Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 15:21 Ragnhildur og Hrefna, eigendur Auðnast, fjalla um sjö lykilþætti sem skipta máli bæði í leik og starfi. Getty Hvernig tekst sumum að halda ró þegar allt er á yfirsnúningi og jafnvel hafa jákvæð áhrif á aðra í kringum sig? Er hægt að læra þessa hæfni? Svörin liggja í færni sem hægt er að þjálfa, hæfni sem hefur áhrif á okkur sjálf og samskipti við aðra. Í nýjasta hlaðvarpsþætti Auðnast, sem ber heitið „Frá innri ró til ytri áhrifa“, ræða Ragnhildur Bjarkadóttir og Hrefna Hugosdóttir, eigendur Auðnast, sjö lykilþætti sem skipta máli bæði í leik og starfi. Þær fjalla um hvernig við getum þróað með okkur dýpri skilning á sjálfum okkur og byggt upp getu til að hafa raunveruleg áhrif í lífi okkar. „Þessir lykilþættir eru gjarnan nefndir soft skills, en í raun eru þetta kjarnaþættir sem móta hvernig við eigum samskipti, tökumst á við álag og breytingar í daglegu lífi,“ segir Hrefna. Ragnhildur segir þættina ekki vera tæknilega hæfileika heldur sálræna og félagslega þætti sem segja mikið til um hvernig við tengjumst öðrum, höfum áhrif og náum árangri í samskiptum. „Þeir verða til innra með okkur í því hvernig við skiljum okkur sjálf, hugsum og bregðumst við og endurspeglast síðan í samskiptum okkar. Þetta eru hlutir sem þarf að þjálfa. Þetta er ekki eitthvað sem fólk fæðist með, það þarf einfaldlega að æfa sig,“ segir hún. Ragnhildur og Hrefna eru eigendur Auðnast. Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Sjálfsstjórn: Hæfni til að staldra við þegar tilfinningar ráða ríkjum og taka meðvitaða ákvörðun um næstu skref. Mikilvægur þáttur í að draga úr samskiptavanda á vinnustað. „Ef þú nærð að halda kúlinu án þess að fara í vörn þá róast rýmið, þá róast í raun og veru umhverfi þitt og þið náið jafnvel að sigla úr tilfinningalega uppnáminu í rökréttu þættina,“ segir Ragnhildur sem dæmi. Þrautseigja: Að halda áfram þrátt fyrir áskoranir, vaxa í verkefnum og treysta eigin getu með sveigjanleika í hugsun. Dómgreind: Hæfni til að sjá heildarmyndina og greina á milli mikilvægra og minna mikilvægra þátta. Skapar traust í bæði leiðtogahlutverki og samstarfi. Stefnumiðuð aðlögunarhæfni: Að geta brugðist við breytingum á markvissan hátt á meðan staðið er vörð um eigin gildi. Mikilvæg hæfni á síbreytilegum vinnumarkaði. Áhrifarík samskipti: Að hlusta, skilja og samþætta ólík sjónarmið. Kunnátta í uppbyggilegri lausn ágreinings er lykilatriði. Sannfæringarkraftur: Að hafa orð og gjörðir í samræmi við eigin gildi skapar trúverðugleika og áhrif í umhverfinu. Persónutöfrar: Skapa nærveru sem byggir á öryggi og virðingu, sem gerir aðra örugga og velkomna í kringum sig. „Hvernig líður fólki í kringum mig? Er fólk að upplifa það að ég sé að hlusta á það, að ég sjái það og er ég skapa þannig nærveru að fólk upplifi sig öruggt?“ Kjarni leiðtogahlutverks Hrefna dregur þetta saman og segir umrædda þætti fela í sér ákveðið þroskaferli: „Frá því að þróa innri ró og seiglu, yfir í dómgreind og aðlögunarhæfni, og svo að ytri þáttum eins og áhrifum í samskiptum og hæfni til að leiða aðra, er þetta í raun og veru þroskaferli. Þetta er kjarni alls leiðtogahlutverks. Ef þú velur að hugsa um það, hverjir hafa verið leiðtogar í kringum þig? Það er líklega fólk sem sýnir þessa eiginleika.“ „Við þurfum ekki að vera ráðin í ákveðið hlutverk – þetta snýst ekki um titilinn leiðtogi.“ Ragnhildur tekur undir orð Hrefnu: „Eigum við ekki öll að finna leiðtogann í okkur? Þó að við viljum ekki vera leiðtogar fyrir aðra, getum við verið leiðtogar fyrir okkur sjálf.“ Fróðleikur og persónuleg reynsla Auðnast sinnir ýmist ráðgjöf innan fyrirtækja eða persónulegri handleiðslu og halda þær Ragnhildur og Hrefna úti hlaðvarpinu Auðnast þar sem þær fara yfir viðfangsefni sem tengjast þeirra daglegu störfum. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan: Heilsa Hlaðvörp Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
Í nýjasta hlaðvarpsþætti Auðnast, sem ber heitið „Frá innri ró til ytri áhrifa“, ræða Ragnhildur Bjarkadóttir og Hrefna Hugosdóttir, eigendur Auðnast, sjö lykilþætti sem skipta máli bæði í leik og starfi. Þær fjalla um hvernig við getum þróað með okkur dýpri skilning á sjálfum okkur og byggt upp getu til að hafa raunveruleg áhrif í lífi okkar. „Þessir lykilþættir eru gjarnan nefndir soft skills, en í raun eru þetta kjarnaþættir sem móta hvernig við eigum samskipti, tökumst á við álag og breytingar í daglegu lífi,“ segir Hrefna. Ragnhildur segir þættina ekki vera tæknilega hæfileika heldur sálræna og félagslega þætti sem segja mikið til um hvernig við tengjumst öðrum, höfum áhrif og náum árangri í samskiptum. „Þeir verða til innra með okkur í því hvernig við skiljum okkur sjálf, hugsum og bregðumst við og endurspeglast síðan í samskiptum okkar. Þetta eru hlutir sem þarf að þjálfa. Þetta er ekki eitthvað sem fólk fæðist með, það þarf einfaldlega að æfa sig,“ segir hún. Ragnhildur og Hrefna eru eigendur Auðnast. Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Sjálfsstjórn: Hæfni til að staldra við þegar tilfinningar ráða ríkjum og taka meðvitaða ákvörðun um næstu skref. Mikilvægur þáttur í að draga úr samskiptavanda á vinnustað. „Ef þú nærð að halda kúlinu án þess að fara í vörn þá róast rýmið, þá róast í raun og veru umhverfi þitt og þið náið jafnvel að sigla úr tilfinningalega uppnáminu í rökréttu þættina,“ segir Ragnhildur sem dæmi. Þrautseigja: Að halda áfram þrátt fyrir áskoranir, vaxa í verkefnum og treysta eigin getu með sveigjanleika í hugsun. Dómgreind: Hæfni til að sjá heildarmyndina og greina á milli mikilvægra og minna mikilvægra þátta. Skapar traust í bæði leiðtogahlutverki og samstarfi. Stefnumiðuð aðlögunarhæfni: Að geta brugðist við breytingum á markvissan hátt á meðan staðið er vörð um eigin gildi. Mikilvæg hæfni á síbreytilegum vinnumarkaði. Áhrifarík samskipti: Að hlusta, skilja og samþætta ólík sjónarmið. Kunnátta í uppbyggilegri lausn ágreinings er lykilatriði. Sannfæringarkraftur: Að hafa orð og gjörðir í samræmi við eigin gildi skapar trúverðugleika og áhrif í umhverfinu. Persónutöfrar: Skapa nærveru sem byggir á öryggi og virðingu, sem gerir aðra örugga og velkomna í kringum sig. „Hvernig líður fólki í kringum mig? Er fólk að upplifa það að ég sé að hlusta á það, að ég sjái það og er ég skapa þannig nærveru að fólk upplifi sig öruggt?“ Kjarni leiðtogahlutverks Hrefna dregur þetta saman og segir umrædda þætti fela í sér ákveðið þroskaferli: „Frá því að þróa innri ró og seiglu, yfir í dómgreind og aðlögunarhæfni, og svo að ytri þáttum eins og áhrifum í samskiptum og hæfni til að leiða aðra, er þetta í raun og veru þroskaferli. Þetta er kjarni alls leiðtogahlutverks. Ef þú velur að hugsa um það, hverjir hafa verið leiðtogar í kringum þig? Það er líklega fólk sem sýnir þessa eiginleika.“ „Við þurfum ekki að vera ráðin í ákveðið hlutverk – þetta snýst ekki um titilinn leiðtogi.“ Ragnhildur tekur undir orð Hrefnu: „Eigum við ekki öll að finna leiðtogann í okkur? Þó að við viljum ekki vera leiðtogar fyrir aðra, getum við verið leiðtogar fyrir okkur sjálf.“ Fróðleikur og persónuleg reynsla Auðnast sinnir ýmist ráðgjöf innan fyrirtækja eða persónulegri handleiðslu og halda þær Ragnhildur og Hrefna úti hlaðvarpinu Auðnast þar sem þær fara yfir viðfangsefni sem tengjast þeirra daglegu störfum. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan:
Heilsa Hlaðvörp Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira