Vinnumarkaður Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. Innlent 13.5.2021 20:05 Húsnæði starfsmannaleigunnar „alger bráðabirgðalausn“ Eigandi starfsmannaleigu sem er ákærður fyrir að stefna lífi og heilsu starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í iðnaðarhúsnæði án tilskilinna leyfa gaf óljós svör við aðalmeðferð málsins í dag. Tók hann ekki beina afstöðu til sakarefnisins og sagði að búseturýmin í húsnæðinu hafi verið alger bráðabirgðalausn. Innlent 12.5.2021 15:36 „Eitt ljótasta mál sem ég hef séð á 30 ára ferli“ Sviðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir sakamál gegn eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob eitt það ljótasta sem hann hefur séð á sínum 30 ára ferli. Mikil íkveikjuhætta var í húsnæðinu og ljóst að þar hefði getað orðið stórslys. Verkamenn bjuggu í litlum svefnkössum sem var staflað upp. Innlent 12.5.2021 13:31 Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. Innlent 12.5.2021 12:07 Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. Innlent 11.5.2021 14:28 Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. Innlent 10.5.2021 13:53 Fari hjól atvinnulífsins ekki að taka hratt við sér gæti þurft að ráðast í opinberar fjárfestingar Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að þúsund ráðningarsamningar hafi orðið til og um fjögur þúsund séu í ferli vegna verkefnisins Hefjum störf. Fari hjól atvinnulífsins ekki að taka hratt við sér gæti þurft að ráðast í opinberar fjárfestingar. Innlent 9.5.2021 13:01 Eru kennarar töframenn? Í umræðu um skóla án aðgreiningar og þann skort á sérfræðingum sem hefur loðað við innleiðingu stefnunnar kemur iðulega fram sú röksemd að kennarar séu einnig sérfræðingar og eigi að geta tekist á við vandann. Þeir þekki börnin best, þeir vita hvaða aðstoð nemendur þeirra þurfa, þeir séu færir í sínu fagi og flinkir í öllu. Skoðun 7.5.2021 14:01 Borgin að baki heimsfaraldurs Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er einn af fjölmörgum pistlahöfundum sem hefur gert framtíð borga að efnistökum í pistlaskrifum að undanförnu en víða má lesa dómsdagsspár um borgarsamfélög í ljósi heimsfaraldursins og tækniframfara sem gera fólki kleift að sinna störfum sínum óháð staðsetningu. Skoðun 7.5.2021 07:30 35 prósent starfsfólks á Íslandi í basli með líf sitt „Einna áhugaverðast er að rannsóknir tengdar bókinni styðja það enn og aftur að ein áhrifaríkasta leiðin til skapa heilbrigt starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á starfsfólk er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og nýta styrkleika sína í starfi, að sinna verkefnum sem því fellur vel að inna af hendi og hæfileikar þess nýtast,“ segir Marta Gall Jörgensen sérfræðingur hjá Gallup um nýútkomna bók, Wellbeing at Work: How to Build Resilient and Thriving Teams, eftir Jim Clifton stjórnarformann og framkvæmdastjóra Gallup á heimsvísu og Jim Harter, yfirrannsóknarstjóra. Atvinnulíf 7.5.2021 07:01 Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. Innlent 6.5.2021 19:21 Klárum leikinn: Framsókn í stuðningi á vinnumarkaði Síðastliðinn föstudag kynnti ríkisstjórnin frekari aðgerðir til að mæta afleiðingum Covid-19 í samfélaginu. Skoðun 6.5.2021 15:00 Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. Innlent 6.5.2021 14:01 Um tvö þúsund af atvinnuleysisskrá í vinnu Um tvö þúsund ráðningasamningar hafa verið gerðir í gegnum Vinnumálastofnun eftir að átak stjórnvalda „Hefjum störf“ var sett á laggirnar. Forstjóri stofnunarinnar segir alger umskipti hafa átt sér stað í atvinnumálum og nú sé meira að gera í að ráða fólk en skrá það á atvinnuleysisskrá. Innlent 6.5.2021 11:37 Alcoa sendir fólk utan í nám „Þó að stór hluti starfseminnar séu framleiðslustörf þá krefst starfsemin fjölbreyttra þekkingar og menntunar á fjölmörgum fagsviðum. Sum þeirra eru kennd í okkar háskólum hér á landi en önnur höfum við þurft að sækja erlendis, til dæmis til Noregs og Bretlands. Að auki þjálfum við okkar starfmenn reglulega innan fyrirtækisins,“ segir Ásgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðhalds og áreiðanleika hjá Fjarðaráli. Atvinnulíf 6.5.2021 07:00 Fjölskyldum hjálpað að flytja til Íslands vegna Alvotech „Við auglýsum lausar stöður á vef Alvotech og fáum mikið magn umsókna. Við höfum einnig auglýst á ýmsum miðlum og það er mikill áhugi á störfum hjá Alvotech. En sumar stöður gengur verr að manna eins og gengur og gerist. Aðilar með mikla sérþekkingu sjá það sumir sem stóran þröskuld að flytja til Íslands,“ segir Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Aztiq Fjárfestinga, en það félag heldur utan um fasteignir sem leigðar eru út til erlendra starfsmanna hjá Alvotech og aðstoðar fjölskyldur sem flytjast erlendis frá, að koma sér fyrir á Íslandi. Atvinnulíf 5.5.2021 07:01 Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. Viðskipti innlent 4.5.2021 17:00 Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. Viðskipti innlent 4.5.2021 12:51 „Ef verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp“ Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir að þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum muni hafa gríðarleg áhrif á alþjóðahagkerfið í kjölfar heimsfaraldursins. Hann segir launahækkanir hér á landi hafa neikvæð áhrif á samkeppnisgreinar eins og ferðaþjónustu. Innlent 2.5.2021 15:08 Lúðrasveit og verkalýðsforkólfar blésu í lúðra á óvenjulegum baráttudegi verkalýðsins Baráttudagur verkalýðsins var haldinn hátíðlegur með óhefðbundnu sniði í dag vegna kórónuveirufaraldursins, annað árið í röð. Ávörp verkalýðsforingja voru flest rafræn og engar kröfugöngur voru á dagskrá. Innlent 1.5.2021 21:29 100 ný störf á Suðurnesjunum hjá Algalíf Líftæknifyrirtækið Algalíf á Ásbrú í Reykjanesbæ ætlar að þrefalda framleiðslu sína á fæðubótarefninu Astaxanthíni með því að stækka verksmiðju fyrirtækisins um rúmlega helming. Ársveltan fyrirtækisins mun fjórfaldast eftir stækkun og fara úr einum og hálfum milljarði króna í um fimm og hálfan milljarð króna. Innlent 1.5.2021 20:05 „Ef kallinu er ekki svarað þegar neyðin er mest, hvenær þá?“ Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir miður að viðbótarstuðningsaðgerðir stjórnvalda við stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins nái ekki til allra stúdenta. Ganga hefði þurft enn lengra en stjórnvöld hafi boðað. Hækkun grunnframfærslu námslána sé aðal áhyggjuefnið sem barist hafi verið fyrir í mörg ár, en því hafi ekki verið brugðist við með fullnægjandi hætti. Innlent 1.5.2021 15:44 „Smánarblettur sem á ekki að viðgangast“ Misskipting gæða og auðlinda er einn helsti vandi sem steðjar nú að íslensku samfélagi, að mati forseta ASÍ. Verkalýðsdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag með óheðfbundnu sniði - annað árið í röð. Innlent 1.5.2021 12:00 Fagfélögin og 1.maí Verkalýðshreyfingar landsins hafa svo sannarlega verk að vinna hverju sinni. Við þurfum að vinna að því að verja það sem náðst hefur, á sama tíma og við vinnum að auknum réttindum og kjörum. Skoðun 1.5.2021 08:01 Verjið afkomuna Í dag kynntu stjórnvöld nýjar og framlengdar aðgerðir vegna Covid-kreppunnar. Faraldurinn hefur sannanlega dregist á langinn og við þessar aðstæður er mikilvægt að sýna úthald. Ef ríkið dregur of snemma úr aðgerðum sínum til stuðnings fólki og fyrirtækjum er hætt við að það dýpki kreppuna. Skoðun 30.4.2021 15:01 Sköpum fleiri störf og brúum stafræna bilið Þróun og nýting stafrænnar tækni hefur tekið risavaxin og hröð skref síðustu misserin. Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hefur þessi þróun orðið svo ör í t.d. verslunar- og þjónustugreinum, að ekki er hægt að lýsa því öðruvísi en sem byltingu. Skoðun 30.4.2021 13:00 Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. Innlent 30.4.2021 12:18 Frétti af uppsögninni í gegnum skjáskot frá samstarfsmanni Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku Vegagerðina til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum samtals 11,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar þeirra árið 2019. Þeir sögðust báðir hafa frétt af uppsögnunum í gegnum samstarfsfólk sitt en kröfðu Vegagerðina um tíu sinnum hærri bætur en þeim var að lokum úthlutað. Innlent 29.4.2021 13:57 Loftslagsbreytingar og vinnumarkaðurinn Á næsta áratug verðum við á Íslandi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um nær helming. Ríkisstjórnin gaf út uppfærða útgáfu af aðgerðaáæltun í loftslagsmálum síðast liðið sumar með metnaðarfullum markmiðum. Margar af aðgerðunum eru þó óútfærðar og ekki vænlegar til árangurs nema ríkisvaldið taki til hendinni svo um munar. Skoðun 29.4.2021 10:31 „Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. Atvinnulíf 29.4.2021 07:01 « ‹ 54 55 56 57 58 59 60 61 62 … 97 ›
Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. Innlent 13.5.2021 20:05
Húsnæði starfsmannaleigunnar „alger bráðabirgðalausn“ Eigandi starfsmannaleigu sem er ákærður fyrir að stefna lífi og heilsu starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í iðnaðarhúsnæði án tilskilinna leyfa gaf óljós svör við aðalmeðferð málsins í dag. Tók hann ekki beina afstöðu til sakarefnisins og sagði að búseturýmin í húsnæðinu hafi verið alger bráðabirgðalausn. Innlent 12.5.2021 15:36
„Eitt ljótasta mál sem ég hef séð á 30 ára ferli“ Sviðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir sakamál gegn eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob eitt það ljótasta sem hann hefur séð á sínum 30 ára ferli. Mikil íkveikjuhætta var í húsnæðinu og ljóst að þar hefði getað orðið stórslys. Verkamenn bjuggu í litlum svefnkössum sem var staflað upp. Innlent 12.5.2021 13:31
Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. Innlent 12.5.2021 12:07
Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar. Innlent 11.5.2021 14:28
Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. Innlent 10.5.2021 13:53
Fari hjól atvinnulífsins ekki að taka hratt við sér gæti þurft að ráðast í opinberar fjárfestingar Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að þúsund ráðningarsamningar hafi orðið til og um fjögur þúsund séu í ferli vegna verkefnisins Hefjum störf. Fari hjól atvinnulífsins ekki að taka hratt við sér gæti þurft að ráðast í opinberar fjárfestingar. Innlent 9.5.2021 13:01
Eru kennarar töframenn? Í umræðu um skóla án aðgreiningar og þann skort á sérfræðingum sem hefur loðað við innleiðingu stefnunnar kemur iðulega fram sú röksemd að kennarar séu einnig sérfræðingar og eigi að geta tekist á við vandann. Þeir þekki börnin best, þeir vita hvaða aðstoð nemendur þeirra þurfa, þeir séu færir í sínu fagi og flinkir í öllu. Skoðun 7.5.2021 14:01
Borgin að baki heimsfaraldurs Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er einn af fjölmörgum pistlahöfundum sem hefur gert framtíð borga að efnistökum í pistlaskrifum að undanförnu en víða má lesa dómsdagsspár um borgarsamfélög í ljósi heimsfaraldursins og tækniframfara sem gera fólki kleift að sinna störfum sínum óháð staðsetningu. Skoðun 7.5.2021 07:30
35 prósent starfsfólks á Íslandi í basli með líf sitt „Einna áhugaverðast er að rannsóknir tengdar bókinni styðja það enn og aftur að ein áhrifaríkasta leiðin til skapa heilbrigt starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á starfsfólk er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og nýta styrkleika sína í starfi, að sinna verkefnum sem því fellur vel að inna af hendi og hæfileikar þess nýtast,“ segir Marta Gall Jörgensen sérfræðingur hjá Gallup um nýútkomna bók, Wellbeing at Work: How to Build Resilient and Thriving Teams, eftir Jim Clifton stjórnarformann og framkvæmdastjóra Gallup á heimsvísu og Jim Harter, yfirrannsóknarstjóra. Atvinnulíf 7.5.2021 07:01
Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. Innlent 6.5.2021 19:21
Klárum leikinn: Framsókn í stuðningi á vinnumarkaði Síðastliðinn föstudag kynnti ríkisstjórnin frekari aðgerðir til að mæta afleiðingum Covid-19 í samfélaginu. Skoðun 6.5.2021 15:00
Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. Innlent 6.5.2021 14:01
Um tvö þúsund af atvinnuleysisskrá í vinnu Um tvö þúsund ráðningasamningar hafa verið gerðir í gegnum Vinnumálastofnun eftir að átak stjórnvalda „Hefjum störf“ var sett á laggirnar. Forstjóri stofnunarinnar segir alger umskipti hafa átt sér stað í atvinnumálum og nú sé meira að gera í að ráða fólk en skrá það á atvinnuleysisskrá. Innlent 6.5.2021 11:37
Alcoa sendir fólk utan í nám „Þó að stór hluti starfseminnar séu framleiðslustörf þá krefst starfsemin fjölbreyttra þekkingar og menntunar á fjölmörgum fagsviðum. Sum þeirra eru kennd í okkar háskólum hér á landi en önnur höfum við þurft að sækja erlendis, til dæmis til Noregs og Bretlands. Að auki þjálfum við okkar starfmenn reglulega innan fyrirtækisins,“ segir Ásgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðhalds og áreiðanleika hjá Fjarðaráli. Atvinnulíf 6.5.2021 07:00
Fjölskyldum hjálpað að flytja til Íslands vegna Alvotech „Við auglýsum lausar stöður á vef Alvotech og fáum mikið magn umsókna. Við höfum einnig auglýst á ýmsum miðlum og það er mikill áhugi á störfum hjá Alvotech. En sumar stöður gengur verr að manna eins og gengur og gerist. Aðilar með mikla sérþekkingu sjá það sumir sem stóran þröskuld að flytja til Íslands,“ segir Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Aztiq Fjárfestinga, en það félag heldur utan um fasteignir sem leigðar eru út til erlendra starfsmanna hjá Alvotech og aðstoðar fjölskyldur sem flytjast erlendis frá, að koma sér fyrir á Íslandi. Atvinnulíf 5.5.2021 07:01
Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. Viðskipti innlent 4.5.2021 17:00
Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. Viðskipti innlent 4.5.2021 12:51
„Ef verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp“ Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir að þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum muni hafa gríðarleg áhrif á alþjóðahagkerfið í kjölfar heimsfaraldursins. Hann segir launahækkanir hér á landi hafa neikvæð áhrif á samkeppnisgreinar eins og ferðaþjónustu. Innlent 2.5.2021 15:08
Lúðrasveit og verkalýðsforkólfar blésu í lúðra á óvenjulegum baráttudegi verkalýðsins Baráttudagur verkalýðsins var haldinn hátíðlegur með óhefðbundnu sniði í dag vegna kórónuveirufaraldursins, annað árið í röð. Ávörp verkalýðsforingja voru flest rafræn og engar kröfugöngur voru á dagskrá. Innlent 1.5.2021 21:29
100 ný störf á Suðurnesjunum hjá Algalíf Líftæknifyrirtækið Algalíf á Ásbrú í Reykjanesbæ ætlar að þrefalda framleiðslu sína á fæðubótarefninu Astaxanthíni með því að stækka verksmiðju fyrirtækisins um rúmlega helming. Ársveltan fyrirtækisins mun fjórfaldast eftir stækkun og fara úr einum og hálfum milljarði króna í um fimm og hálfan milljarð króna. Innlent 1.5.2021 20:05
„Ef kallinu er ekki svarað þegar neyðin er mest, hvenær þá?“ Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir miður að viðbótarstuðningsaðgerðir stjórnvalda við stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins nái ekki til allra stúdenta. Ganga hefði þurft enn lengra en stjórnvöld hafi boðað. Hækkun grunnframfærslu námslána sé aðal áhyggjuefnið sem barist hafi verið fyrir í mörg ár, en því hafi ekki verið brugðist við með fullnægjandi hætti. Innlent 1.5.2021 15:44
„Smánarblettur sem á ekki að viðgangast“ Misskipting gæða og auðlinda er einn helsti vandi sem steðjar nú að íslensku samfélagi, að mati forseta ASÍ. Verkalýðsdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag með óheðfbundnu sniði - annað árið í röð. Innlent 1.5.2021 12:00
Fagfélögin og 1.maí Verkalýðshreyfingar landsins hafa svo sannarlega verk að vinna hverju sinni. Við þurfum að vinna að því að verja það sem náðst hefur, á sama tíma og við vinnum að auknum réttindum og kjörum. Skoðun 1.5.2021 08:01
Verjið afkomuna Í dag kynntu stjórnvöld nýjar og framlengdar aðgerðir vegna Covid-kreppunnar. Faraldurinn hefur sannanlega dregist á langinn og við þessar aðstæður er mikilvægt að sýna úthald. Ef ríkið dregur of snemma úr aðgerðum sínum til stuðnings fólki og fyrirtækjum er hætt við að það dýpki kreppuna. Skoðun 30.4.2021 15:01
Sköpum fleiri störf og brúum stafræna bilið Þróun og nýting stafrænnar tækni hefur tekið risavaxin og hröð skref síðustu misserin. Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hefur þessi þróun orðið svo ör í t.d. verslunar- og þjónustugreinum, að ekki er hægt að lýsa því öðruvísi en sem byltingu. Skoðun 30.4.2021 13:00
Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. Innlent 30.4.2021 12:18
Frétti af uppsögninni í gegnum skjáskot frá samstarfsmanni Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku Vegagerðina til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum samtals 11,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar þeirra árið 2019. Þeir sögðust báðir hafa frétt af uppsögnunum í gegnum samstarfsfólk sitt en kröfðu Vegagerðina um tíu sinnum hærri bætur en þeim var að lokum úthlutað. Innlent 29.4.2021 13:57
Loftslagsbreytingar og vinnumarkaðurinn Á næsta áratug verðum við á Íslandi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um nær helming. Ríkisstjórnin gaf út uppfærða útgáfu af aðgerðaáæltun í loftslagsmálum síðast liðið sumar með metnaðarfullum markmiðum. Margar af aðgerðunum eru þó óútfærðar og ekki vænlegar til árangurs nema ríkisvaldið taki til hendinni svo um munar. Skoðun 29.4.2021 10:31
„Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. Atvinnulíf 29.4.2021 07:01
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent