Þýski handboltinn

Íslensku tvíeykin allt í öllu þegar Gummersbach og Magdeburg komust í átta liða úrslit
Íslendingaliðin Gummersbach og Magdeburg tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta. Eyjamennirnir í liði Gummersbach áttu frábæran leik í kvöld á meðan íslenska tvíeykið í liði Magdeburg var að venju öflugt.

Beitti „Júggabragðinu“ í grannaslagnum
Hendrik Pekeler, leikmaður Kiel, beitti sannkölluðu bellibragði í leiknum gegn Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

Rúnar og Viggó slegnir niður á jörðina
Leipzig laut í lægra haldi í fyrsta skipti eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við stjórnartaumunum hjá liðinu þegar liðið fékk Arnór Þór Gunnarsson og samherja hans hjá Bergischer í heimsókn í þýsku efstu deildinni í handbolta karla í kvöld.

Flensburg valtaði yfir Kiel | Hákon Daði minnti á sig rétt fyrir landsliðsval
Flensburg vann óvæntan stórsigur í þýska handbotlanum er liðið valtaði yfir Kiel 36-23. Kiel var í efsta sæti þýsku deildarinnar fyrir leik. Íslensku landsliðsmennirnir í handbolta voru á sínum stað þegar fjórum leikjum er lokið í þýska handboltanum.

Daníel áfram í HBW Balingen-Weilstetten
Daníel Þór Ingason, landsliðsmaður í handbolta, hefur framlengt samning sinn við HBW Balingen-Weilstetten til 2025.

Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburg
Íslendingarnir tveir í Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson áttu mjög flotta frammistöðu í dag þegar Magdeburg lagði Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Leikurinn endaði 31-28 og var Ómar Ingi markahæstur.

„Leikmennirnir hafa snúið þessu við"
Rúnar Sigtryggsson hefur farið einkar vel af stað sem þjálfari Leipzig, sem leikur í þýsku efstu deildinni í handbolta karla. Rætt var við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem birtist í gærkvöldi um vistaskiptin frá Ásvöllum til Leipzig og fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu.

Elvar Örn frábær í sigri Melsungen
Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk í sigri Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach töpuðu heima fyrir Hannover.

Segir Gísla og Ómar Inga tvo af fimm bestu leikmönnum heims
Stefan Kretzschmar, fyrrverandi leikmaður Magdeburg og þýska handboltalandsliðsins, sparaði ekki hrósið í garð íslensku landsliðsmannanna hjá Magdeburg eftir sigurinn á Füchse Berlin, 31-32, í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

Gísli fór á kostum í sigri gegn toppliðinu | Teitur hafði betur í Íslendingaslag
Íslensku landsliðsmennirnir í handbolta voru áberandi þegar fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Gísli Þorgeir Kristjánsson var þar fremstur meðal jafningja þegar hann skoraði tíu mörk fyrir Magdeburg í eins marks sigri gegn toppliði Füchse Berlin, 31-32.

Bjarki Már dróg vagninn í stórsigri Veszprém
Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém, átti stórleik er Veszprém vann 14 marka sigur á Budakalász í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 42-28.

Tólf íslensk mörk í öruggum sigri Gummersbach
Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann öruggan sex marka sigur er liðið heimsótti Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-37. Hvorki fleiri né færri en tólf íslensk mörk litu dagsins ljós í leiknum.

Gísli og Ómar atkvæðamiklir í öruggum sigri - Viggó hetjan í dramatískum sigri á Flensburg
Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni í þýska handboltanum í dag.

Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan
Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur.

Stuðningsmenn Kiel spenntir fyrir Viktori Gísla: „Þurfum við að bíða til 2025?“
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er orðaður við þýska stórliðið Kiel. Stuðningsmenn liðsins eru afar spenntir fyrir honum.

Ýmir og félagar höfðu betur gegn lærisveinum Guðjóns Vals
Rhein-Neckar Löwen vann góðan útisigur á Gummersback í þýska handboltanum í dag. Ýmir Örn Gíslason lék í vörn Löwen og þeir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson voru í liði Gummersbach.

Sandra með þrjú mörk í frábærum sigri Metzingen
Sandra Erlingsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Metzingen þegar liðið lagði Thuringer í þýska bikarnum í handknattleik í kvöld. Sigurinn er fremur óvæntur enda Thuringer í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.

Stórkostlegur Ómar Ingi í naumum sigri
Ómar Ingi Magnússon átti hreint út sagt stórkostlegan leik í sigri Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti einnig leik en Ómar Ingi bar af að þessu sinni.

Sex íslensk mörk dugðu ekki til gegn Kiel
Íslendingalið Gummersbach mátti þola þriggja marka tap er liðið heimsótti Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 31-28.

Ólafur hafði betur í Íslendingaslag | Daníel og félagar juku forskotið
Ólafur Guðmundsson og félagar hans í Zürich unnu sterkan tveggja marka sigur er liðið tók á móti svissnesku meisturunum í Íslendingaliði Kadetten Schaffhausen í kvöld, 31-29. Þá eru Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten nú með sex stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar eftir sex marka sigur gegn Konstanz, 36-30.

„Vonandi að Rúnar fái bara að halda áfram með okkur á næsta ári“
Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson segir mikinn mun á félagsliði hans, Leipzig, eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við liðinu.

Góður leikur Díönu dugði ekki til
Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir kom að flestum mörkum í liði Sachsen Zwickau í kvöld. Það dugði þó ekki til þar sem liðið mátti þola níu marka tap gegn Union Halle-Neustadt.

Leipzig sýndi Patreki áhuga sem segir kitla að þjálfa í Þýskalandi
Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar var í viðtali í nýjasta þætti hlaðvarpsins Handkastið sem fjallar um Olís-deildina í handknattleik. Þar kom fram að Leipzig hefði kannað stöðuna hjá honum áður en Rúnar Sigtryggsson var ráðinn.

Viggó öflugur þegar Leipzig vann þriðja leikinn í röð
Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Leipzig þegar liðið lagði Stuttgart 33-26 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Þetta er þriðji sigur liðsins í röð síðan Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun liðsins.

Jafnt í Íslendingaslag í Þýskalandi
Íslendingaliðin Melsungen og Flensburg áttust við í fyrri leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Íslendingalið á sigurbraut
Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í kvöldleikjum þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Ómar Ingi markahæstur í tapi gegn Kiel
Meistaralið Magdeburg beið lægri hlut fyrir Kiel í stórleik helgarinnar í þýska handboltanum.

Elliði Snær um Guðjón Val: „Hann hefur gert allt og það er rosalega gott að leita ráða hjá honum“
Elliði Snær Viðarsson er að gera góða hluti hjá Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik en hann skrifaði nýlega undir nýjan samning við félagið. Þá er Elliði orðinn fastamaður í landsliðinu og verður væntanlega í eldlínunni með liðinu á HM í janúar.

Oddur og Daníel Þór á toppnum í Þýskalandi
Íslendingarlið Balingen-Weilstetten er með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar í handbolta eftir þriggja marka útisigur á Lübbecke, lokatölur 23-26. Þeir Oddur Gretarsson og Daníel Þór Ingason leika með Balingen.

Það má aldrei líta af Ómari Inga: Geggjað mark hans vekur athygli
Handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon hefur átt magnað ár sem Íþróttamaður ársins og íslenska stórskyttan heldur áfram að gera frábæra hluti með liði Magdeburg í þýsku deildinni.