Ástin og lífið

Drengurinn skal heita Ezra
Athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og breski hermaðurinn Ryan Amor hafa nefnt litla drenginn sem þau eignuðust í lok janúar. Hann heitir Ezra Antony Amor.

„Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“
Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna lýsir ástandi sínu eftir þrefalt kjálkabrot í nýju myndbandi. Hann ætlar ekki í fýlu, benda á sökudólga eða horfa í baksýnisspegilinn. Hann verði kominn á svið aftur áður en fólk veit af.

„Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“
„Það fór að birta til undir lok lyfjameðferðarinnar þar sem sólin var ætíð hærra á lofti, dag frá degi og þá vissi ég að það væri stutt í mark,“ segir Pétur Steinar Jóhannsson en hann var einungis 23 ára þegar hann greindist með Hodgkins lymphoma – eitilfrumukrabbamein á 2. stigi.

Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi
„Fyrst þegar við vissum að þetta væri krabbamein fengum við bæði áfall og það var ekki fyrr en ég fór að vinna í mínum málum einu og hálfu ári eftir lyfjameðferð að það fór að birta til hjá mér,“ segir Aron Bjarnason en hann og Dagbjört eiginkonan hans voru bæði 31 árs þegar hún greindist með eggjastokkakrabbamein í lok árs 2021.

Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði
Katrín Oddsdóttir lögmaður og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir tónlistar- og útvarpskona eiga von á barni. Þetta tilkynna þær í einlægri færslu á samfélagsmiðlum.

Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ
Anný Rós Guðmundsdóttir öldrunarlæknir og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson fasteignasali hjá Eignamiðlun hafa fest kaup á einbýlishúsi við Markarflöt í Garðabæ. Parið opinberaði samband sitt á samfélagsmiðlum um áramótin og virðist lífið leika við þau.

Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði
Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari kjálkabrotnaði illa eftir að hann féll í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Hann segir ástæðuna fyrir yfirliðinu mega rekja til hjartagalla en hann hefur verið á hjartalyfjum síðustu þrjú ár. Páll Óskar gefur í dag út nýtt lag, tekur meiðslunum af æðruleysi og ætlar að vera kominn aftur á svið eftir örfáa mánuði.

Dagur og Ingunn hætt saman
Dagur Sigurðsson, handboltagoðsögn og þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta, og Ingunn Sigurpálsdóttir markaðsfulltrúi Bpro eru hætt saman eftir tveggja ára samband.

Tanja Ýr eignaðist dreng
Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og breski hermaðurinn Ryan Amor hafa eignast þeirra fyrsta barn. Tanja Ýr fæddi dreng þann 23. janúar og segir að hún og Ryan gætu ekki verið heppnari.

Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár
Fjölmiðlakonan Þórdís Valsdóttir setti sér það markmið að hreyfa sig í að minnsta kosti 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár og missti aldrei úr dag.

Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn
Stjörnur landsins nutu þessarar síðustu helgi janúarmánaðar til hins ýtrasta eins og þeim einum er lagið. Bóndadagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag og sendu fjölmargir Íslendingar fallegar kveðjur á bændur í lífi þeirra í tilefni dagsins. Þá slettu fjölmargir úr klaufunum á þorrablóti á meðan aðrir böðuðu sig í sólinni á erlendri grundu.

Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar
Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaður og rithöfundur er orðinn óhræddur við að kveikja á útvarpinu í bílnum. Hann fékk bílpróf fyrir rúmum þremur árum síðan, segist vera afleitur ökumaður og keyrði lengi vel í þögninni einni. Vinnufélagi segir hann hafa stórbætt sig frá því hann hafi varla þorað að keyra út úr Vesturbæ Reykjavíkur.

Svala slær sér upp
Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir virðist vera komin á fast. Nýja parið snæddi saman kvöldverð á veitingastaðnum Fjallkonunni í gærkvöldi.

Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins
Sjö árum eftir að fyrsti þáttur fór í loftið er Helgi Ómarsson hættur með Helgaspjallið, hlaðvarpsþætti sem hafa verið meðal vinsælustu hlaðvarpa landsins. Helgi segist oft hafa íhugað að hætta með þættina en aldrei látið verða af því fyrr en nú. Það hafi verið líkt og ákvörðunin hafi verið tekin af einhverjum öðrum en honum sjálfum en Helgi segist ganga sáttur frá borði og viðbrögðin hafa verið yfirþyrmandi.

Bellingham kominn með bandaríska kærustu
Enski fótboltamaðurinn Jude Bellingham virðist vera kominn með nýja kærustu, bandarískan áhrifavald Ashlyn Castro að nafni, sem er sex árum eldri en kappinn.

Fann ástina og setur íbúðina á sölu
Athafnakonan Kittý Johansen hefur sett íbúð sína við Hallakur í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 117 fermetra eign í þriggja hæða fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2007. Ásett verð er 89,9 milljónir.

Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn
Bóndadagurinn er á morgun, föstudaginn 24. janúar og nú er heldur betur stutt í hann. Á þessum degi er hefð fyrir því að gleðja og dekra við bóndann á heimilinu með einum eða öðrum hætti. Hér að neðan finnur þú hugmyndir að notalegum samverustundum og sem ættu að gleðja ástina þína, það er ekki seinna vænna að fara að velta þessu fyrir sér!

Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna
Hundar tónlistarmannanna og bræðranna Friðriks Dórs Jónssonar og Jóns Jónssonar, sem bættust við fjölskyldur þeirra um jólin, hafa verið nefndir Nóra og Prins. Hundarnir eru báðir af tegundinni Havanese, sem hefur verið mjög vinsæl meðal fjölskyldufólks hér á landi á síðustu árum.

„Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“
Hjónin og listaparið Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman gengu í hjónaband við hátíðlega athöfn í Nesvík á Kjalarnesi þann 21. desember síðastliðinn í návist sinna nánustu. Blaðamaður ræddi við Ellen um ástina og stóra daginn.

Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman
Lífið virðist leika við kærustuparið, Freyju Haraldsdóttuir, baráttukonu og doktorsnema við menntavísindasvið Háskóla Íslands og David Agyenim Boateng, nemanda við Háskóla Íslands. Parið fagnaði árs sambandsafmæli sínu í byrjun október og er nú flutt inn saman

Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar
Heiðar Logi Elíasson, brimbrettakappi og smiður, og kærasta hans Anný Björk Arnardóttir eignuðust stúlku þann 18. desember síðastliðinn. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman.

„Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“
„Fólkið sem er í mínu lífi, ég dýrka að sjá því ganga vel, gera nýja hluti og sjá hvað þau eru að ná langt! Hvetur mann alltaf til að gera betur,“segir hin 39 ára útvarpskona, Kristín Ruth Jónsdóttir, spurð hvað veiti henni innblástur í lífinu.

Fimmtán árum fagnað í sólinni
Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, og eiginmaður hennar Ragnar Einarsson,forstöðumaður færsluhirðingar Landsbankans, fagna fimmtán ára sambandsafmæli sínu í dag.

Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene
Þorrablót, frumsýningar í leikhúsum og sólarlandaferðir. Allt er þetta eitthvað sem bregður fyrir í Stjörnulífinu á Vísi í þessari viku. Það var nóg um að vera líkt og myndir af samfélagsmiðlum bera með sér.

Ragna Sigurðardóttir á von á barni
Ragna Sigurðardóttir nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar á von á barni með manni sínum Árna Steini.

Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma
Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, eru í rómantísku fríi á Ítalíu. Parið eyddi fyrsta degi ferðalagsins í Flórens og eru nú komin til Rómaborgar þar sem þau drekka í sig ítalska menningu.

Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd
Dóttir Ernu Mistar Yamagata listakonu og Þorleifs Arnar Arnarssonar er nú fædd. Parið greinir frá því á Instagram í dag. „Bjóðum þessa fögru dömu velkomna í heiminn,“ segir Þorleifur við færsluna.

Nicola Sturgeon orðin einhleyp
Fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands Nicola Sturgeon er skilin við eiginmann sinn Peter Murrell. Þau höfðu verið par í tuttugu og tvö ár og hjón í fimmtán ár.

Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis
Vel fór á með leikkonunni Sofiu Vergara og ökuþórnum Lewis Hamilton á stefnumóti í New York á þriðjudag.

Sagði engum frá nema fjölskyldunni
Alexandra Helga Ívarsdóttir athafnakona og eiginkona Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns segist hafa fundið á sér að það væri eitthvað sem hún þyrfti að athuga þegar þau hjónin hugðu á barneignir. Alexandra segir skrítið að vera tilbúin í barneignir en upplifa það svo mánuð eftir mánuð að ekkert gerist.