Senegal

Fréttamynd

Um­mæli um van­þakk­læti Afríku­búa valda reiði

Ráðamenn í Senegal og Tjad hafa fordæmt ummæli Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ríki Sahelsvæðisins svokallaða hafi „gleymt að þakka fyrir“ hernaðaraðstoðina gegn víga- og uppreisnarhópum undanfarin ár. Frönskum hermönnum hefur verið gert að hypja sér frá báðum ríkjunum, auk annarra ríkja á undanförnum mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér

Ríkisstjórn Tjad tilkynnti í gær að binda ætti enda á varnarsamstarf með Frakklandi og mun það væntanlega fela í sér brotthvarf franskra hermanna þaðan. Tjad er síðasta ríkið á Sahelsvæðinu þar sem Frakkar eru enn með viðveru, eftir að þeim var vísað frá Búrkína Fasó, Malí og Níger í kjölfar valdarána.

Erlent
Fréttamynd

Felldu tugi og brenndu forsetaflugvélina

Vígamenn sem tengjast Al-Qaeda gerðu í vikunni umfangsmikla árás í Bamako, höfuðborg Malí. Þar eru þeir sagðir hafa banað rúmlega sjötíu manns auk þess sem þeir brenndu herflugvélar og einnig forsetaflugvél Assimi Goita, ofursta, sem leiðir herforingjastjórn Malí.

Erlent
Fréttamynd

Níu sæti enn til boða í Afríkukeppninni

Það standa enn níu sæti til boða á Afríkukeppni karla sem fer fram á Fílabeinsströndinni í byrjun næsta árs. Fimmtán lönd hafa þegar tryggt sér sæti á mótinu en lokaumferð undankeppninnar fer fram á dögunum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Óttast að yfir sextíu hafi farist

Óttast er að yfir sextíu manns hafi farist á leið sinni yfir Atlantshafið eftir að bátur fannst nærri Grænhöfðaeyjum undan vesturströnd Afríku. 38 hefur verið bjargað yfir á eyjuna Sal, þar á meðal börnum á aldrinum tólf til sextán ára.

Erlent
Fréttamynd

Tugir látnir og inn­flutningur notaðra dekkja bannaður í Senegal

Meira en tuttugu eru látin eftir að árekstur varð á milli trukks og rútu í norðanverðu Senegal í dag. Nærri fimmtíu manns voru í rútunni en hámarksfjöldi leyfðra farþega var 32. Talið er að innflutningur og sala notaðra dekkja eigi þátt í þeim mikla fjölda umferðarslysa sem verða á svæðinu. 

Erlent
Fréttamynd

Mané skaut Senegal á HM

Sadio Mané reyndist hetja Senegal er hann tryggði liðinu farseðilinn á HM eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í vítaspyrnukeppni. Liðsfélagi hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, og félagar hans í egypska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið.

Fótbolti
Fréttamynd

Senegal Afríkumeistari

Senegal varð í kvöld Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Egyptalandi í vítaspyrnukeppni. Segja má að markverðir beggja liða hafi stolið sviðsljósinu en staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Senegölsku systurnar fá ríkisborgararétt

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að senegölsku systurnar Elodie Marie og Régine Marthe Ndiaye fái ríkisborgararétt. Til stóð að vísa stúlkunum og foreldrum þeirra úr landi í haust eftir næstum sjö ára dvöl.

Innlent
Fréttamynd

„Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“

Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt.

Innlent
Fréttamynd

Lést vegna kórónuveirunnar

Pape Diouf, fyrrum forseti Marseille, er látinn en hann lést eftir baráttu við kórónuveiruna. Þetta var tilkynnt í gær en Pape lést í gær, þriðjudag.

Fótbolti
  • «
  • 1
  • 2