Utanríkismál Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Fimmtán prósenta tollur á vörur frá Íslandi hefur tekið gildi í Bandaríkjunum. Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í morgun til að ræða þá breyttu stöðu sem uppi er í heimi alþjóðaviðskipta. Tollar Bandaríkjastjórnar og mögulegar verndaraðgerðir Evrópusambandsins á járnblendi voru á dagskrá fundarins þar sem sérfræðingar utanríkisráðuneytisins mættu. Innlent 7.8.2025 13:16 Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði nýverið grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að „Ísland ætti ekki að íhuga aðild að ESB“. Það er sérkennileg nálgun, ekki síst í ljósi þess að flestar samanburðarþjóðir Íslands í Evrópu hafa talið hag sínum borgið innan þess samstarfs. Skoðun 7.8.2025 11:01 Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Fundur hófst í utanríkismálanefnd Alþingis nú klukkan tíu þar sem tollahækkanir Bandaríkjastjórnar á íslenskar vörur og fyrirhugaðar verndaraðgerðir ESB vegna innflutnings á járnblendi eru til umræðu. Tollar Bandaríkjastjórnar tóku gildi í dag og verður nú fimmtán prósenta tollur lagður á útfluttar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. Innlent 7.8.2025 10:12 Boðar fund um tolla Trumps og ESB Utanríkismálanefnd Alþingis mun á fimmtudag koma saman til að ræða fyrirhugaða tolla sem lagðir verða á Ísland af hálfu Evrópusambandsins annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar. Innlent 5.8.2025 16:06 Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að styðja þurfi frekar við stofnanir sem sjá um öryggis- og varnamál. Hvað við köllum það, til dæmis leyniþjónustu, sé ekki stóra málið enda vilji hún ekki fara í „orðaleiki“. Innlent 4.8.2025 23:53 Alþjóðalög eða lögleysa? Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Skoðun 28.7.2025 15:00 Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir þungum áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja toll á kísiljárn frá Íslandi en eini kísiljárnframleiðandi Íslands er í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnin skorar á íslensk stjórnvöld að leggja allt kapp í að afstýra fyrirhuguðum áformum og ná samkomulagi við ESB. Innlent 28.7.2025 13:35 Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. Innlent 28.7.2025 11:47 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. Viðskipti innlent 28.7.2025 11:03 Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknar og meðlimur í utanríkismálanefnd segir fulltrúa minnihlutans í nefndinni sammála um að fyrirhugaðar tollahækkanir ESB á kísiljárn hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Innlent 27.7.2025 18:36 Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? 21. júlí síðastliðinn kom út yfirlýsing um málefni Palestínu undirrituð af utanríkisráðherrum 28 ríkja, þar á meðal Íslands, auk framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í málefnum jafnréttis, viðbragðsgetu og neyðarþjónustu. Skoðun 22.7.2025 18:01 Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Formaður utanríkismálanefndar segir sjálfsagt mál að utanríkismálanefnd komi saman og ræði stefnu Íslands í Evrópumálum, eftir heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í liðinni viku. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Innlent 21.7.2025 12:10 Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Þegar forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, stóð við hlið forsætisráðherra Íslands, Kristrúnar Frostadóttur, á blaðamannafundi á Keflavíkurflugvelli þann 17. júlí, hefði mátt ætla að þar færi viðburður sem markaði tímamót í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins. En í stað þess að beina kastljósinu að fjölbreyttu og margþættu samstarfi Íslands við Evrópu, snerist fundurinn nær alfarið um varnarmál. Skoðun 21.7.2025 10:03 „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir enga leið að lesa það úr fyrirliggjandi gögnum að Ísland hafi nokkurn tímann dregið umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka með formlegum hætti. Innlent 19.7.2025 20:04 „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. Innlent 19.7.2025 19:17 Þorgerður til í fund og það strax Búið er að boða til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis strax á mánudag eftir að þingmenn stjórnarandstöðu óskuðu eftir því að svo yrði gert. Utanríkisráðherra segir miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tortyggilega. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina sjálf gera heimsóknina tortryggilega. Innlent 19.7.2025 12:16 Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands. Innlent 18.7.2025 19:48 Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, meðvitaða pólitíska yfirlýsingu. Um sé að ræða grundvallarstefnubreytingu hvað samband Íslands og Evrópusambandsins varðar. Innlent 17.7.2025 21:34 Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. Innlent 17.7.2025 18:47 Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. Innlent 17.7.2025 17:40 „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Skipstjóri kafbáts segir það skipta sköpum að geta lagt að bryggju við Ísland við þjónustuheimsókn. Það gerðist í fyrsta sinn í dag við Grundartanga en Hæstsetti aðmíráll bandaríska sjóhersins í Evrópu segir rússneska kafbáta hafa sést víða í Norður-Atlantshafi undanfarið. Innlent 10.7.2025 20:31 Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Íslenskir borgaralegir sérfræðingar munu sinna störfum á herstjórnarmiðstöð við landamæri Rússlands og Finnlands. Um ræðir verkefni sem Svíþjóð fer fyrir og er hluti af auknum viðbúnaði Atlantshafsbandalagsins við landamæri þess við Rússland. Innlent 9.7.2025 07:00 Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 sem mögulega lausn á ágreiningi stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok. Hægt væri að kjósa um hana samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Innlent 8.7.2025 11:07 Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur verður í þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag og næstu daga þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn. Innlent 7.7.2025 10:33 Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Evrópuríki eru vöruð við hryðjuverkaógn af hælisleitendum og förufólki almennt í röð samfélagsmiðlafærslna sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti í fyrradag. Bandaríska sendiráðið vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum. Innlent 4.7.2025 09:01 Setja 150 milljónir aukalega í að aðstoða Palestínumenn Íslensk stjórnvöld ætla að veita 150 milljónum króna aukalega til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrri ríkisstjórn stöðvaði framlög Íslands til stofnunarinnar tímabundið vegna ásakana Ísraela um tengsl hennar við Hamas-samtökin. Innlent 26.6.2025 13:34 Stefna ríkisstjórnarinnar um „öryggi og varnir“ er skýr og skynsamleg Hernaðarlegt framlag Íslands ræðst af staðsetningu þess og lýtur aðallega að fælingarstefnu NATO gegn Rússlandi. Fælingin snýst um að reyna að sannfæra rússnesk stjórnvöld um það fyrirfram að árás á NATO – sem rétt er að taka fram að er almennt talin ólíkleg - yrði ekki bara svarað á meginlandinu. Umræðan 26.6.2025 09:14 Trumpistar eru víða Í dag eins og alla aðra daga fer fram þjóðarmorð í Palestínu. NATO þjóðir hafa frá upphafi skaffað þjóðarmorðingjunum vopn til ætlunverks síns. Nýjustu tölur benda til að um 400.000 manns hafi verið útrýmt frá því helförin hófst. Skoðun 26.6.2025 08:30 Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hjólar í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra fyrir að kalla Donald Trump „heillandi“ í viðtali í dag. Framkoma Þorgerðar sé niðurlægjandi fyrir konur og alla sem láta sig mannréttindi varða. Innlent 25.6.2025 20:35 Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. Erlent 25.6.2025 18:12 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 46 ›
Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Fimmtán prósenta tollur á vörur frá Íslandi hefur tekið gildi í Bandaríkjunum. Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í morgun til að ræða þá breyttu stöðu sem uppi er í heimi alþjóðaviðskipta. Tollar Bandaríkjastjórnar og mögulegar verndaraðgerðir Evrópusambandsins á járnblendi voru á dagskrá fundarins þar sem sérfræðingar utanríkisráðuneytisins mættu. Innlent 7.8.2025 13:16
Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði nýverið grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að „Ísland ætti ekki að íhuga aðild að ESB“. Það er sérkennileg nálgun, ekki síst í ljósi þess að flestar samanburðarþjóðir Íslands í Evrópu hafa talið hag sínum borgið innan þess samstarfs. Skoðun 7.8.2025 11:01
Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Fundur hófst í utanríkismálanefnd Alþingis nú klukkan tíu þar sem tollahækkanir Bandaríkjastjórnar á íslenskar vörur og fyrirhugaðar verndaraðgerðir ESB vegna innflutnings á járnblendi eru til umræðu. Tollar Bandaríkjastjórnar tóku gildi í dag og verður nú fimmtán prósenta tollur lagður á útfluttar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. Innlent 7.8.2025 10:12
Boðar fund um tolla Trumps og ESB Utanríkismálanefnd Alþingis mun á fimmtudag koma saman til að ræða fyrirhugaða tolla sem lagðir verða á Ísland af hálfu Evrópusambandsins annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar. Innlent 5.8.2025 16:06
Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að styðja þurfi frekar við stofnanir sem sjá um öryggis- og varnamál. Hvað við köllum það, til dæmis leyniþjónustu, sé ekki stóra málið enda vilji hún ekki fara í „orðaleiki“. Innlent 4.8.2025 23:53
Alþjóðalög eða lögleysa? Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Skoðun 28.7.2025 15:00
Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir þungum áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja toll á kísiljárn frá Íslandi en eini kísiljárnframleiðandi Íslands er í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnin skorar á íslensk stjórnvöld að leggja allt kapp í að afstýra fyrirhuguðum áformum og ná samkomulagi við ESB. Innlent 28.7.2025 13:35
Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. Innlent 28.7.2025 11:47
Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. Viðskipti innlent 28.7.2025 11:03
Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknar og meðlimur í utanríkismálanefnd segir fulltrúa minnihlutans í nefndinni sammála um að fyrirhugaðar tollahækkanir ESB á kísiljárn hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Innlent 27.7.2025 18:36
Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? 21. júlí síðastliðinn kom út yfirlýsing um málefni Palestínu undirrituð af utanríkisráðherrum 28 ríkja, þar á meðal Íslands, auk framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í málefnum jafnréttis, viðbragðsgetu og neyðarþjónustu. Skoðun 22.7.2025 18:01
Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Formaður utanríkismálanefndar segir sjálfsagt mál að utanríkismálanefnd komi saman og ræði stefnu Íslands í Evrópumálum, eftir heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í liðinni viku. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Innlent 21.7.2025 12:10
Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Þegar forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, stóð við hlið forsætisráðherra Íslands, Kristrúnar Frostadóttur, á blaðamannafundi á Keflavíkurflugvelli þann 17. júlí, hefði mátt ætla að þar færi viðburður sem markaði tímamót í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins. En í stað þess að beina kastljósinu að fjölbreyttu og margþættu samstarfi Íslands við Evrópu, snerist fundurinn nær alfarið um varnarmál. Skoðun 21.7.2025 10:03
„Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir enga leið að lesa það úr fyrirliggjandi gögnum að Ísland hafi nokkurn tímann dregið umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka með formlegum hætti. Innlent 19.7.2025 20:04
„Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. Innlent 19.7.2025 19:17
Þorgerður til í fund og það strax Búið er að boða til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis strax á mánudag eftir að þingmenn stjórnarandstöðu óskuðu eftir því að svo yrði gert. Utanríkisráðherra segir miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tortyggilega. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina sjálf gera heimsóknina tortryggilega. Innlent 19.7.2025 12:16
Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands. Innlent 18.7.2025 19:48
Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, meðvitaða pólitíska yfirlýsingu. Um sé að ræða grundvallarstefnubreytingu hvað samband Íslands og Evrópusambandsins varðar. Innlent 17.7.2025 21:34
Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. Innlent 17.7.2025 18:47
Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. Innlent 17.7.2025 17:40
„Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Skipstjóri kafbáts segir það skipta sköpum að geta lagt að bryggju við Ísland við þjónustuheimsókn. Það gerðist í fyrsta sinn í dag við Grundartanga en Hæstsetti aðmíráll bandaríska sjóhersins í Evrópu segir rússneska kafbáta hafa sést víða í Norður-Atlantshafi undanfarið. Innlent 10.7.2025 20:31
Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Íslenskir borgaralegir sérfræðingar munu sinna störfum á herstjórnarmiðstöð við landamæri Rússlands og Finnlands. Um ræðir verkefni sem Svíþjóð fer fyrir og er hluti af auknum viðbúnaði Atlantshafsbandalagsins við landamæri þess við Rússland. Innlent 9.7.2025 07:00
Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 sem mögulega lausn á ágreiningi stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok. Hægt væri að kjósa um hana samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Innlent 8.7.2025 11:07
Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur verður í þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag og næstu daga þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn. Innlent 7.7.2025 10:33
Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Evrópuríki eru vöruð við hryðjuverkaógn af hælisleitendum og förufólki almennt í röð samfélagsmiðlafærslna sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti í fyrradag. Bandaríska sendiráðið vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum. Innlent 4.7.2025 09:01
Setja 150 milljónir aukalega í að aðstoða Palestínumenn Íslensk stjórnvöld ætla að veita 150 milljónum króna aukalega til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrri ríkisstjórn stöðvaði framlög Íslands til stofnunarinnar tímabundið vegna ásakana Ísraela um tengsl hennar við Hamas-samtökin. Innlent 26.6.2025 13:34
Stefna ríkisstjórnarinnar um „öryggi og varnir“ er skýr og skynsamleg Hernaðarlegt framlag Íslands ræðst af staðsetningu þess og lýtur aðallega að fælingarstefnu NATO gegn Rússlandi. Fælingin snýst um að reyna að sannfæra rússnesk stjórnvöld um það fyrirfram að árás á NATO – sem rétt er að taka fram að er almennt talin ólíkleg - yrði ekki bara svarað á meginlandinu. Umræðan 26.6.2025 09:14
Trumpistar eru víða Í dag eins og alla aðra daga fer fram þjóðarmorð í Palestínu. NATO þjóðir hafa frá upphafi skaffað þjóðarmorðingjunum vopn til ætlunverks síns. Nýjustu tölur benda til að um 400.000 manns hafi verið útrýmt frá því helförin hófst. Skoðun 26.6.2025 08:30
Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hjólar í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra fyrir að kalla Donald Trump „heillandi“ í viðtali í dag. Framkoma Þorgerðar sé niðurlægjandi fyrir konur og alla sem láta sig mannréttindi varða. Innlent 25.6.2025 20:35
Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. Erlent 25.6.2025 18:12