Hver hleypti úlfinum inn? Bragi Þór Thoroddsen skrifar 24. nóvember 2020 19:00 Undirritaður er sveitarstjóri í fámennu sveitarfélagi vestur á fjörðum – í Súðavíkurhreppi. Samkvæmt Grænbók um stefnumörkun um málefni sveitarfélaga, sem hrundið var í framkvæmd á fyrri hluta ársins 2019, liggur fyrir að sveitarfélögum sem telja undir 1000 manns verði hugsuð þegjandi þörfin hvað varðar tilvist. Af svörum ráðherra málaflokksins um af hvaða hvötum það er kveður hann það vera af ósk meirihluta sveitarfélaga sem eru aðildarfélög Sambands íslenskra sveitarfélaga. Og gott betur, hann hefur vísað til stuðnings þess sama sambands um það að full samstaða og víðtæk sé um að setja framangreind mörk á sveitarfélög, þau verði að vera með fleiri íbúa en 1000 fyrir árið 2026 en ella verði þau sameinuð öðrum. Allt í skyni hagræðingar og íbúum þeirra sjálfra fyrir bestu. Og að baki því sé samþykkt á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem afl atkvæða hafi ráðið. Þeim sem velta fyrir sér vægi smærri sveitarfélaga til þess að hafa áhrif á þessa ákvörðun á þingi má m.a. benda á stjórn sambandsins og hverjum hún er skipuð. Undirritaður hefur haft efasemdir um þessa vegferð frá upphafi aðkomu að henni og raunar fyrr, hefur aldrei hugnast sú vegferð að fara gegn sveitarfélögum með lögum. Aðför gegn sjálfsstjórn þeirra sem tryggð er bæði í sveitarstjórnarlögum og stjórnarskrá auk þess að vera tryggt í alþjóðasamþykkt; Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga sem Ísland er aðili að. Rök undirritaðs fyrir því að þetta sé rangt er sú skoðunu að í þessu felist í raun aðför að fjárráðum sem sveitarfélögum séu ætluð úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og aðrar hvatir séu að baki en efling sveitarstjórnarstigsins. Það séu að baki hvatir um að komast yfir þá fjármuni sem hafi ratað úr sjóðnum til fámennari sveitarfélaga og fækka þannig á jötunni og efla stærri sveitarfélög sem og samfara breytingum á tilgangi og samþykktum sjóðsins. Sveitarfélög á SV-horninu telja sig hlunnfarin af Jöfnunarsjóði og gera tilkall í úthlutun úr sjóðnum í ríkari mæli. Nú liggur fyrir að ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála hefur lagt fram fyrirspurn á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um afstöðu þeirra gagnvart 8700 milljóna kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Getur verið að ráðherra hafi látið ginnast í þessa vegferð á fölskum forsendum og að eitthvað komi nú spánskt fyrir sjónir? Var tilgangur annar en forsjón og samúð með fámennum sveitarfélögum sem hafa vart getu til þess að þjónusta þegna sína á við það sem gerst þekkist og sæmir sveitarfélögum? Hver hleypti úlfinum inn? Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Súðavíkurhreppur Bragi Þór Thoroddsen Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Undirritaður er sveitarstjóri í fámennu sveitarfélagi vestur á fjörðum – í Súðavíkurhreppi. Samkvæmt Grænbók um stefnumörkun um málefni sveitarfélaga, sem hrundið var í framkvæmd á fyrri hluta ársins 2019, liggur fyrir að sveitarfélögum sem telja undir 1000 manns verði hugsuð þegjandi þörfin hvað varðar tilvist. Af svörum ráðherra málaflokksins um af hvaða hvötum það er kveður hann það vera af ósk meirihluta sveitarfélaga sem eru aðildarfélög Sambands íslenskra sveitarfélaga. Og gott betur, hann hefur vísað til stuðnings þess sama sambands um það að full samstaða og víðtæk sé um að setja framangreind mörk á sveitarfélög, þau verði að vera með fleiri íbúa en 1000 fyrir árið 2026 en ella verði þau sameinuð öðrum. Allt í skyni hagræðingar og íbúum þeirra sjálfra fyrir bestu. Og að baki því sé samþykkt á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem afl atkvæða hafi ráðið. Þeim sem velta fyrir sér vægi smærri sveitarfélaga til þess að hafa áhrif á þessa ákvörðun á þingi má m.a. benda á stjórn sambandsins og hverjum hún er skipuð. Undirritaður hefur haft efasemdir um þessa vegferð frá upphafi aðkomu að henni og raunar fyrr, hefur aldrei hugnast sú vegferð að fara gegn sveitarfélögum með lögum. Aðför gegn sjálfsstjórn þeirra sem tryggð er bæði í sveitarstjórnarlögum og stjórnarskrá auk þess að vera tryggt í alþjóðasamþykkt; Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga sem Ísland er aðili að. Rök undirritaðs fyrir því að þetta sé rangt er sú skoðunu að í þessu felist í raun aðför að fjárráðum sem sveitarfélögum séu ætluð úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og aðrar hvatir séu að baki en efling sveitarstjórnarstigsins. Það séu að baki hvatir um að komast yfir þá fjármuni sem hafi ratað úr sjóðnum til fámennari sveitarfélaga og fækka þannig á jötunni og efla stærri sveitarfélög sem og samfara breytingum á tilgangi og samþykktum sjóðsins. Sveitarfélög á SV-horninu telja sig hlunnfarin af Jöfnunarsjóði og gera tilkall í úthlutun úr sjóðnum í ríkari mæli. Nú liggur fyrir að ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála hefur lagt fram fyrirspurn á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um afstöðu þeirra gagnvart 8700 milljóna kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Getur verið að ráðherra hafi látið ginnast í þessa vegferð á fölskum forsendum og að eitthvað komi nú spánskt fyrir sjónir? Var tilgangur annar en forsjón og samúð með fámennum sveitarfélögum sem hafa vart getu til þess að þjónusta þegna sína á við það sem gerst þekkist og sæmir sveitarfélögum? Hver hleypti úlfinum inn? Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun