Sumarbústaður Gylfa Þórs seldur á uppboði að beiðni Skattsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2022 13:01 Sumarbústaður í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið settur á uppboð að beiðni Skattsins. Vísir/Daniel Thor Sumarbústaður í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið settur á uppboð hjá Sýslumanninum á Suðurlandi að beiðni Skattsins. Líklegt er að eignin hafi verið sett á nauðungarsölu af Skattinum en fram kemur á uppboðsvef sýslumanna að eignin sé í „byrjun uppboðs“. Fram kemur á vef Skattsins að það sé annað af þremur skrefum í nauðungarsölu. Nauðungarsala er aðgerð til að koma eign í verð á opinberu uppboði til að greiða þær skuldir sem hvíla á eigninni. Byrjun uppboðs á sumarbústað Gylfa mun fara fram á skrifstofu sýslumanns 31.mars næstkomandi og fer það fram 4-6 vikum eftir fyrstu fyrirtöku, þar sem beiðnin er tekið fyrir. Eignin er þá boðin upp í fyrsta skipti og ákveðið hvenær framhaldssala skuli fara fram, sem er lokastig nauðungarsölu. Framhaldssala verður að fara fram innan fjögurra vikna frá því að byrjun uppboðs fer fram, eða fyrir lok aprílmánaðar. Sumarbústaðurinn sem um ræðir er í Grímsnes- og Grafningshreppi og fer uppboðið því fram hjá Sýslumanninum á Suðurlandi. Í farbanni til 17. apríl Gylfi Þór hefur verið í farbanni frá Bretlandi frá 16. júlí síðastliðnum þegar hann var handtekinn á heimili sínu í Manchester grunaður um að hafa brotið kynferðislega á ungmenni. Eftir handtökuna var honum sleppt lausum gegn tryggingu en settur í farbann sem rennur út 17. apríl næstkomandi. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því það kom upp í sumar. Heimildir götumiðla í Bretlandi herma þó að Gylfi hafi harðneitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Gylfi var ekki á lista liðsins yfir það leikmenn sem liðið hefur mátt tefla fram í leikjum frá 1. september og má því ekki spila fyrir liðið. Everton hefur gefið það út að hann muni ekki spila með liðinu fyrr en rannsókn lögreglu er lokið. Samningur Everton og Gylfa rennur út í sumar en hann var keyptur til félagsins frá Swansea fyrir 45 milljónir punda árið 2017. Þá hefur Gylfi ekki leikið með landsliði Íslands síðan í nóvember 2020. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Skattar og tollar Tengdar fréttir Endanlega ljóst að Gylfi leikur ekki meira með Everton á þessu tímabili Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki spila einn einasta leik á þessu tímabili en það varð endanlega ljóst eftir að Everton sendi inn listann yfir þá leikmenn sem verða gjaldgengir í liðið seinna hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2022 08:31 Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52 Gylfi enn langlaunahæstur en tveir táningar með hundrað milljónir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru tveir launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum. Fjórtán íslenskir atvinnumenn eru sagðir með yfir 100 milljónir króna hver í árslaun. 3. janúar 2022 11:21 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Líklegt er að eignin hafi verið sett á nauðungarsölu af Skattinum en fram kemur á uppboðsvef sýslumanna að eignin sé í „byrjun uppboðs“. Fram kemur á vef Skattsins að það sé annað af þremur skrefum í nauðungarsölu. Nauðungarsala er aðgerð til að koma eign í verð á opinberu uppboði til að greiða þær skuldir sem hvíla á eigninni. Byrjun uppboðs á sumarbústað Gylfa mun fara fram á skrifstofu sýslumanns 31.mars næstkomandi og fer það fram 4-6 vikum eftir fyrstu fyrirtöku, þar sem beiðnin er tekið fyrir. Eignin er þá boðin upp í fyrsta skipti og ákveðið hvenær framhaldssala skuli fara fram, sem er lokastig nauðungarsölu. Framhaldssala verður að fara fram innan fjögurra vikna frá því að byrjun uppboðs fer fram, eða fyrir lok aprílmánaðar. Sumarbústaðurinn sem um ræðir er í Grímsnes- og Grafningshreppi og fer uppboðið því fram hjá Sýslumanninum á Suðurlandi. Í farbanni til 17. apríl Gylfi Þór hefur verið í farbanni frá Bretlandi frá 16. júlí síðastliðnum þegar hann var handtekinn á heimili sínu í Manchester grunaður um að hafa brotið kynferðislega á ungmenni. Eftir handtökuna var honum sleppt lausum gegn tryggingu en settur í farbann sem rennur út 17. apríl næstkomandi. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því það kom upp í sumar. Heimildir götumiðla í Bretlandi herma þó að Gylfi hafi harðneitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Gylfi var ekki á lista liðsins yfir það leikmenn sem liðið hefur mátt tefla fram í leikjum frá 1. september og má því ekki spila fyrir liðið. Everton hefur gefið það út að hann muni ekki spila með liðinu fyrr en rannsókn lögreglu er lokið. Samningur Everton og Gylfa rennur út í sumar en hann var keyptur til félagsins frá Swansea fyrir 45 milljónir punda árið 2017. Þá hefur Gylfi ekki leikið með landsliði Íslands síðan í nóvember 2020.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Skattar og tollar Tengdar fréttir Endanlega ljóst að Gylfi leikur ekki meira með Everton á þessu tímabili Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki spila einn einasta leik á þessu tímabili en það varð endanlega ljóst eftir að Everton sendi inn listann yfir þá leikmenn sem verða gjaldgengir í liðið seinna hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2022 08:31 Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52 Gylfi enn langlaunahæstur en tveir táningar með hundrað milljónir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru tveir launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum. Fjórtán íslenskir atvinnumenn eru sagðir með yfir 100 milljónir króna hver í árslaun. 3. janúar 2022 11:21 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Endanlega ljóst að Gylfi leikur ekki meira með Everton á þessu tímabili Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki spila einn einasta leik á þessu tímabili en það varð endanlega ljóst eftir að Everton sendi inn listann yfir þá leikmenn sem verða gjaldgengir í liðið seinna hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 4. febrúar 2022 08:31
Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52
Gylfi enn langlaunahæstur en tveir táningar með hundrað milljónir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru tveir launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum. Fjórtán íslenskir atvinnumenn eru sagðir með yfir 100 milljónir króna hver í árslaun. 3. janúar 2022 11:21