Tryggingar

Fréttamynd

Sitja ein í súpunni og þrífa skítinn

Hjón í Kópavogi þrífa skólp af heimili sínu vopnuð kolagrímum og sitja uppi með milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að úrgangur flæddi inn í hús þeirra. Tryggingafélag hafnar bótaskyldu og fjölskyldan segir engin svör berast frá Kópavogsbæ.

Innlent
Fréttamynd

Heildartjónið nemur 150 milljónum króna

Náttúruhamfaratrygging Íslands metur tjónið af völdum snjóflóðsins sem féll í Neskaupstað á 150 milljónir króna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir aðallega um að ræða tjón á gólfefnum og timburverki. Bifreiðar eru almennt undanþegnar tryggingunni. 

Innlent
Fréttamynd

Langþráð úttekt á tryggingamarkaði

Neytendasamtökin fögnuðu nýverið 70 ára afmæli, eða þann 23. mars síðastliðinn. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra neytendamála, Neytendasamtökunum veglegan styrk til að styðja við ítarlega úttekt á tryggingamarkaði hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

„Allt sem við áttum fór í þetta“

Fjölskylda í Kópavogi stendur frammi fyrir milljónatjóni eftir að skólp flæddi upp um öll gólf vegna stíflu í röri, sem fjölskyldan segir á ábyrgð sveitarfélagsins. Kópavogsbær hafnar því að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir.

Innlent
Fréttamynd

Skólp flæddi inn á heimili fjöl­skyldu í Kópa­vogi: „Hér er allt fullt af skít“

Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni.

Innlent
Fréttamynd

Vörður tapaði 737 milljónum króna

Tryggingafélagið Vörður tapaði 737 milljónum króna árið 2022. Neikvæð afkoma skýrist samkvæmt fyrirtækinu einkum af óhagstæðum aðstæðum á verðbréfamarkaði. Forstjóri Varðar segir rekstrarniðurstöðuna vera vonbrigði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Við­skipta­vinir Sjó­vár fengu ó­vænta reikninga vegna tjóna frá 2020

Um fimmtíu viðskiptavinir tryggingafélagsins Sjóvár hafa á síðustu dögum fengið óvænta reikninga vegna innheimtu á eigin áhættu vegna tjóna frá árinu 2020. Talsmaður tryggingafélagsins segir að um viss mistök hafi verið að ræða – seinagang við innheimtu – og að kröfurnar verði ýmist felldar niður, endurgreiddar eða málin leyst á annan hátt.

Neytendur
Fréttamynd

Fær bætur eftir að hafa hrasað um lista og dottið niður stiga

Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða manni bætur vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 2019. Maðurinn var við vinnu á gistiheimili nokkru þegar hann hrasaði um állista sem komið hafði verið fyrir samskeytum efsta þreps og gólfs á efri hæð gistiheimilisins.

Innlent
Fréttamynd

VÍS minnkar enn veru­lega vægi skráðra hluta­bréfa í eigna­safninu

Markaðsvirði skráðra hlutabréfa í eignasafni VÍS minnkaði samanlagt um liðlega fjóra milljarða á árinu 2022 samtímis erfiðum aðstæðum á mörkuðum og aukinni áherslu á að draga úr áhættu í eignasafni tryggingafélagsins. Vægi óskráðra hlutabréfaeigna VÍS er núna orðið nánast jafn mikið og skráðra hlutabréfa félagsins.

Innherji
Fréttamynd

Nokkrar vangaveltur um tryggingar

Enn og aftur sting ég niður penna og fjalla um hækkun trygginga. Það er ekki að ástæðulausu, því í nýlegum Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að hlutfall þeirra sem ekki ná endum saman fjárhagslega hafi ekki verið jafn hátt í sjö ár og sögðust átta af hundrað safna skuldum.

Skoðun
Fréttamynd

Fær bætur eftir að hafa fræst á sér hand­legginn

Rafiðnaðarmaður, sem slasaðist illa þegar fræsari hrökk í handlegg hans við vinnu, fær greiddar bætur úr ábyrgðartryggingu Sjóvár. Sjóvá hafnaði ábyrgð og bar fyrir sig að um óhappaatvik hafi verið að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Þörf á frekari skoðun á tryggingamarkaði?

Í byrjun desember síðastliðnum barst mér svar við fyrirspurn minni til fjármála- og efnahagsráðherra um þróun iðgjalda tryggingafélaga síðustu ár. Ég hef áður fjallað um þessi og tengd neytendamál í grein sem bar yfirskriftina Að dansa í kringum gullkálfinn.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er hús­eig­andans að passa upp á“

Grýlukerti og klakabunkar sem víða sjást á húsþökum þessa dagana geta verið stórhættuleg þegar þau falla. Forvarnafulltrúi segir að húseigendur geti borið ábyrgð á tjóni sem af hlýst vegna klaka og grýlukerta. Þau geti reynst mjög hættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Skipaður for­stjóri Sjúkra­trygginga án aug­lýsingar

Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar.

Innlent