Vinnumarkaður

36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars.

Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta
Sjötíu manns var sagt upp hjá Kömbum í gær og starfsfólki þess tilkynnt að fyrirtækið væri á leið í gjaldþrot. Laun voru ekki greidd út um síðustu mánaðamót.

Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“
Það er heldur betur hressileg stemning fyrir Hvatningardegi Vertonet sem haldinn verður á morgun. Því nú er nánast uppselt á viðburðinn.

Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum
Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða.

Laun kvenna og karla
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um launamun kvenna og karla.

Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda
„Það sem er athyglisvert er að fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda í fimm ár eða lengur. Og spurningin er þá: Ef svo verður, mun þetta fólk snúa til baka?“ spyr Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri rannsóknarfyrirtækisins Prósent.

Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra
Jón Björn Hákonarson, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir sveitarfélögin í landinu vera sjálfstæð stjórnvöld. Það sé þess vegna á þeirra borði að ákveða launakjör sinna bæjarstjóra.

Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum
Útflutningur er ein grunnstoða íslensks efnahagslífs og gegnir lykilhlutverki í að skapa gjaldeyristekjur, atvinnu og efnahagslegan stöðugleika. Lítill innanlandsmarkaður þýðir að íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli háð því að selja vörur og þjónustu erlendis til að vaxa og eflast sem hvetur til nýsköpunar og alþjóðlegrar samkeppnishæfni.

Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða
Hátt í þrettán þúsund manns voru atvinnulausir í febrúar samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra í mánuðinum var 5,5 prósent og hækkaði það um 0,6 prósentustig á milli mánaða.

Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar
Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót.

Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa
Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur.

Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári
Horfur eru á 1,8 prósent hagvexti í ár og að hann verði drifinn áfram af aukinni innlendri eftirspurn, á meðan framlag utanríkisviðskipta verður neikvætt.

Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum
Sjö starfsmönnum Rauða krossins hefur verið sagt upp þar sem að samningur Rauða krossins við Vinnumálastofnun um félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd verður ekki endurnýjaður.

Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga
ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar.

Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi
Samskipti eru ein af grunnstoðum árangursríkra vinnustaða. Þau móta menningu fyrirtækja, hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og geta ráðið úrslitum um hvort starfsfólk dafnar í starfi eða upplifir streitu og vanlíðan.

Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax
Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR með tæplega helming atkvæða, segist vilja hefja undirbúning fyrir gerð næstu kjarasamninga strax eftir aðalfund félagsins í lok mars. Nauðsynlegt sé að fylgja eftir loforðum stjórnvalda og stórfyrirtækja um að halda aftur af verðhækkunum og fara meitluð inn í næstu kjaraviðræður.

Úrslitin komu Höllu ekki á óvart
Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR, segir úrslit í formannskjörinu ekki hafa komið sér á óvart. Sitjandi formaður sé alltaf með forskot en hún hafi haft aðgengi að sömu gögnum og aðrir frambjóðendur. Mikil vinna sé framundan í félaginu.

Vaktin: Halla kjörin formaður VR
Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR samkvæmt heimildum fréttastofu. Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs formanns og stjórnar VR lauk á hádegi í dag. Fréttastofa fylgist með þróun mála í vaktinni og í beinni útsendingu.

Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn
Fagleg ánægja og stolt starfsmanna auglýsingastofa er hátt hér á landi og í takt við evrópskt meðaltal. Bjartsýni starfsfólks á framtíð greinarinnar er meiri en annars staðar í Evrópu en á sama tíma finnur starfsfólk fyrir mestri streitu.

„Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“
„Við heyrum af því að Íslandsstofa er kannski að leggja gríðarlega fjármuni í auglýsingaherferðir þar sem Ísland er auglýst sem þessi hreina og fallega náttúruperla sem Ísland er. Við gerum út á þennan hreinleika og erum stolt af þeirri ímynd sem Ísland hefur skapað sér,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Langbrók.

Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn
Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn.

Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu
Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti.

Segja upp 52 sjómönnum
Brim hf. hefur sagt upp tveimur áhöfnum, sem samtals telja 52 manns, á frystitogaranum Vigra RE 71. Allt bendir til þess að yfirstandandi veiðitúr sé síðasti túr skipsins.

Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða
Janus endurhæfing mun loka geðendurhæfingarúrræði sínu þann 1. júní og hefur öllu starfsfólki verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir að grátandi foreldrar hringi ráðalausir þar sem engin önnur lausn er í sjónmáli í stað þeirrar þjónustu sem Janus endurhæfing hefur veitt börnum þeirra, fullorðnum ungmennum með fjölþættan vanda. Skjólstæðingar hafa sjálfir hafið undirskriftasöfnun.

64 sagt upp í þremur hópuppsögnum
Vinnumálastofnun bárust þrjár tilkynningar um hópuppsagnir í nýliðnum febrúarmánuði.

Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp
Tuttugu og þremur af tuttugu og átta starfsmönnum sláturhúss SAH afurða á Blönduósi sagt upp á föstudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, segir uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum Norðlenska Kjarnafæðis. Sveitarstjóri segir uppsagnirnar mikið högg fyrir allt samfélagið.

Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir
Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga.

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Á sunnanverðum Vestfjörðum hafa samgöngur lengi verið áskorun, en á síðustu árum hefur hnignun þeirra haft veruleg áhrif á bæði ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu.

Smíðar eru nauðsyn
Smíðin er ekki bara starf hún er kjarninn í því að byggja samfélag sem stendur traustum fótum. Hún kennir okkur lausnamiðaða hugsun, sjálfstæði og skapandi vinnubrögð.

„Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“
„Það má ekki vera tabú að segja frá,“ segir Lára Herborg Ólafsdóttir lögmaður hjá LEX í samtali um netöryggismál.