Sveitarfélagið Hornafjörður

Fyrstir undir 18 ára aldri til að kjósa
Tímamót urðu í lýðræðissögu landsins í dag á Höfn í Hornafirði þegar fyrstu kjósendurnir undir átján ára aldri tóku þátt í almennum kosningum. Það voru þeir Ingólfur Vigfússon og Maríus Máni Jónsson, sem eru báðir 17 ára og kusu um hvort aðal- og deiliskipulag, um þéttingu byggðar Innbæ á Höfn, skuli halda gildi sínu.

Tekjuöflun ríkisins réði för við gjaldtöku með stuttum fyrirvara
Gjaldtaka sem átti að hefjast í Jökulsárlóni í gær frestast fram í næstu viku. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar lýsir yfir vonbrigðum með stuttan fyrirvara fyrir gjaldtökuna og segir hana ekki fela í sér álagsstýringu heldur sé um að ræða tekjuöflun fyrir hið opinbera.

Giftu sig í fjórða sinn á Íslandi
„Þegar ég lagði af stað í þetta óhefðbundna ævintýralíf þá hafði ég síst af öllu ímyndað mér að ég ætti eftir að gifta mig- hvað þá að ég ætti eftir gera það í lítilli kirkju á Íslandi, af öllum stöðum.“

Voru sextán klukkustundir að ná konunni af jöklinum
Um klukkan þrjú í gær óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum hafði fengið sleða sem hún dró á eftir sér í höfuðið. Björgunarsveitir héldu af stað úr tveimur áttum, en þegar komið var á staðinn þar sem talið var að fólkið væri, bólaði ekkert á hópnum.

Skíðagöngufólkið er fundið
Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag.

Skíðafólkið á Vatnajökli finnst ekki
Síðdegis í dag óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum datt og fékk sleða, sem hún var með í eftirdragi, í höfuðið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt björgunarsveitarfólki frá Höfn í Hornarfirði. Þegar björgunarsveitin kom að þeim stað þar sem talið var að hópurinn væri bólaði ekkert á honum. Nú er víðtæk leit hafin að fólkinu.

Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu
Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs.

Lífið í fámennasta grunnskóla landsins: Fjórir nemendur og skólasund í 120 kílómetra fjarlægð
Skólastjóri fámennasta grunnskóla landsins segir börnin stundum óska þess að vera fleiri en einungis fjórir nemendur eru í skólanum. Þurfa þau að keyra 120 kílómetra til að fara í skólasund en skólabílstjórinn er einnig íþróttakennari nemendanna og matráður skólans.

Þrír fluttir á slysadeild eftir að rúta valt á Öræfum
Rúta með tæplega þrjátíu farþegum valt í Öræfasveit í dag. Þrír voru fluttir með sjúkrabíl til Hafnar í Hornafirði og verða þaðan fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Enginn þeirra slösuðu er með lífshættulega áverka.

Afleit vinnubrögð hjá Vatnajökulsþjóðgarði
Það var vitað mál að um leið og þjónusta við ferðamenn risi aftur upp á hnén eftir heimsfaraldurinn - myndu tollheimtumenn og gjaldtökupáfar verða snöggir að skjótast út úr skúmaskotum sínum.

Hefja gjaldtöku við Jökulsárlón í sumar
Stefnt er að því að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þjóðgarðsvörður á svæðinu segir það vera löngu tímabæra aðgerð en fjármunirnir verða nýttir í viðhald á svæðinu og fleira.

Okkar eigið Ísland: „Við komumst ekki héðan, við erum fastir“
Í fjórða þætti af Okkar eigið Ísland, fara Garpur og Andri í leiðangur undir Vatnajökul. Þar hitta þeir Óskar Arason, eiganda Iceguide sem fer með þá á kajak á Heinabergslóni.

Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti
Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti.

Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar
Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt.

Undraveröld Breiðamerkurjökuls: „Þetta er algjörlega galið“
„Ég er búinn að vera að fylgjast með ótrúlega fallegum hellum,“ segir Garpur Elísabetarson. Eftir að sjá myndir og myndbönd á netinu fór hann í leiðangur að skoða íshella og svelga í Breiðamerkurjökli.

Vanbúnum ferðamönnum bjargað af Ketillaugarfjalli
Björgunarsveitafólk bjargaði í dag tveimur hollenskum ferðamönnum sem lent höfðu í sjálfheldu á Ketillaugarfjalli. Fjallið er nærri Höfn í Hornafirði en mennirnir höfðu ekki verið hefðbundna gönguleið sem gerði björgunarfólki erfiðara að finna þau.

Þrjú loftför, tvö slys og tíu slasaðir
Landhelgisgæslan vill hafa flugvél sína, sem gegndi mikilvægu hlutverki þegar alvarlegt umferðarlys varð á Suðurlandi í gær, oftar til taks hér á Íslandi. Tíu manns úr tveimur slysum voru fluttir til Reykjavíkur með þremur loftförum gæslunnar í gær; bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar.

Erlendir ferðamenn í öðrum bílnum en Íslendingar í hinum
Fólkið sem lenti í hörðum árekstri suður af Öræfajökli síðdegis í gær er bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra sem slösuðust en allir níu sem lentu í slysinu voru fluttir með flugi til Reykjavíkur.

Níu fluttir með flugi til Reykjavíkur eftir alvarlegt umferðarslys
Harður árekstur varð á Suðurlandi í dag. Fólksbíll og jeppi skullu saman á Suðurlandsvegi við Öldulón og Fagurhólsmýri, suður af Öræfajökli, um klukkan tvö en níu manns voru í bílunum tveimur.

Mikil tilhlökkun fyrir nýjum miðbæ á Höfn
Mikil eftirvænting er hjá íbúum á Höfn í Hornafirði fyrir nýjum miðbæ, sem er nú búið að teikna upp og er verið að undirbúa að byggja. Nýi miðbærinn verður í gömlum stíl líkt og miðbærinn á Selfossi.

Skipuð í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skipað Ingibjörgu Halldórsdóttur í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs frá 1. janúar.

Hrakfarir við Jökulsárlón: „Þetta var smá hasar“
„Hún gleymir þessu líklega seint. Menn geta nú ekki alltaf valið hvað minningar þeir taka með frá Íslandi,“ segir Tómas Ragnarsson, leiðsögumaður sem staddur var við Jökulsárlón á fjórða tímanum í dag þegar ferðamaður steypti bifreið niður brekku og beint út í lónið.

Á sjötta tug hornfirskra hrossa slátrað vegna alvarlegs brots
Matvælastofnun hefur lagt tímabundið bann við búfjárhaldi á umráðamann búfjár á ótilgreindum bæ í Hornafirði vegna alvarlegs brots á dýravelferðarlögum. Fimmtíu og fimm hrossum var slátrað vegna málsins.

Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð
Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi.

Hefja viðgerð á landshring Mílu í Djúpá við birtingu
Ekki tókst að hefja viðgerð á ljósleiðarastreng í landshring Mílu við Holt á Mýrum á Suðausturlandi í nótt. Strengurinn er slitinn úti í Djúpá en til stendur að hefjast handa við viðgerðina þegar birtir af degi.

Slit á landshring Mílu á Suðausturlandi
Slit hefur orðið á ljósleiðara landshring Mílu á Suðausturlandi, milli Hafnar í Hornafirði og Holts á Mýrum.

Kröfðust sex hundruð milljóna en fá ekki krónu
Forsvarsmenn tveggja eignarhaldsfélaga utan um fólksflutninga á Austurlandi fá ekki krónu frá Sambandi sveitarfélagi á Austurlandi. Félögin tvö höfðu krafið sambandið um tæpar 600 milljónir króna í skaðabætur lögbanns sem sett var á akstur þeirra á milli Hafnar og Egilsstaða.

„Svo sveiflaði ég kjólnum af mér til þess að sýna að ég væri líka eitthvað fallegt“
Nýlegur gjörningur Elísabetar Jökulsdóttur, rithöfundar og skálds, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en hún fór nakin með fyrirlestur um fegurðina. Með gjörningnum vildi Elísabet sýna að það væri eitthvað fallegt við alla. Hún segir það frelsandi að sýna sig, þó að hræðslan læðist vissulega að manni.

Mikil tilhlökkun er fyrir nýja veginum um Hornafjörð
Mikil spenna og tilhlökkun er á meðal heimamanna í Hornafirði og næsta nágrenni yfir nýjum vegi á hringveginum um Hornafjörð og nýjum fjórum tvíbreiðum brúm, sem verða byggðar þar, meðal annars yfir Hornafjarðafljót. Þegar framkvæmdum verður lokið mun hringvegurinn styttast um 12 kílómetra.

Ótrúlega flott röðun á heyrúllum á bænum Bjarnanesi
Það getur verið heilmikil kúnst að raða heyrúllum heim við bæi hjá bændum svo sómi sé af. Bóndinn á bænum Bjarnanesi rétt við Höfn í Hornafirði kann réttu handabrögðin við röðun rúlla því hann hefur raðað rúllunum sínum fimmtán hundruð við fjárhúsið af miklum myndarskap með dráttarvél.