
Franski boltinn

Argentínskur plötusnúður fékk morðhótanir en neitar að hafa smitað Messi
Lionel Messi er með kórónuveiruna en hann náði sér í hana í jólafríi sínu í Argentínu. Það er óhætt að segja að Argentínumenn hafi leitað uppi sökudólg eftir að fréttir bárust af smiti gulldrengsins.

Mbappé skoraði þrennu í öruggum bikarsigri PSG
Franska stórveldið Paris Saint-Germain vann öruggan 4-0 sigur er liðið heimsótti D-deildarlið Vannes í 32-liða úrslitum franska deildarbikarsins.

Niko Kovac rekinn frá Monaco
Króatíska knattspyrnustjóranum Niko Kovac hefur verið gert að yfirgefa franska úrvalsdeildarliðið Monaco eftir eitt og hálft ár í starfi.

Varamaðurinn Ramos sá rautt í jafntefli gegn Lorient
Stórskotalið PSG virtist vera komið með hugann við jólafríið þegar liðið heimsótti Lorient í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Mbappé sá um Monaco
Kylian Mbappé skoraði bæði mörk Paris Saint-Germain er liðið vann 2-0 heimasigur gegn Monaco í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Messi sagður efast um að Pochettino ráði við starfið
Lionel Messi, leikmaður Paris Saint-Germain og einn besti knattspyrnumaður sögunnar, er sagður efast um að landi sinn, Mauricio Pochettino, ráði við starfið sem knattspyrnustjóri félagsins.

Wijnaldum bjargaði stigi fyrir PSG
Georginio Wijnaldum var hetja Paris Saint-Germain er hann bjargaði stigi fyrir liðið með marki í uppbótartíma gegn Lens í frönsku úrvalsdeidlinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur 1-1, en þetta var annað jafntefli Parísarliðsins í röð í deildinni.

Milan aðeins stigi frá toppnum eftir að Napoli missteig sig | Markalaust hjá PSG
Öll þrjú topplið Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, léku í kvöld. Inter vann sinn leik fyrr í kvöld örugglega, AC Milan gerði slíkt hið sama en topplið Napoli missteig sig gegn Sassuolo eftir að hafa komist 2-0 yfir.

Zlatan sagði Mbappé að fara til Real en ráðlagði PSG að selja hann ekki
Hinn fertugi Zlatan Ibrahimović getur verið skondinn þegar sá gállinn er á honum. Hann hefur nú lagt orð í belg varðandi framtíð hins franska Kylian Mbappé.

Messi veiktist eftir verðlaunahátíðina
Lionel Messi vann sinn sjöunda Gullhnött á mánudagskvöldið en verðlaunahátíðin fór eitthvað illa í kappann því hann veiktist eftir veisluna.

Messi bað um það í ræðunni sinni að Lewandowski fengi líka Gullknött
Lionel Messi fékk í gær Gullknöttinn í sjöunda sinn á ferlinum og bætti þar með sitt eigið met. Hann hefur nú fengið tvo fleiri Gullhnetti en Cristiano Ronaldo.

Neymar sárþjáður og verður frá keppni fram á næsta ár
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar var augljóslega þjáður þegar hann var borinn af velli eftir tæklingu í leik með PSG gegn Saint-Etienne í frönsku 1. deildinni í gær.

Van der Vaart um Messi: „Skammastu þín ekkert?“
Raphael van der Vaart, fyrrverandi miðjumaður hollenska landsliðsins, var ekki hrifinn af frammistöðu Lionel Messi í leik Paris Saint-Germain og Manchester City í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Gagnrýnir farþegana í liði PSG og segir liðið eiga enga möguleika
Flest lið myndu eflaust gefa mikið fyrir að geta telft fram framlínutríóinu Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar. Þessir þrír standa þó í vegi fyrir möguleikum Paris Saint Germain að mati knattspyrnusérfræðings Sky Sports.

Abidal grátbiður eiginkonuna um fyrirgefningu eftir framhjáhaldið
Eric Abidal, fyrrverandi leikmaður Barcelona og franska landsliðsins, hefur grátbeðið eiginkonu sína, Hayet, um að fyrirgefa sér framhjáhald með fótboltakonunni Kheiru Hamraoui.

Sara Björk og Árni búin að gefa stráknum sínum nafn
Knattspyrnufólkið Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson eru búin að nefna strákinn sem þau eignuðust fyrir aðeins viku síðan.

Benzema sekur í fjárkúgunarmálinu og fær skilorðsbundinn fangelsisdóm
Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, hefur verið fundinn sekur um að taka þátt í að reyna kúga fé út úr Matieu Valbuena, fyrrverandi samherja sínum í franska landsliðinu, með kynlífsmyndbandi. Benzema fékk eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm og 75 þúsund evra sekt sem nemur rúmlega ellefu milljónum íslenskra króna.

Þarf að greiða 440 krónur fyrir að kasta flösku í frönsku stjörnuna
Stuðningsmaður Lyon sem kastaði vatnsflösku í höfuð Dimitri Payet á sunnudag þarf ekki að greiða háa sekt vegna málsins. Hann fær hins vegar ekki að mæta á völlinn næstu fimm árin.

PSG búið að hafa samband við Zidane ef Pochettino skyldi fara
Paris Saint-Germain hefur sett sig í samband við Zinedine Zidane og vilja tryggja sér starfskrafta hans ef Mauricio Pochettino fer til Manchester United.

Ramos loksins klár í slaginn
Spænski miðvörðurinn Sergio Ramos verður í leikmannahópi París Saint-Germain er liðið sækir Manchester City heim í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Ramos hefur verið frá vegna meiðsla síðan hann gekk í raðir PSG í sumar.

Flösku aftur grýtt í Payet og óöldin lengist í frönskum fótbolta
Ólæti áhorfenda halda áfram að varpa skugga á leiktíðina í frönsku 1. deildinni í fótbolta. Í gær varð að blása af leik Lyon og Marseille eftir að flösku var kastað í höfuð Dimitri Payet á fimmtu mínútu leiksins.

Messi kominn á blað í Ligue 1
Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark í frönsku deildinni í dag þegar hann skoraði eitt þriggja marka PSG í sigri á Nantes.

Stórsér á Hamraoui eftir árásina
Kheira Hamraoui, leikmaður Paris Saint-Germain, er illa farin eftir að ráðist var á hana fyrir utan heimili hennar í París í síðustu viku.

Eiginkona Abidals grunuð um að hafa látið berja Hamraoui í hefndarskyni
Eiginkona Erics Abidal, fyrrverandi leikmanns Barcelona og franska landsliðsins, er grunuð um að hafa staðið á bak við árásina á Kheiru Hamraoui, leikmanni Paris Saint-Germain.

Eric Abidal verður yfirheyrður vegna árásarinnar á Hamraoui
Eric Abidal, fyrrverandi leikmaður Barcelona og franska landsliðsins, verður yfirheyrður á næstu dögum vegna árásarinnar á Kheiru Hamraoui, leikmann Paris Saint-Germain.

Markadrottningin skoraði í fyrsta sinn í 707 daga og það sást á fögnuði hennar
Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg er mætt á ný inn á völlinn eftir langa fjarveru frá vegna erfiða meiðsla og nú er hún líka farin að raða inn mörkum.

Fyrrverandi kærasti grunaður um að hafa látið berja Hamraoui
Grunur leikur á um að fyrrverandi kærasti Kheiru Hamraoui, leikmanns Paris Saint-Germain, hafi skipulagt árás á hana.

Chelsea og Lyon með stórsigra í stórleikjum dagsins
Tveir stórleikir fóru fram í ensku og frönsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Englandsmeistarar Chelsea pökkuðu Manchester City saman og sömu sögu er að segja af stöllum Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon sem völtuðu yfir Frakklandsmeistara PSG.

Naumt tap Elvars og félaga í botnbaráttunni
Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Nancy töpuðu með minnsta mun er liðið heimsótti Dunkerque í frönsku deildinni í handbolta í kvöld, 24-23.

Miðjumanni PSG sleppt úr haldi lögreglu
Frönsku landsliðskonunni Aminata Diallo, sem var handtekin síðastliðinn miðvikudag, grunuð um að skipuleggja líkamsárás á liðsfélaga sinn, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu án ákæru.