Varanlega hreyfihömluð en fær ekki bíl vegna skorts á vottorði Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2024 18:55 Margrét Lilja hefur notað hjólastól frá árinu 2017. Hún segir svo virðast sem Tryggingastofnun hafi áhyggjur af því að hún standi skyndilega upp úr stólnum. Margrét Lilja Arnheiðardóttir, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við Tryggingastofnun ríkisins. Hún hefur í tuttugu mánuði undirbúið bílakaup en þarf að byrja upp á nýtt þar sem áður samþykktur styrkur hefur verið felldur úr gildi. Ástæðan er sú að hreyfihömlunarvottorð hennar rann út um áramót. Margrét Lilja er varanlega hreyfihömluð. „Þetta er bara ömurlegt, allt lífið er sett á bið á meðan maður veit ekki hvað þeir ákveða. Þetta virðist vera ákveðið eftir hentisemi. Ég fékk styrkinn og hann á að vera í gildi til 31. maí í ár en allt í einu er hann ekki í gildi,“ segir Margrét Lilja í samtali við Vísi. Færsla hennar á Facebook, þar sem hún fer yfir málið hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Sér nú fram á að eignast bíl eftir tvö ár Margrét Lilja segir ótrúlega marga koma að borðinu þegar keyptur er sérútbúinn bíll fyrir „mikið hreyfihamlaða“, eins og Tryggingastofnun orði það. Þar nefnir hún iðjuþjálfa, fyrirtæki sem sér um hjálpartæki, Sjúkratryggingar, bílaumboð og bifvélavirkja. „Þetta er ótrúlega stórt batterí og núna þarf ég að byrja upp á nýtt og miðað við það hvað það tók þá langan tíma allt ferlið, þá er maður að sjá fram á að geta keypt bíl og átt eðlilegt líf árið 2026.“ Fyrir neðan allar hellur Margrét Lilja segir það fyrir neðan allar hellur að ferlið standi og falli með því að hún sé með hreyfihömlunarvottorð í gildi. Tryggingastofnun hafi aðgang að öllum gögnum sem sýni fram á að ekkert hafi breyst hjá henni, en hún hefur verið varanlega hreyfihömluð frá árinu 2017. Margrét Lilja er formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra. „Samt sem áður þarf maður að fara út um allan bæ að sækja vottorð hingað og þangað til þess að sanna að ég er í alvörunni fötluð. Ég er 150 prósent viss um að ef maður þyrfti ekki að eiga við Tryggingastofnun, þá myndi maður forðast það. Þeir halda einhvern veginn lífi manns í heljargreipum. Lífsgæði mín og sjálfstæði stoppa á Tryggingastofnun.“ Tvö til þrjú erindi á viku Margrét Lilja segir einsýnt að allt ferlið hvað varðar bílakaup fyrir fólk með hreyfihömlun þurfi að vera miklu skýrara. Það sé hvergi hægt að nálgast upplýsingar um hvernig ferlið er, hverja þarf að hafa samband við, hverju maður á rétt á. „Miðað við að stjórnsýslan hjá þeim er það góð, að þeir eru að svara fyrirspurn átta mánuðum eftir að hún er send inn, sýnir að það verður að taka til í þessu hjá þeim. Af því að ég alveg hundrað prósent viss um að ég er ekki sú eina sem lendir í þessu.“ Sem áður segir er Margrét Lilja formaður Sjálfsbjargar. Hún segir samtökunum berast tvö til þrjú erindi á viku frá hreyfihömluðu fólki vegna bílakaupa. „Maður þarf að vera með verkefnastjórnunargráðu til þess að ná að halda utan um þetta allt saman. Fólk er mjög týnt í kerfinu og það eru mjög margir, ef þeir eru ekki með sterkt stuðningsnet í kringum sig, sem gefast hreinlega upp á þessu.“ Málefni fatlaðs fólks Tryggingar Bílar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
„Þetta er bara ömurlegt, allt lífið er sett á bið á meðan maður veit ekki hvað þeir ákveða. Þetta virðist vera ákveðið eftir hentisemi. Ég fékk styrkinn og hann á að vera í gildi til 31. maí í ár en allt í einu er hann ekki í gildi,“ segir Margrét Lilja í samtali við Vísi. Færsla hennar á Facebook, þar sem hún fer yfir málið hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Sér nú fram á að eignast bíl eftir tvö ár Margrét Lilja segir ótrúlega marga koma að borðinu þegar keyptur er sérútbúinn bíll fyrir „mikið hreyfihamlaða“, eins og Tryggingastofnun orði það. Þar nefnir hún iðjuþjálfa, fyrirtæki sem sér um hjálpartæki, Sjúkratryggingar, bílaumboð og bifvélavirkja. „Þetta er ótrúlega stórt batterí og núna þarf ég að byrja upp á nýtt og miðað við það hvað það tók þá langan tíma allt ferlið, þá er maður að sjá fram á að geta keypt bíl og átt eðlilegt líf árið 2026.“ Fyrir neðan allar hellur Margrét Lilja segir það fyrir neðan allar hellur að ferlið standi og falli með því að hún sé með hreyfihömlunarvottorð í gildi. Tryggingastofnun hafi aðgang að öllum gögnum sem sýni fram á að ekkert hafi breyst hjá henni, en hún hefur verið varanlega hreyfihömluð frá árinu 2017. Margrét Lilja er formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra. „Samt sem áður þarf maður að fara út um allan bæ að sækja vottorð hingað og þangað til þess að sanna að ég er í alvörunni fötluð. Ég er 150 prósent viss um að ef maður þyrfti ekki að eiga við Tryggingastofnun, þá myndi maður forðast það. Þeir halda einhvern veginn lífi manns í heljargreipum. Lífsgæði mín og sjálfstæði stoppa á Tryggingastofnun.“ Tvö til þrjú erindi á viku Margrét Lilja segir einsýnt að allt ferlið hvað varðar bílakaup fyrir fólk með hreyfihömlun þurfi að vera miklu skýrara. Það sé hvergi hægt að nálgast upplýsingar um hvernig ferlið er, hverja þarf að hafa samband við, hverju maður á rétt á. „Miðað við að stjórnsýslan hjá þeim er það góð, að þeir eru að svara fyrirspurn átta mánuðum eftir að hún er send inn, sýnir að það verður að taka til í þessu hjá þeim. Af því að ég alveg hundrað prósent viss um að ég er ekki sú eina sem lendir í þessu.“ Sem áður segir er Margrét Lilja formaður Sjálfsbjargar. Hún segir samtökunum berast tvö til þrjú erindi á viku frá hreyfihömluðu fólki vegna bílakaupa. „Maður þarf að vera með verkefnastjórnunargráðu til þess að ná að halda utan um þetta allt saman. Fólk er mjög týnt í kerfinu og það eru mjög margir, ef þeir eru ekki með sterkt stuðningsnet í kringum sig, sem gefast hreinlega upp á þessu.“
Málefni fatlaðs fólks Tryggingar Bílar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira