Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. ágúst 2025 12:06 Veðurspáin í Eyjum er öllu betri í dag en var fyrr um helgina. Vísir/Viktor Freyr Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt, og tvær slíkar tilkynningar hafa borist lögreglunni á Akureyri um helgina. Heilt yfir hafa hátíðarhöld víðast hvar gengið vel fyrir sig það sem af er helgi samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum um landið. Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmis horn að líta í nótt en flest málin tengdust aðstoð við gesti vegna ölvunar. Tvö minni háttar fíkniefnamál komu upp og þá var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í nótt að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Það fylgir því miður skemmtanahaldi stundum, en þær eru flokkaðar sem minniháttar líkamsárásir og við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um alvarleg afbrot það sem af er hátíð og við vonum að það verði bara þannig áfram. Það gistu tveir fangageymslu í nótt og það var bara vegna ölvunarástands. Þeir fá bara að fara sína leið þegar þeir eru búnir að sofa úr sér.“ Ferðir Herjólfs eru aftur komnar á rétt ról en veður hefur sett strik í reikninginn fyrr um helgina. „Það er allt samkvæmt áætlun í dag, þeir eru að fara í landeyjahöfn og veðrið hefur lagast helling og spáin er bara fín fyrir kvöldið og nóttina, þannig við eigum ekki von á að það verði rof á samgöngum.“ Að frátöldu óveðrinu sem gekk yfir segir Stefán Þjóðhátíð hafa farið að mestu leyti afar vel fram. „Bara hrósa þessum krökkum, þetta eru yfirleitt þessir gestir sem eru að koma hérna, mér finnst þau vel búin, kurteis og til fyrirmyndar,“ segir Stefán. Margt um manninn fyrir norðan Gríðarlegur fjöldi fólks er á Akureyri um verslunarmannahelgina, jafnvel enn fleiri en búist var við að sögn varðstjóra. Nokkur minniháttar mál hafa komið inn á borð lögreglunnar í umdæminu, sem flest tengjast ölvun, nokkur minni fíkniefnamál en einnig tvær líkamsárásir sem báðar teljast minniháttar. Þung umferð hefur verið í umdæminu og hefur nokkur fjöldi ökumanna verið stöðvaður fyrir ofhraðan akstur. Að öðru leyti hefur helgin gengið vel fyrir sig að sögn Andra Freys Sveinssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Lögreglumál Akureyri Verslunarmannahelgin Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmis horn að líta í nótt en flest málin tengdust aðstoð við gesti vegna ölvunar. Tvö minni háttar fíkniefnamál komu upp og þá var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í nótt að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Það fylgir því miður skemmtanahaldi stundum, en þær eru flokkaðar sem minniháttar líkamsárásir og við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um alvarleg afbrot það sem af er hátíð og við vonum að það verði bara þannig áfram. Það gistu tveir fangageymslu í nótt og það var bara vegna ölvunarástands. Þeir fá bara að fara sína leið þegar þeir eru búnir að sofa úr sér.“ Ferðir Herjólfs eru aftur komnar á rétt ról en veður hefur sett strik í reikninginn fyrr um helgina. „Það er allt samkvæmt áætlun í dag, þeir eru að fara í landeyjahöfn og veðrið hefur lagast helling og spáin er bara fín fyrir kvöldið og nóttina, þannig við eigum ekki von á að það verði rof á samgöngum.“ Að frátöldu óveðrinu sem gekk yfir segir Stefán Þjóðhátíð hafa farið að mestu leyti afar vel fram. „Bara hrósa þessum krökkum, þetta eru yfirleitt þessir gestir sem eru að koma hérna, mér finnst þau vel búin, kurteis og til fyrirmyndar,“ segir Stefán. Margt um manninn fyrir norðan Gríðarlegur fjöldi fólks er á Akureyri um verslunarmannahelgina, jafnvel enn fleiri en búist var við að sögn varðstjóra. Nokkur minniháttar mál hafa komið inn á borð lögreglunnar í umdæminu, sem flest tengjast ölvun, nokkur minni fíkniefnamál en einnig tvær líkamsárásir sem báðar teljast minniháttar. Þung umferð hefur verið í umdæminu og hefur nokkur fjöldi ökumanna verið stöðvaður fyrir ofhraðan akstur. Að öðru leyti hefur helgin gengið vel fyrir sig að sögn Andra Freys Sveinssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Lögreglumál Akureyri Verslunarmannahelgin Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira