Fær engar slysabætur eftir að hafa ekið réttindalaus og „frosið“ á fjórhjólinu Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2024 13:34 Slysið varð á vegslóða út af Suðurstandarvegi við Grindavík í júlí 2021. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið VÍS og ferðaþjónustufyrirtækið Fjórhjólaævintýri af bótakröfu ungrar konu sem lenti í slysi í fjórhjólaferð á vegslóða við Suðurstrandarveg árið 2021. Dómarinn í málinu mat konuna hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi enda hafi hún ekki verið komin með ökuréttindi þegar slysið varð. Konan var sautján ára þegar slysið varð í júlí 2021 en hún var þá í ferð á vegum Fjórhjólaævintýra með um þrjátíu skyldmennum. Fram kemur að samkvæmt lögregluskýrslu hafi konan ekið hjólinu út af vegslóða sem liggur út af Suðurstrandarveg við Grindavík eftir að hafa misst stjórn á hjólinu og ekið utan í grjót. Við það hafi hjólið oltið, lent ofan á henni og hún meiðst á hægri hendi. Missti stjórn og „fraus“ Óumdeilt er að slysið varð eftir að ryk hafði þyrlast upp af vegslóða sem konan ók eftir í röð fleiri fjórhjóla. Sagðist konan hafa fengið mikið ryk á hjálminn sem hefði byrgt henni sýn svo henni hefði brugðið, hún misst stjórnina á hjólinu og frosið þannig að hjólið hefði leitað niður, farið á kant og oltið. Konan tilkynnti um slysið til VÍS í október 2022, eða rúmu ári eftir slysið. VÍS hafnaði þá bótaskyldu þar sem meðal annars var vísað til þess að frestur til að tilkynna um slysið væri útrunninn. Fyrir dómi kom fram að þátttakendur í fjórhjólaferðinni hafi allir ritað undir skjal þar sem þeir hafi lýst því yfir að hafa kynnt sér öryggisreglur þar sem meðal annars hafi komið fram að þátttakendur þyrftu að hafa gilt ökuskírteini. Konan var í ökunámi þegar slysið varð en óumdeilt var að hún væri þá ekki komin með ökuréttindi. Hún hafi átt eftir að taka verklegt og skriflegt ökupróf á umræddum tíma, og kvaðst hafa fallið einu sinni á skriflega prófinu áður en slysið varð. Ágreiningsefni laut fyrst og fremst að því hvort konan ætti rétt til óskertra bóta úr vátryggingu eða hvort líta bæri svo á að konan hafi sjálf verið meðvaldur að slysi sínu þannig að heimilt væri að skerða bætur til hennar. Stórkostlegt gáleysi Dómari í málinu teldi að konan hefði mátt gera sér grein fyrir því að ökuréttinda væri krafist til að aka fjórhjólinu og hún hefði sömuleiðis mátt gera sér grein fyrir því að akstur hennar á slíku hjóli í hópi með öðrum væri hættuleg í sjálfu sér. Aðstæður hafi enda verið krefjandi á vegslóða sem ekki er ætlaður almennri bílaumferð. „Liggur enda fyrir að stefnandi brást ekki við eins og ætla má að handhafi ökuréttinda geri þegar útsýni skerðist, hvort heldur er af moldarroki eða öðru, heldur „fraus“ og missti stjórn á ökutækinu. Af öllu framangreindu leiðir að mati dómsins að stefnandi telst með háttsemi sinni hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með akstri fjórhjólsins án ökuréttinda. Þá má og slá því föstu að orsakasamband hafi verið milli réttindaleysis stefnanda og þess að slysið varð. Samkvæmt framangreindu verður stefndi Vátryggingafélag Íslands hf. sýknaður af kröfum stefnanda,“ segir í dómnum. Konan naut gjafsóknar í málinu og féll málskostnaður því niður. Dómsmál Tryggingar VÍS Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Konan var sautján ára þegar slysið varð í júlí 2021 en hún var þá í ferð á vegum Fjórhjólaævintýra með um þrjátíu skyldmennum. Fram kemur að samkvæmt lögregluskýrslu hafi konan ekið hjólinu út af vegslóða sem liggur út af Suðurstrandarveg við Grindavík eftir að hafa misst stjórn á hjólinu og ekið utan í grjót. Við það hafi hjólið oltið, lent ofan á henni og hún meiðst á hægri hendi. Missti stjórn og „fraus“ Óumdeilt er að slysið varð eftir að ryk hafði þyrlast upp af vegslóða sem konan ók eftir í röð fleiri fjórhjóla. Sagðist konan hafa fengið mikið ryk á hjálminn sem hefði byrgt henni sýn svo henni hefði brugðið, hún misst stjórnina á hjólinu og frosið þannig að hjólið hefði leitað niður, farið á kant og oltið. Konan tilkynnti um slysið til VÍS í október 2022, eða rúmu ári eftir slysið. VÍS hafnaði þá bótaskyldu þar sem meðal annars var vísað til þess að frestur til að tilkynna um slysið væri útrunninn. Fyrir dómi kom fram að þátttakendur í fjórhjólaferðinni hafi allir ritað undir skjal þar sem þeir hafi lýst því yfir að hafa kynnt sér öryggisreglur þar sem meðal annars hafi komið fram að þátttakendur þyrftu að hafa gilt ökuskírteini. Konan var í ökunámi þegar slysið varð en óumdeilt var að hún væri þá ekki komin með ökuréttindi. Hún hafi átt eftir að taka verklegt og skriflegt ökupróf á umræddum tíma, og kvaðst hafa fallið einu sinni á skriflega prófinu áður en slysið varð. Ágreiningsefni laut fyrst og fremst að því hvort konan ætti rétt til óskertra bóta úr vátryggingu eða hvort líta bæri svo á að konan hafi sjálf verið meðvaldur að slysi sínu þannig að heimilt væri að skerða bætur til hennar. Stórkostlegt gáleysi Dómari í málinu teldi að konan hefði mátt gera sér grein fyrir því að ökuréttinda væri krafist til að aka fjórhjólinu og hún hefði sömuleiðis mátt gera sér grein fyrir því að akstur hennar á slíku hjóli í hópi með öðrum væri hættuleg í sjálfu sér. Aðstæður hafi enda verið krefjandi á vegslóða sem ekki er ætlaður almennri bílaumferð. „Liggur enda fyrir að stefnandi brást ekki við eins og ætla má að handhafi ökuréttinda geri þegar útsýni skerðist, hvort heldur er af moldarroki eða öðru, heldur „fraus“ og missti stjórn á ökutækinu. Af öllu framangreindu leiðir að mati dómsins að stefnandi telst með háttsemi sinni hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með akstri fjórhjólsins án ökuréttinda. Þá má og slá því föstu að orsakasamband hafi verið milli réttindaleysis stefnanda og þess að slysið varð. Samkvæmt framangreindu verður stefndi Vátryggingafélag Íslands hf. sýknaður af kröfum stefnanda,“ segir í dómnum. Konan naut gjafsóknar í málinu og féll málskostnaður því niður.
Dómsmál Tryggingar VÍS Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira