Sveitarstjórnarmál

Fréttamynd

Bærinn sé ekki deild í Sjálfstæðisflokknum

Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er ósáttur við að hafa ekki verið boðaður á fund bæjaryfirvalda um Lyklafellslínu. Bæði bæjarfulltrúi og þingmaður frá Sjálfstæðisflokki sátu fund embættismanna bæjarins bæjarins með Landsneti.

Innlent
Fréttamynd

„Einu sinni pólitíkus, alltaf pólitíkus"

Miðflokkurinn mun bjóða fram lista víða um land í sveitastjórnarkosningunum að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem sótti fyrsta flokksráðsfund flokksins í dag. Borgarstjóraefnið Vigdís Hauksdóttir, segir markmiðið að ná að minnsta kosti fjórum borgarstjórnarfulltrúum.

Innlent
Fréttamynd

Á móti lækkun kosningaaldurs

"Við í Hveragerði teljum að líta verði á málið í heild sinni. Ef 16 ára börn eiga að mega kjósa, á þá lögræðisaldur ekki að vera 16 ár líka?“ segir Unnur Þormóðsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar.

Innlent
Fréttamynd

Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið

Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnir meirihlutann fyrir skort á aðhaldi í rekstri

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýnir meirihlutann í borgarstjórn fyrir að hafa ekki sýnt nægilegt aðhald í rekstrinum á kjörtímabilinu sem er að líða og segir hann Reykjavíkurborg vera með skuldugustu sveitarfélögum á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Borgarbúar refsa hrunflokkunum

Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Vilja mosku hjá Veðurstofunni

Félag múslima á Íslandi á í viðræðum við Reykjavíkurborg um byggingarlóð fyrir mosku. Í erindi til skipulagsfulltrúa leggur félagið til þrjár mögulegar lóðir. Helst vilja múslimar reisa moskuna á borgarlandi við Bústaðaveg vestan við hús Landsvirkjunar og Veðurstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Segja veggjöld óásættanleg

Bæjarstjórn Hveragerðis lýsir furðu sinni á því að í samgönguáætlun Alþingis sé ekki gert ráð fyrir framlagi til Suðurlandsvegar heldur eigi að horfa til aðkomu lífeyrissjóðanna. Komið hafi fram að arður lífeyrissjóðanna ætti að felast í veggjöldum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja veðsetja Vatnsmýrina

Vinna á nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík sem gerir ráð fyrir að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni fyrir byggingarlóðum.

Innlent
Fréttamynd

Í-listinn mælist með hreinan meirihluta

Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra, fær hreinan meirihluta bæjarfulltrúa á Ísafirði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar bókhaldsreglur blása út eigið fé sveitarfélaganna

Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga, hefur sent stjórn sambandsins harða gagnrýni á vinnubrögð reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga. Nefndin ákvað 9. apríl síðastliðinn að breyta reikningsskilareglum hvað varðar lóðir og lönd sveitarfélaga.

Innlent