
Skattar og tollar

Skaði skattaskjóla
Það var rétt fyrir kosningar haustið 2016 sem starfshópur skilaði fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Ráðherrann ákvað að setja skýrsluna ofan í skúffu.

Einstaklingar fá að draga góðgerðaframlög upp að 350 þúsund krónum frá skatti
Einstaklingar geta frá og með 1. nóvember dregið allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til góðgerðastarfsemi.

Hverjir eiga Ísland? Fimm sjokkerandi punktar
Ein verðmætasta sameiginlega eign þjóðarinnar samkvæmt lögum er sjávarauðlindin. Fyrir nýtingu á henni greiðir útgerðin veiðileyfagjald. En vissu þið þessa fimm punkta um veiðileyfagjöldin?

Af Jóni og séra Jóni
Síðastliðið ár hefur greinarhöfundur skoðað framkvæmd tollafgreiðslu hér á landi. Atburðarásin var rakin í stuttu máli í grein þann 22. mars sl.

Nýr tónn
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt til að auðugir einstaklingar og fyrirtæki sem högnuðust á kórónakreppunni borgi eins konar „samstöðuskatta“.

Fyrrverandi bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins ákærður fyrir skattalagabrot
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Jónmund Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Seltjarnarness og fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum.

Raunveruleikaþáttur MTV fékk 312 milljónir endurgreiddar
Framleiðslukostnaður raunveruleikasjónvarpsþáttarins The Challenge nam á annan milljarð króna. Öll serían var tekin upp á Íslandi í september en Pegasus sá um verkefnið fyrir hönd MTV-sjónvarpsstöðvarinnar.

Hvað er að frétta af framkvæmd tollalaga?
Fyrir um það bil ári hóf undirrituð athugun á ýmsum málum varðandi tollafgreiðslu landbúnaðarvara. Athyglin beindist sérstaklega að tiltekinni vöru, rifnum osti, sem allt benti til að væri skráð í innflutningsskýrslur sem jurtaostur og því án tolla sem mjólkurostar almennt bera. Var athugasemdum þessa efnis komið á framfæri á vordögum 2020.

Hver græðir?
Eitt af einkennum hægristjórna er að ráðast að eftirlitsstofnunum og veikja þá aðila sem standa vörð um almannahag með öllum ráðum. Núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning.

Ríkur maður borgar skatt!
Áhugaverðasta frétt síðustu vikna er eflaust af manninum sem ákvað að flytja aftur til Íslands, ásamt fjölskyldu sinni, áður en hann gengi frá sölu á verðmætu fyrirtæki sem hann hafði byggt upp af elju og dugnaði í útlöndum.

Þingið gerði mistök
Þegar okkur verður á í messunni er best að viðurkenna það. Það er mannlegt að gera mistök og þá er rétt að horfast í augu við þau, biðjast afsökunar og bæta ráð sitt. Við Alþingismenn gerðum mistök og nú gefst okkur tækifæri til að bæta upp fyrir þau.

Skatturinn: „Það þarf enginn að fara á límingunum“
Skilafrestur fyrir skattframtöl einstaklinga rennur út klukkan 23:59 í kvöld og hefur Skatturinn móttekið um 70% af þeim framtölum sem stofnunin á von á.

Ekki í boði að sækja um viðbótarfrest í ár
Lokadagur fyrir skil á skattframtali einstaklinga er á morgun 12. mars en ekki stendur til boða að þessu sinni að sækja um viðbótarfrest líkt og síðustu ár.

Þú átt bara að kunna þetta
Um þessar mundir eru skil á skattframtali yfirvofandi. Ágæt áminning hér til þeirra sem því kannski hafa gleymt. Sumir sitja sveittir og skilja ekkert í skýrslunni. Aðrir eru slakir og ýta bara á „áfram, áfram..“.

Óskar eftir fólki til að útbúa skemmtilegan þjóðhagfræðitölvuleik
Svanhildur Hólm Valsdóttir kallar eftir því að frumkvöðlar útbúi sérstakan efnahagshermi svo stjórnvöld og almenningur geti betur áttað sig á áhrifum skattabreytinga. Hún hætti í fyrra sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra og tók við sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hún telur að það hafi verið til bóta að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra og segir að starfið sé á við tvær háskólagráður.

Stöðugt Ísland og skattlagning nýrra markaða
Eitt stærsta verkefni næstu ára verður að koma hjólum atvinnulífsins aftur á hreyfingu. En það skiptir líka miklu máli hvernig ramma við höfum utan um atvinnulífið og efnahaginn.

„Við verðum að hrista af okkur slenið“
Formaður Samtaka iðnaðarins segir að á næstu tólf mánuðum verði teknar ákvarðanir sem muni ráða miklu um efnahagslega endurreisn á Íslandi næstu árin. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í dag.

Þarf að greiða 35 milljóna sekt fyrir stórfelld skattsvik
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sjö mánaða fangelsi og greiðslu 35 milljóna króna sektar fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti.

Vanhugsuð tillaga um afslátt af sköttum fyrir ferðamenn
Kosningabarátta stjórnmálaflokkana er að fara af stað og áhugavert verður að fylgjast með hvað stefnu þeir hafa í málefnum ferðaþjónustunnar. Ég tel mjög mikilvægt fyrir ríkissjóð og almenning í landinu að ferðaþjónustufyrirtækin komist hratt upp úr þeim hamförum sem fylgt hafa Covid-19 veirunni og verði aftur sterk.

Ætla að skattleggja erlenda miðla og veitur
Stefnt er að því að leggja fram frumvarp á þessu þingi sem snýr að skattlagningu á erlendar efnisveitur sem ráða orðið lögum og lofum hér á landi sem víðar.

Dæmdir í fangelsi og greiðslu alls 211 milljóna króna sektar fyrir stórfelld skattsvik
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo menn – framkvæmdastjóra og bókara einkahlutafélags sem var með flutningaþjónustu og rekstur sendibíla – í fangelsi og greiðslu alls 211 milljóna króna sektar fyrir stórfelld skattsvik.

Samkeppniseftirlitið og landbúnaður
Þann 11. febrúar sl. gekkst Félag atvinnurekenda fyrir rafrænum fundi um samkeppnismál. Þar fór forstjóri Samkeppniseftirlitsins um víðan völl.

Að bera saman epli og appelsínur – veiðigjöld á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. fullyrti Daði Már Kristófersson m.a. að vitað væri frá „reynslu nágrannalandanna“ að hægt væri að taka upp veiðigjöld hér á landi sem gæfu betri raun.

Ársreikningar fyrirtækja nú opnir öllum hjá Creditinfo
Creditinfo hefur opnað fyrir gjaldfrjálsan aðgang að ársreikningum fyrirtækja. Öllum er heimilt að sækja upplýsingar um stöðu fyrirtækja hjá Creditinfo með þessum hætti.

Segir skiptar skoðanir um hvort veiðigjald hafi hækkað eða lækkað
Sjávarútvegsráðherra segir skiptar skoðanir um hvort veiðigjöld hafi hækkað eða lækkað við lagabreytingu 2018. Það verði alltaf deilur um álagningu gjalda en hann hafi engin áform uppi um að gera breytingar á núverandi lögum.

Svar við bréfi Helga - og Heiðrúnar
Þau Helgi Áss Grétarsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir gera alvarlegar athugasemdir í greinum, hér á visir.is, við samtal mitt við blaðamann í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn miðvikudag. Er þeim báðum nokkuð niðri fyrir og gefa bæði sterklega til kynna að ég fari með rangt mál. Hér geri ég tilraun til að skýra afstöðu mína.

Útgerðin segir alrangt að veiðigjald hafi lækkað með núverandi lögum
Útgerðin hefði greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núgildandi lög um veiðigjöld hefðu gilt á tímabilinu. Útgerðin telur rangt að veiðigjöld hafi lækkað síðustu ár með tilkomu nýrra laga.

Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld
Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna.

Misskilningur hjá Menntasjóði námsmanna
Hið fræga frítekjumark námsstuðnings hefur í mörg ár verið deiluefni milli námsmanna og ríkisins. Tekjur námsmanns (sem eru skilgreind sem skattstofn í úthlutunarreglum) skerðir framfærslustuðning um 45% fyrir hverja krónu umfram frítekjumark. Frítekjumark skólaársins 2020-2021 er 1.364.000 krónur sem er að vissu leyti ruglandi fjárhæð.

Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan
Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður.