Sköpum umhverfi sem eykur atvinnuþátttöku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 24. mars 2022 13:30 Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun frá því í febrúar sl. voru 10.211 einstaklingar í atvinnuleit. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 9,2% en um 5% á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Vinnuveitendur hafa nefnt að misjafnlega gengur að ráða í auglýst störf af ýmsum ástæðum en ég tel að við getum gert betur og haft áhrif á það með því að hugsa út fyrir kassann. Þegar við viljum að eitthvað breytist þá þurfum við að vera óhrædd að koma með hugmyndir að breyttu verklagi sem geta aukið virkni og minnkað atvinnuleysi. Fjölbreyttur hópur einstaklinga er í atvinnuleit með mismunandi styrkleika og þarfir. Margir vilja fara í fullt starf, einhverjir hlutastarf, aðrir hafa skerta starfsgetu og svo mætti áfram telja. Framsækið verklag sem virkaði Á Suðurnesjum hefur hlutfall atvinnuleitenda verið hærra en annars staðar á landinu um nokkurt skeið. Í heimsfaraldrinum fór atvinnuleysi um tíma í um 24% í Reykjanesbæ. Þá voru góð ráð dýr. Ákveðið var að þróa nýtt tímabundið verklag í gegnum átakið „Hefjum störf“ í sveitarfélaginu þar sem ráðinn var atvinnumiðlari sem á örfáum mánuðum aðstoðaði yfir hundrað manns að komast í vinnu. Sveitarfélagið hafði þannig frumkvæði að samvinnu við Vinnumálastofnun og atvinnulífið á svæðinu, hringt var í einstaklinga og fyrirtæki, komið á tengingum milli aðila út frá samtali um áhugasvið og hæfni og einstaklingum fylgt eftir í vinnu. Auk þess voru á annan tug einstaklinga sem hófu starfsendurhæfingu hjá VIRK og voru því komnir á réttan stað í kerfinu þar sem hægt er að byggja þá upp á nýjan leik. Til mikils að vinna Ég tel að með því að innleiða samvinnuverklag líkt og þetta og gera það að almennu verklagi munum við skapa umhverfi sem fjölgar tækifærum til atvinnuþátttöku og virkni. Virkni hefur gríðarleg áhrif á vellíðan og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd svo það er til mikils að vinna. Við getum gert enn betur og ég velti fyrir mér hvort þau viðspyrnuúrræði sem stóðu til boða í heimsfaraldrinum hafi verið skammtímalausnir eða hvort þau voru í raun dulbúin tækifæri til innleiðingar á breyttu verklagi til framtíðar. Ég hvatti því félags- og vinnumarkaðsráðherra, í ræðu á Alþingi á dögunum, að kynna sér það verklag sem fór af stað í Reykjanesbæ. Það er einlæg von mín að Vinnumálastofnun, sveitarfélög og atvinnulífið taki höndum saman og efli samvinnu sína til framtíðar til að bjóða öllum þeim sem geta unnið vinnu. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun frá því í febrúar sl. voru 10.211 einstaklingar í atvinnuleit. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 9,2% en um 5% á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Vinnuveitendur hafa nefnt að misjafnlega gengur að ráða í auglýst störf af ýmsum ástæðum en ég tel að við getum gert betur og haft áhrif á það með því að hugsa út fyrir kassann. Þegar við viljum að eitthvað breytist þá þurfum við að vera óhrædd að koma með hugmyndir að breyttu verklagi sem geta aukið virkni og minnkað atvinnuleysi. Fjölbreyttur hópur einstaklinga er í atvinnuleit með mismunandi styrkleika og þarfir. Margir vilja fara í fullt starf, einhverjir hlutastarf, aðrir hafa skerta starfsgetu og svo mætti áfram telja. Framsækið verklag sem virkaði Á Suðurnesjum hefur hlutfall atvinnuleitenda verið hærra en annars staðar á landinu um nokkurt skeið. Í heimsfaraldrinum fór atvinnuleysi um tíma í um 24% í Reykjanesbæ. Þá voru góð ráð dýr. Ákveðið var að þróa nýtt tímabundið verklag í gegnum átakið „Hefjum störf“ í sveitarfélaginu þar sem ráðinn var atvinnumiðlari sem á örfáum mánuðum aðstoðaði yfir hundrað manns að komast í vinnu. Sveitarfélagið hafði þannig frumkvæði að samvinnu við Vinnumálastofnun og atvinnulífið á svæðinu, hringt var í einstaklinga og fyrirtæki, komið á tengingum milli aðila út frá samtali um áhugasvið og hæfni og einstaklingum fylgt eftir í vinnu. Auk þess voru á annan tug einstaklinga sem hófu starfsendurhæfingu hjá VIRK og voru því komnir á réttan stað í kerfinu þar sem hægt er að byggja þá upp á nýjan leik. Til mikils að vinna Ég tel að með því að innleiða samvinnuverklag líkt og þetta og gera það að almennu verklagi munum við skapa umhverfi sem fjölgar tækifærum til atvinnuþátttöku og virkni. Virkni hefur gríðarleg áhrif á vellíðan og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd svo það er til mikils að vinna. Við getum gert enn betur og ég velti fyrir mér hvort þau viðspyrnuúrræði sem stóðu til boða í heimsfaraldrinum hafi verið skammtímalausnir eða hvort þau voru í raun dulbúin tækifæri til innleiðingar á breyttu verklagi til framtíðar. Ég hvatti því félags- og vinnumarkaðsráðherra, í ræðu á Alþingi á dögunum, að kynna sér það verklag sem fór af stað í Reykjanesbæ. Það er einlæg von mín að Vinnumálastofnun, sveitarfélög og atvinnulífið taki höndum saman og efli samvinnu sína til framtíðar til að bjóða öllum þeim sem geta unnið vinnu. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun