vera falar fyrir tugi þúsunda punda. Það er því ljóst að úrvalsdeildarfélögin í Englandi verða á nálum fyrir næstu heimaleiki sína fyrst von er á því að herlunarbúnaður geti leynst inni í búningsherbergjum þeirra. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira
Komið hefur í ljós að hlerunartæki var komið fyrir í búningsherbergi Manchester United á heimavelli liðsins, Old Trafford fyrir leik liðsins gegn Chelsea um síðustu helgi. Félagið hefur hafið innanhússrannsókn á því hvernig hlerunartækinu var komið fyrir og munu kalla til lögreglu ef þörf krefur. Götublaðinu The Sun bárust upptökurnar frá millilið en mjög svo óvænt þá ákvað ritstjórn blaðsins að afhenda þær til Manchester United. "Við erum blaðinu þakklátir fyrir að vekja athygli okkar á þessu öryggisrofi. Við höfum sett af stað okkar eigin rannsókn og munum kalla til lögreglu ef nauðsyn krefur." sagði Phil Townsend, upplýsingafulltrúi Man Utd. Einhver óprúttinn aðili náði að koma hlerunartækinu fyrir inni í búningsherberginu en um er að ræða lítinn útvarpssendi. Þessi aðili sat svo í hæfilegri fjarlægð með útvarpstæki og tók upp yfir tvo klukkutíma af efni. Þar má heyra hvað Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man Utd segir við leikmenn sína fyrir leik, í hálfleik og eftir leik þar sem einnig má heyra fagnaðarlæti leikmanna eftir 1-0 sigurinn á Chelsea. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand heyrist segja að þessi sigur ætti að þagga niður í gagnrýniröddum. Rio hrósaði svo Paul Scholes fyrir frammistöðu sína í leiknum og spurði hann hvað hann ætlaði að gera um kvöldið. Sir Alex heyrist gefa Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy skilaboð um að bæta leik sinn og sagði leikmönnum að hafa sérstakar gætur á Claude Makelele og dekka hann stíft.Von á fleiri upptökum The Sun segir að milliliðurinn sem færði þeim upptökurnar hefði þau skilaboð frá "hópnum" sem ber ábyrgð á upptökunum að búast megi við fleiri slíkum upptökum. Hópurinn kvaðst ætla að koma einnig fyrir hlerunarbúnaði í búningsherbergi Chelsea fyrir næsta heimaleik sinn á Stamford Bridge. Komi eitthvað krassandi þar fram muni þær upptökur vera falar fyrir tugi þúsunda punda. Það er því ljóst að úrvalsdeildarfélögin í Englandi verða á nálum fyrir næstu heimaleiki sína fyrst von er á því að herlunarbúnaður geti leynst inni í búningsherbergjum þeirra.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira