Cardiff ætlar að áfrýja ákvörðun Alþjóða íþróttadómstólsins er varðar andlát Sala Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2022 17:01 Emiliano Sala var 28 ára gamall þegar flugvél sem hann var í brotlenti í Ermasundi. EPA/EDDY LEMAISTRE Alþjóða íþróttadómstóllinn hefur loks komist að niðurstöðu i máli Emiliano Sala sem lést er hann ferðaðist yfir Ermasundið í flugvél í janúar 2019 til að ganga í raðir þáverandi Cardiff City. Félagið þarf að borga Nantes uppsett verð fyrir leikmanninn þó hann hafi aldrei spilað fyrir félagið. Argentínumaðurinn Emiliano Sala lést á hræðilegan hátt er flugvél sem hann ferðaðist með frá Frakklandi til Englands fórst yfir Ermasundi. Sala var á leiðinni til Wales þar sem hann átti eftir að kvitta undir samning við þáverandi úrvalsdeildarliðið Cardiff City. Þar sem leikmaðurinn lék aldrei fyrir Cardiff taldi félagið sig ekki þurfa að borga þó félögin hafi þegar verið búin að ganga frá öllu er kom að kaupunum á Sala. Nú hefur þriggja manna dómnefnd á vegum Alþjóða íþróttadómstólsins komist að því að Cardiff þurfi að greiða Nantes milljónirnar fimmtán sem samið var um. Fær félagið að greiða þetta í nokkrum greiðslum en sú fyrsta hljóðar upp á 5,3 milljónir punda. Cardiff City mun áfrýja niðurstöðunni og segir í yfirlýsingu sinni að félagið muni ekki greiða Nantes krónu þangað til niðurstaða áfrýjunarinnar liggur fyrir. „Ef áfrýjunin ber ekki tilætlaðan árangur og Cardiff verði gert að greiða upphæðina að fullu mun félagið fara í mál við þá sem bera ábyrgð á slysinu til að fá upphæðina sem um er ræðir greidda að fullu,“ segir einnig í yfirlýsingu Cardiff en enska félagið telur Nantes og þá sem komu að flugferðinni örlagaríku ábyrga. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, dæmdi upphaflega í málinu og var niðurstaða þess sú sama og hjá CAS. Cardiff lætur þó ekki segjast og ætlar í hart þar sem félagið telur á rétti sínum brotið. Fótbolti Emiliano Sala Enski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Fordæma eigin stuðningsmenn sem gerðu grín að Emiliano Sala Forráðamenn franska knattspyrnufélagsins Nice fordæma hluta af stuðningsmönnum sínum sem tóku upp á því að syngja söngva þar sem gert var grín að Emiliano Sala sem lést í flugslysi í janúar árið 2019. 13. maí 2022 07:01 Bar ábyrgð á andláti Emilianos Sala David Henderson, sem skipulagði flugið sem fótboltamaðurinn Emiliano Sala lést í, hefur verið fundinn sekur um að hafa stofnað öryggi flugvélarinnar í hættu og bera þar með ábyrgð á slysinu. 29. október 2021 11:01 Nantes blöskrar nýjasta útspil Cardiff í Emiliano Sala málinu Cardiff City ætlar ekki að gefa sig í baráttunni fyrir því að þurfa ekki að borga kaupverð sitt fyrir Argentínumanninn Emiliano Sala sem náði ekki að spila fyrir félagið áður en hann fórst í flugslysi á leið til Wales. 29. janúar 2020 10:30 Cardiff þarf að borga fyrir Sala eða fara í þriggja glugga bann Cardiff City þarf að gera upp við franska félagið Nantes innan 45 daga því annars setur Alþjóða knattspyrnusambandið velska félagið í langt félagsskiptabann. 4. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ Sjá meira
Argentínumaðurinn Emiliano Sala lést á hræðilegan hátt er flugvél sem hann ferðaðist með frá Frakklandi til Englands fórst yfir Ermasundi. Sala var á leiðinni til Wales þar sem hann átti eftir að kvitta undir samning við þáverandi úrvalsdeildarliðið Cardiff City. Þar sem leikmaðurinn lék aldrei fyrir Cardiff taldi félagið sig ekki þurfa að borga þó félögin hafi þegar verið búin að ganga frá öllu er kom að kaupunum á Sala. Nú hefur þriggja manna dómnefnd á vegum Alþjóða íþróttadómstólsins komist að því að Cardiff þurfi að greiða Nantes milljónirnar fimmtán sem samið var um. Fær félagið að greiða þetta í nokkrum greiðslum en sú fyrsta hljóðar upp á 5,3 milljónir punda. Cardiff City mun áfrýja niðurstöðunni og segir í yfirlýsingu sinni að félagið muni ekki greiða Nantes krónu þangað til niðurstaða áfrýjunarinnar liggur fyrir. „Ef áfrýjunin ber ekki tilætlaðan árangur og Cardiff verði gert að greiða upphæðina að fullu mun félagið fara í mál við þá sem bera ábyrgð á slysinu til að fá upphæðina sem um er ræðir greidda að fullu,“ segir einnig í yfirlýsingu Cardiff en enska félagið telur Nantes og þá sem komu að flugferðinni örlagaríku ábyrga. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, dæmdi upphaflega í málinu og var niðurstaða þess sú sama og hjá CAS. Cardiff lætur þó ekki segjast og ætlar í hart þar sem félagið telur á rétti sínum brotið.
Fótbolti Emiliano Sala Enski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Fordæma eigin stuðningsmenn sem gerðu grín að Emiliano Sala Forráðamenn franska knattspyrnufélagsins Nice fordæma hluta af stuðningsmönnum sínum sem tóku upp á því að syngja söngva þar sem gert var grín að Emiliano Sala sem lést í flugslysi í janúar árið 2019. 13. maí 2022 07:01 Bar ábyrgð á andláti Emilianos Sala David Henderson, sem skipulagði flugið sem fótboltamaðurinn Emiliano Sala lést í, hefur verið fundinn sekur um að hafa stofnað öryggi flugvélarinnar í hættu og bera þar með ábyrgð á slysinu. 29. október 2021 11:01 Nantes blöskrar nýjasta útspil Cardiff í Emiliano Sala málinu Cardiff City ætlar ekki að gefa sig í baráttunni fyrir því að þurfa ekki að borga kaupverð sitt fyrir Argentínumanninn Emiliano Sala sem náði ekki að spila fyrir félagið áður en hann fórst í flugslysi á leið til Wales. 29. janúar 2020 10:30 Cardiff þarf að borga fyrir Sala eða fara í þriggja glugga bann Cardiff City þarf að gera upp við franska félagið Nantes innan 45 daga því annars setur Alþjóða knattspyrnusambandið velska félagið í langt félagsskiptabann. 4. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ Sjá meira
Fordæma eigin stuðningsmenn sem gerðu grín að Emiliano Sala Forráðamenn franska knattspyrnufélagsins Nice fordæma hluta af stuðningsmönnum sínum sem tóku upp á því að syngja söngva þar sem gert var grín að Emiliano Sala sem lést í flugslysi í janúar árið 2019. 13. maí 2022 07:01
Bar ábyrgð á andláti Emilianos Sala David Henderson, sem skipulagði flugið sem fótboltamaðurinn Emiliano Sala lést í, hefur verið fundinn sekur um að hafa stofnað öryggi flugvélarinnar í hættu og bera þar með ábyrgð á slysinu. 29. október 2021 11:01
Nantes blöskrar nýjasta útspil Cardiff í Emiliano Sala málinu Cardiff City ætlar ekki að gefa sig í baráttunni fyrir því að þurfa ekki að borga kaupverð sitt fyrir Argentínumanninn Emiliano Sala sem náði ekki að spila fyrir félagið áður en hann fórst í flugslysi á leið til Wales. 29. janúar 2020 10:30
Cardiff þarf að borga fyrir Sala eða fara í þriggja glugga bann Cardiff City þarf að gera upp við franska félagið Nantes innan 45 daga því annars setur Alþjóða knattspyrnusambandið velska félagið í langt félagsskiptabann. 4. nóvember 2019 11:30