Sköpum umhverfi sem eykur atvinnuþátttöku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 24. mars 2022 13:30 Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun frá því í febrúar sl. voru 10.211 einstaklingar í atvinnuleit. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 9,2% en um 5% á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Vinnuveitendur hafa nefnt að misjafnlega gengur að ráða í auglýst störf af ýmsum ástæðum en ég tel að við getum gert betur og haft áhrif á það með því að hugsa út fyrir kassann. Þegar við viljum að eitthvað breytist þá þurfum við að vera óhrædd að koma með hugmyndir að breyttu verklagi sem geta aukið virkni og minnkað atvinnuleysi. Fjölbreyttur hópur einstaklinga er í atvinnuleit með mismunandi styrkleika og þarfir. Margir vilja fara í fullt starf, einhverjir hlutastarf, aðrir hafa skerta starfsgetu og svo mætti áfram telja. Framsækið verklag sem virkaði Á Suðurnesjum hefur hlutfall atvinnuleitenda verið hærra en annars staðar á landinu um nokkurt skeið. Í heimsfaraldrinum fór atvinnuleysi um tíma í um 24% í Reykjanesbæ. Þá voru góð ráð dýr. Ákveðið var að þróa nýtt tímabundið verklag í gegnum átakið „Hefjum störf“ í sveitarfélaginu þar sem ráðinn var atvinnumiðlari sem á örfáum mánuðum aðstoðaði yfir hundrað manns að komast í vinnu. Sveitarfélagið hafði þannig frumkvæði að samvinnu við Vinnumálastofnun og atvinnulífið á svæðinu, hringt var í einstaklinga og fyrirtæki, komið á tengingum milli aðila út frá samtali um áhugasvið og hæfni og einstaklingum fylgt eftir í vinnu. Auk þess voru á annan tug einstaklinga sem hófu starfsendurhæfingu hjá VIRK og voru því komnir á réttan stað í kerfinu þar sem hægt er að byggja þá upp á nýjan leik. Til mikils að vinna Ég tel að með því að innleiða samvinnuverklag líkt og þetta og gera það að almennu verklagi munum við skapa umhverfi sem fjölgar tækifærum til atvinnuþátttöku og virkni. Virkni hefur gríðarleg áhrif á vellíðan og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd svo það er til mikils að vinna. Við getum gert enn betur og ég velti fyrir mér hvort þau viðspyrnuúrræði sem stóðu til boða í heimsfaraldrinum hafi verið skammtímalausnir eða hvort þau voru í raun dulbúin tækifæri til innleiðingar á breyttu verklagi til framtíðar. Ég hvatti því félags- og vinnumarkaðsráðherra, í ræðu á Alþingi á dögunum, að kynna sér það verklag sem fór af stað í Reykjanesbæ. Það er einlæg von mín að Vinnumálastofnun, sveitarfélög og atvinnulífið taki höndum saman og efli samvinnu sína til framtíðar til að bjóða öllum þeim sem geta unnið vinnu. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun frá því í febrúar sl. voru 10.211 einstaklingar í atvinnuleit. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 9,2% en um 5% á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Vinnuveitendur hafa nefnt að misjafnlega gengur að ráða í auglýst störf af ýmsum ástæðum en ég tel að við getum gert betur og haft áhrif á það með því að hugsa út fyrir kassann. Þegar við viljum að eitthvað breytist þá þurfum við að vera óhrædd að koma með hugmyndir að breyttu verklagi sem geta aukið virkni og minnkað atvinnuleysi. Fjölbreyttur hópur einstaklinga er í atvinnuleit með mismunandi styrkleika og þarfir. Margir vilja fara í fullt starf, einhverjir hlutastarf, aðrir hafa skerta starfsgetu og svo mætti áfram telja. Framsækið verklag sem virkaði Á Suðurnesjum hefur hlutfall atvinnuleitenda verið hærra en annars staðar á landinu um nokkurt skeið. Í heimsfaraldrinum fór atvinnuleysi um tíma í um 24% í Reykjanesbæ. Þá voru góð ráð dýr. Ákveðið var að þróa nýtt tímabundið verklag í gegnum átakið „Hefjum störf“ í sveitarfélaginu þar sem ráðinn var atvinnumiðlari sem á örfáum mánuðum aðstoðaði yfir hundrað manns að komast í vinnu. Sveitarfélagið hafði þannig frumkvæði að samvinnu við Vinnumálastofnun og atvinnulífið á svæðinu, hringt var í einstaklinga og fyrirtæki, komið á tengingum milli aðila út frá samtali um áhugasvið og hæfni og einstaklingum fylgt eftir í vinnu. Auk þess voru á annan tug einstaklinga sem hófu starfsendurhæfingu hjá VIRK og voru því komnir á réttan stað í kerfinu þar sem hægt er að byggja þá upp á nýjan leik. Til mikils að vinna Ég tel að með því að innleiða samvinnuverklag líkt og þetta og gera það að almennu verklagi munum við skapa umhverfi sem fjölgar tækifærum til atvinnuþátttöku og virkni. Virkni hefur gríðarleg áhrif á vellíðan og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd svo það er til mikils að vinna. Við getum gert enn betur og ég velti fyrir mér hvort þau viðspyrnuúrræði sem stóðu til boða í heimsfaraldrinum hafi verið skammtímalausnir eða hvort þau voru í raun dulbúin tækifæri til innleiðingar á breyttu verklagi til framtíðar. Ég hvatti því félags- og vinnumarkaðsráðherra, í ræðu á Alþingi á dögunum, að kynna sér það verklag sem fór af stað í Reykjanesbæ. Það er einlæg von mín að Vinnumálastofnun, sveitarfélög og atvinnulífið taki höndum saman og efli samvinnu sína til framtíðar til að bjóða öllum þeim sem geta unnið vinnu. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar