Telur aðgerðir ríkis og sveitarfélaga ekki vinna saman Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. október 2020 12:39 Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka Vísir Aðalhagfræðingur Kviku banka segir fráleitt að sveitarfélög þurfi að skera niður fjárfestingu vegna meðan ríkið auki í. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur við sveitarfélögin í landinu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku gagnrýnir að sveitarfélögin eigi að haga sér á annan máta en ríkið nú á tímum efnahagssamdráttar en fram hefur komið að það vantar um 50 milljarða króna inní rekstur sveitarfélaga á þessu og næsta ári.Þá segir hún að það geti vantað 125-150 milljarða inní rekstur þeirra til ársins 2025 til að vinna upp þau áhrif sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft. Hún var gestur á Sprengisandi í morgun. „Þau í í rauninni beita sér öfugt á við ríkið og skera verulega niður þá sérstaklega í fjárfestingu. En þau hafa ekki verið illa rekin síðustu ár.“ segir kristrún. Ef ekki verði gripið til ráðstafana gæti rekstrarvandi sveitarfélaga breyst í skuldavanda. „Við verðum að horfa á sveitarfélögin í því samhengi að þau eru að lenda í ófyrirséðu áfalli sem engin annar sá og það er ekki heilbrigt að skapa þeim skuldavanda fram í tímann því það lendir á okkur öllum,“ segir hún. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur undir fjármál sveitarfélaga. „Ef það á að ýta sveitarfélögum til hliðar og láta þau skera niður fjárfestingu og skera niður í öðrum þjónustuliðum mun það vega á móti aðgerðum sem ríkissjóður er að fara í núna,“ segir Kristrún. Hún bendir á að Seðlabankinn geti komið að málum sveitarfélaga. „Einfaldara væri að Seðlabankinn myndi kaupa ríkisskuldabréf og ríkið taki skuldsetninguna á sig gegnum sveitarfélögin. Reyndar gæti komið upp sú staða að Seðlabankinn myndi kaupa sveitarfélagabréf en þá ertu bara að sækja vatnið yfir lækinn,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Aðalhagfræðingur Kviku banka segir fráleitt að sveitarfélög þurfi að skera niður fjárfestingu vegna meðan ríkið auki í. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur við sveitarfélögin í landinu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku gagnrýnir að sveitarfélögin eigi að haga sér á annan máta en ríkið nú á tímum efnahagssamdráttar en fram hefur komið að það vantar um 50 milljarða króna inní rekstur sveitarfélaga á þessu og næsta ári.Þá segir hún að það geti vantað 125-150 milljarða inní rekstur þeirra til ársins 2025 til að vinna upp þau áhrif sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft. Hún var gestur á Sprengisandi í morgun. „Þau í í rauninni beita sér öfugt á við ríkið og skera verulega niður þá sérstaklega í fjárfestingu. En þau hafa ekki verið illa rekin síðustu ár.“ segir kristrún. Ef ekki verði gripið til ráðstafana gæti rekstrarvandi sveitarfélaga breyst í skuldavanda. „Við verðum að horfa á sveitarfélögin í því samhengi að þau eru að lenda í ófyrirséðu áfalli sem engin annar sá og það er ekki heilbrigt að skapa þeim skuldavanda fram í tímann því það lendir á okkur öllum,“ segir hún. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur undir fjármál sveitarfélaga. „Ef það á að ýta sveitarfélögum til hliðar og láta þau skera niður fjárfestingu og skera niður í öðrum þjónustuliðum mun það vega á móti aðgerðum sem ríkissjóður er að fara í núna,“ segir Kristrún. Hún bendir á að Seðlabankinn geti komið að málum sveitarfélaga. „Einfaldara væri að Seðlabankinn myndi kaupa ríkisskuldabréf og ríkið taki skuldsetninguna á sig gegnum sveitarfélögin. Reyndar gæti komið upp sú staða að Seðlabankinn myndi kaupa sveitarfélagabréf en þá ertu bara að sækja vatnið yfir lækinn,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira