Ástin og lífið

Fréttamynd

„Sjálfs­traustið er besti fylgihluturinn“

Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hlær að sögu­sögnunum um eigin ó­léttu í Eyja­hafi

Una Sighvatsdóttir sérfræðingur embættis forseta Íslands fagnaði 39 ára afmæli á Santorini í Grikklandi. Hún segir afmælisárið hafa rammast kaldhæðnislega inn, hafist með því að hún hafi hætt við að gefa sjálfri sér eggheimtu-og frystingu í 38 ára afmælisgjöf og endað þannig að henni hafi borist sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ um að hún væri ólétt.

Lífið
Fréttamynd

Arna Ýr fæddi þriðja barnið í stofunni heima

Arna Ýr Jóns­dótt­ir feg­urðardrottn­ing og hjúkrunarfræðinemi og Vign­ir Þór Bolla­son kírópraktor eignuðust dóttur 3. apríl síðastliðinn. Fæðingin var heimafæðing og kom stúlkan í heiminn í uppblásinni sundlaug heima í stofu. Um er að ræða þriðja barn parsins. 

Lífið
Fréttamynd

Frá­bær til­finning að geta verið fyrir­mynd

„Ég get ekki skilið þetta hatur sem sumir þurfa bara að gefa frá sér á samfélagsmiðlum. En ég tek þessu alls ekki persónulega, ég bara eyði þessu eða blokka þetta,“ segir Laurasif Nora Andrésdóttir. 

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta fjölskyldufrí Enoks og Birgittu með snáðann

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, og Enok Vatnar Jónsson athafnamaður nutu lífsins á Spáni yfir páskana. Um var að ræða fyrsta fjölskyldufrí parsins með litla stráknum þeirra sem fæddist í febrúar.

Lífið
Fréttamynd

Léttist um sjö kíló og fegin að hafa tekist það án megrunarlyfja

Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir líðan sína aldrei hafa verið betri síðan hún vatt kvæði sínu í kross í janúar og breytti algerlega um lífsstíl. Úr því að vera viðskiptavinur ársins í bakaríum landsins þá hætti hún að borða allan sykur og kolvetni og segir líkamlega og andlega heilsu sína aldrei hafa verið betri.

Lífið
Fréttamynd

Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum

Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum.

Lífið
Fréttamynd

„Kannski var ég ekki að pæla í algebru því mamma mín var að deyja“

„Ég bý við það óöryggi að ég held að enginn skilji mig,“ segir leikarinn Gunnar Smári Jóhannsson. Gunnar Smári er 31 árs gamall og hefur upplifað meira en flestir jafnaldrar hans. Sem barn missti hann báða foreldra sína sem og ömmu sína og afa og hefur hann tamið sér að ræða opinskátt um sorgina. 

Menning
Fréttamynd

„Tíu ár en enginn hringur“

Birta Líf Ólafsdóttir, markaðssérfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi, og Gunnar Patrik Sigurðsson fasteignasali kynntust í gegnum sameiginlega vini fyrir um tíu árum. Síðan þá hafa þau búið í Englandi, verið í fjarbúð og eignast saman eina dóttur, Emblu Líf þriggja ára.

Makamál
Fréttamynd

Kastast í kekki milli Carrag­her og kærastans

Óviðeigandi brandari Jamie Carragher um samband Kate Abdo og Malik Scott vakti athygli nýverið. Scott varaði Carragher við því að grínast með ástarlíf annarra. Netverjar telja sambandinu frekar standa ógn af Thierry Henry, öðrum kollega Abdo. Spurningin er, hvenær rýnir maður um of í hlutina, hvenær teygir maður sig of langt og hvenær byrjar maður að skálda?

Lífið
Fréttamynd

Vaknaði einn daginn og gat ekki notað hægri höndina

Daníel Már Pálsson atvinnupókerspilari vakti athygli á dögunum eftir að hann vann 26 milljónir íslenskra króna á stórmóti á Jeju Island í Suður-Kóreu á dögunum. Þetta er stærsti sig­ur Daní­els á pókermóti hingað til. Hann segir baráttuna við gigtina hafa mótað sig mest í lífinu.

Lífið
Fréttamynd

„Hæ, ég held að þú sért blóðfaðir minn“

Stærsti draumur Tori Lynn Gísladóttur rættist um síðustu jól. Þá voru hún og bandarískur blóðfaðir hennar sameinuð á ný, eftir fimmtán ára aðskilnað. Sagan þar á bak við er flókin og óvenjuleg – og á sama tíma hjartnæm og falleg.

Lífið
Fréttamynd

Fer­tug og frjó í flutningum

Katla Hreiðarsdóttir, eigandi hönnunarverslunarinnar Systur og makar, og Haukur Unnar Þorkelsson eiga von á sínu þriðja barni saman. Katla fagnar fertugsafmæli sínu í dag með því að tilkynna óléttuna. Auk þess festi parið kaup á fallegu einbýli í Hafnarfirði.

Lífið
Fréttamynd

„Sætasti gaur sem ég þekki“

Tónlistaparið Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason kynntust um verslunarmannahelgi árið 2015 á Sjallanum á Akureyri þar sem þau voru bæði að koma fram. Síðan þá hafa þau trúlofað sig, gengið í hjónaband og eignast saman tvö börn, þau Unu Lóu og Frosta.

Makamál
Fréttamynd

Ein­hleypir og eitursvalir

Vorið er blómatímabil fyrir einhleypa einstaklinga. Með hækkandi sól og opnum hug ættu lesendur Vísis sem eru í leit að rétta makanum að líta vel yfir eftirfarandi lista sem samanstendur af eitursvölum og einhleypum karlmönnum.

Lífið
Fréttamynd

Bað hennar við sól­setrið á 100 mánaða af­mælinu

Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós lýsir sjálfri sér sem miklum orkubolta og á erfitt með að sitja kyrr og bíða eftir tækifærunum. Hún lærði leiklist í Los Angeles og hefur frá útskrift verið að þróa þætti sem fara í loftið í næstu viku og heita Skvíz. Blaðamaður ræddi við Silju Rós um lífið, listina og ofur rómantískt bónorð.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tímamótavika hjá Bjögga Takefusa og Sól­veigu

Björgólfur Takefusa, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, og Sólveig Heimisdóttir viðskiptafræðingur eignuðust sitt fyrsta barn saman 14. mars síðastliðinn. Auk þess hefur Sólveig sett sjarmerandi eign sína í miðbæ Reykjavíkur á sölu.

Lífið
Fréttamynd

„Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum.

Innlent