Þjóðhátíð í Eyjum

Fréttamynd

Hand­tekin fyrir ölvunar­akstur eftir grænt ljós frá löggunni

Konu á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gær var sagt að hún væri bær til að aka þegar hún blés í áfengismæli lögreglu við Landeyjahöfn en var handtekin vegna gruns um ölvunarakstur eftir að hafa blásið á næsta eftirlitspósti, nokkrum mínútum síðar. Hún reiknar með hárri sekt og að missa ökuréttindin. Aðalvarðstjóri segir ökumenn alfarið ábyrga í tilfellum sem þessu og að áfengismælar gefi einungis vísbendingu um vínandamagn. 

Innlent
Fréttamynd

Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var að venju haldin hátíðlega í Herjólfsdal. Þrátt fyrir leiðindaveður á föstudagskvöld virðist fólk hafa skemmt sér gríðarlega vel. Fjöldi tónlistarfólks steig á svið en án efa létu allir reyna á söngröddina í brekkusöngnum.

Lífið
Fréttamynd

Allir blása í Landeyjahöfn

Lögreglan á Suðurlandi fylgist með umferð í Landeyjahöfn en Þjóðhátíðargestir flykkjast nú í land. Enginn bílstjóri kemst af svæðinu án þess að vera athugaður af lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Herjólfur siglir í dag

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag samkvæmt áætlun. Fella þurfti niður síðustu tvær ferðir ferjunnar síðdegis í gær vegna „aðstæðna í höfninni“.

Innlent
Fréttamynd

Kven­fólkið í Eyjum bjargaði deginum

Tugir kvenna í Vestmannaeyjum komu þjóðhátíðargestum til hjálpar í nótt og þurrkuðu föt þeirra og sængur sem höfðu blotnað í óveðrinu sem gekk yfir eyjarnar. Gestir voru ánægðir með þjónustuna.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnu­dags

Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær.

Innlent
Fréttamynd

Herjólfur siglir ekki meira í dag

Ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni og falla því tvær síðustu ferðir Herjólfs niður í dag, klukkan 17 frá Vestmanneyjum og klukkan 18 frá Landeyjarhöfn.

Innlent
Fréttamynd

Mynda­syrpa úr Eyjum: „Út með kassann og á­fram gakk“

Slagviðri gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og í nótt og olli þar nokkrum usla. Þó nokkrir gestir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni og fuku einhver tjöld. Þar á meðal hvít tjöld og bjórtjaldið og var öll dagskrá stöðvuð, að stóra sviðinu undanskildu.

Lífið
Fréttamynd

„Það var tölu­vert verra veður en spáin sagði“

Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir veðrið í Eyjum á miðnætti hafa verið töluvert verra en veðurspáin sagði. Vindurinn hafi tekið nokkur hvít tjöld semog bjórtjaldið. Því var öll dagskrá stöðvuð nema á stóra sviðinu. Nú sé verið að taka til og meta aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna ó­veðurs

Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Þá var stóra danstjaldið fellt til að forða því frá foki og veitinga- og tónlistartjöldin í fremri hluta Herjólfsdal rýmd til að tryggja öryggi.

Innlent
Fréttamynd

Þjóð­há­tíð í Eyjum: Far­þega­fjöldi í Herjólfi komi á ó­vart

Þjóðhátíð í Eyjum var sett í gær með árlegu húkkaraballi. Jónas Guðbjörn Jónsson formaður Þjóðhátíðarnefndar segir vel hafa gengið í gær og segir að Eyjamenn séu vel búnir undir veðrið. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir farþegafjölda koma á óvart, ekkert rof verði á ferðum Herjólfs. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri segjast búast við margmenni.

Innlent
Fréttamynd

Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina

Verslunarmannahelgin er nú gengin í garð. Veðurfræðingur segir líkur á að tjöld muni fjúka í Eyjum í nótt, góðu fréttirnar séu hinsvegar þær að veðrið eigi að ganga hraðar yfir en áður hafi verið spáð. Tekið sé að skýrast hvar besta veðrið verður um helgina. 

Innlent
Fréttamynd

Spá­menn bjóða betur en veður­fræðingar

Veðurstofan hefur spáð leiðindaveðri víða um landið um verslunarmannahelgina, ekki síst á Þjóðhátíð í Eyjum. Fréttastofa leitaði á náðir spámanna og miðla sem bjóða sumir betur.

Lífið
Fréttamynd

Ætlar í pásu frá giggum

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin ætlar að taka sér pásu frá því að koma fram á tónleikum og öðrum viðburðum eftir verslunarmannahelgina. Hann hyggst einbeita sér að rekstri fyrirtækis síns.

Lífið
Fréttamynd

Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið

Þríeykið á bak við hlaðvarpið Veisluna kemur fram á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í ár. Það eru þeir Gústi B, Arnór Snær og Siggi Bond en vinirnir eru gríðarlega spenntir og segja mikla vinnu hafa farið í undirbúning atriðisins sem er á dagskrá á laugardagskvöldinu.

Tónlist
Fréttamynd

„Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“

Foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lést eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000 biðla til ferðalanga um komandi Verslunarmannahelgi að ígrunda og sýna varkárni. Lífið sé viðkvæmt og dýrmætt sem hafa skuli í huga ferðahelgina miklu sem aðra daga.

Innlent
Fréttamynd

Rok og rigning sama hvert er litið

Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur áður verið fýsilegri en hún er í ár. Veðurfræðingur spáir roki og rigningu um allt land á laugardag og segir óvitlaust að gera pollagalla að inngönguskilyrði inn í Herjólfsdal.

Veður