Senegölsku systurnar fá ríkisborgararétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2021 18:00 Regine Marthe og Elodie Marie ásamt foreldrum sínum, þeim Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf sem hafa búið hér og starfað í næstum sjö ár. Vísir/vilhelm Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að senegölsku systurnar Elodie Marie og Régine Marthe Ndiaye fái ríkisborgararétt. Til stóð að vísa stúlkunum og foreldrum þeirra úr landi í haust eftir næstum sjö ára dvöl. Mál fjölskyldunnar vakti mikla athygli fyrir áramót. Hjónin Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf yfirgáfu heimaland sitt Senegal vegna þess að Bassirou er kristinn og Mahe er íslamstrúar. Þau báru því fyrir sig að þeim væri ekki óhætt í Senegal vegna þess. Hjónin komu til Íslands árið 2014. Þau höfðu barist fyrir því síðan að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða og óskað eftir alþjóðlegri vernd. Báðar dætur þeirra eru fæddar hér á landi, Marie árið 2017 og Marthe árið 2014. Í nóvember afhenti stuðningsfólk fjölskyldunnar dómsmálaráðherra undirskriftalista með 21 þúsund undirskriftum, þar sem fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Elín Árnadóttir lögmaður fjölskyldunnar segir í samtali við Vísi að verði frumvarpið samþykkt, sem allar líkur eru á að verði gert í kvöld, fái stúlkurnar ríkisborgararétt. Það þýði að foreldrar þeirra fái dvalarleyfi á Íslandi. Erna Reka og Damon Albarn einnig á listanum Alls leggur nefndin til að þrjátíu umsækjendur fái ríkisborgararétt að þessu sinni. Auk senegölsku systranna er lagt til að hin þriggja ára Erna Reka fái ríkisborgararétt. Foreldrar hennar eru frá Albaníu og komu til landsins árið 2015. Þeim var vísað úr landi en komu hingað aftur skömmu síðar og sóttu í þá um dvalarleyfi. Erna fæddist á Íslandi árið 2017. Útlendingastofnun úrskurðaði að Ernu skyldi vísað úr landi ásamt foreldrum sínum. Þau kærðu úrskurðinn en héraðsdómur vísaði kröfu þeirra frá í febrúar 2019. Þá stóð til að vísa fjölskyldunni úr landi að óbreyttu. Þá er lagt til að breski tónlistarmaðurinn Damon Albarn, forsprakki hljómsveitanna Blur og Gorillaz, fái íslenskan ríkisborgararétt. Albarn er sannkallaður Íslandsvinur en hann hefur dvalið langdvölum hér á landi um árabil og á hús í Grafarvogi. Listi allsherjar- og menntamálanefndar yfir þá sem skulu öðlast ríkisborgararétt: Alexander Illarionov, f. 1984 í Rússlandi. Aqila Amiri, f. 1985 í Afganistan. Ari Abdulla Musa, f. 1993 í Írak. Bader Hamdan Ouda Matlaq, f. 1980 í Írak. Bergica Vicioso Encarnacion, f. 1981 í Dóminíska lýðveldinu. Damon Albarn, f. 1968 í Bretlandi. Ehsan Ísaksson, f. 1997 í Afganistan. Erna Reka, f. 2017 á Íslandi. Elodie Marie Ndiaye, f. 2017 á Íslandi. Hasan Al Haj, f. 1985 í Líbanon. Hoa Viet Nguyen, f. 1956 í Víetnam. Irina Timchenko, f. 1984 í Rússlandi. Jericka Mandia Labitigan, f. 1995 á Filippseyjum. Kamilla Krumina, f. 2018 á Íslandi. Karítas Emma Heiðarsdóttir, f. 2019 á Íslandi. Magatte Gueye, f. 1979 í Senegal. María Teresa D. Cruz Hemmingsen, f. 1985 í Argentínu. Martina Keshia Williams, f. 1990 á Jamaíku. Maryam Raisi, f. 1997 í Afganistan. Milena Pesic, f. 1984 í Serbíu. Narueporn Huadchai, f. 2003 í Taílandi. Othman Karoune, f. 1982 í Marokkó. Régine Marthe Ndiaye, f. 2014 á Íslandi. Shelan Hashim Mostafa Sabsaji, f. 1974 í Írak. Sofia Krumina, f. 2016 á Íslandi. Torpikey Farrash, f. 1955 í Afganistan. Van Nhoi Nguyen, f. 1960 í Víetnam. Viktorija Dovydaité, f. 1987 í Litháen. Yaroslav Pavlyuk, f. 1994 í Úkraínu. Yeneska I. Encarnacion Vicioso, f. 1999 í Dóminíska lýðveldinu. Hælisleitendur Senegal Íslandsvinir Tengdar fréttir Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 „Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“ Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. 13. nóvember 2020 14:09 Páll fékk stjörnuglýju í augu og steingleymdi tilmælum viðbragðsteymis þingsins Damon Albarn við þriðja mann í mat hjá Páli Magnússyni í Alþingishúsinu þrátt fyrir banni við heimsóknum. 11. mars 2020 15:45 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Mál fjölskyldunnar vakti mikla athygli fyrir áramót. Hjónin Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf yfirgáfu heimaland sitt Senegal vegna þess að Bassirou er kristinn og Mahe er íslamstrúar. Þau báru því fyrir sig að þeim væri ekki óhætt í Senegal vegna þess. Hjónin komu til Íslands árið 2014. Þau höfðu barist fyrir því síðan að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða og óskað eftir alþjóðlegri vernd. Báðar dætur þeirra eru fæddar hér á landi, Marie árið 2017 og Marthe árið 2014. Í nóvember afhenti stuðningsfólk fjölskyldunnar dómsmálaráðherra undirskriftalista með 21 þúsund undirskriftum, þar sem fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Elín Árnadóttir lögmaður fjölskyldunnar segir í samtali við Vísi að verði frumvarpið samþykkt, sem allar líkur eru á að verði gert í kvöld, fái stúlkurnar ríkisborgararétt. Það þýði að foreldrar þeirra fái dvalarleyfi á Íslandi. Erna Reka og Damon Albarn einnig á listanum Alls leggur nefndin til að þrjátíu umsækjendur fái ríkisborgararétt að þessu sinni. Auk senegölsku systranna er lagt til að hin þriggja ára Erna Reka fái ríkisborgararétt. Foreldrar hennar eru frá Albaníu og komu til landsins árið 2015. Þeim var vísað úr landi en komu hingað aftur skömmu síðar og sóttu í þá um dvalarleyfi. Erna fæddist á Íslandi árið 2017. Útlendingastofnun úrskurðaði að Ernu skyldi vísað úr landi ásamt foreldrum sínum. Þau kærðu úrskurðinn en héraðsdómur vísaði kröfu þeirra frá í febrúar 2019. Þá stóð til að vísa fjölskyldunni úr landi að óbreyttu. Þá er lagt til að breski tónlistarmaðurinn Damon Albarn, forsprakki hljómsveitanna Blur og Gorillaz, fái íslenskan ríkisborgararétt. Albarn er sannkallaður Íslandsvinur en hann hefur dvalið langdvölum hér á landi um árabil og á hús í Grafarvogi. Listi allsherjar- og menntamálanefndar yfir þá sem skulu öðlast ríkisborgararétt: Alexander Illarionov, f. 1984 í Rússlandi. Aqila Amiri, f. 1985 í Afganistan. Ari Abdulla Musa, f. 1993 í Írak. Bader Hamdan Ouda Matlaq, f. 1980 í Írak. Bergica Vicioso Encarnacion, f. 1981 í Dóminíska lýðveldinu. Damon Albarn, f. 1968 í Bretlandi. Ehsan Ísaksson, f. 1997 í Afganistan. Erna Reka, f. 2017 á Íslandi. Elodie Marie Ndiaye, f. 2017 á Íslandi. Hasan Al Haj, f. 1985 í Líbanon. Hoa Viet Nguyen, f. 1956 í Víetnam. Irina Timchenko, f. 1984 í Rússlandi. Jericka Mandia Labitigan, f. 1995 á Filippseyjum. Kamilla Krumina, f. 2018 á Íslandi. Karítas Emma Heiðarsdóttir, f. 2019 á Íslandi. Magatte Gueye, f. 1979 í Senegal. María Teresa D. Cruz Hemmingsen, f. 1985 í Argentínu. Martina Keshia Williams, f. 1990 á Jamaíku. Maryam Raisi, f. 1997 í Afganistan. Milena Pesic, f. 1984 í Serbíu. Narueporn Huadchai, f. 2003 í Taílandi. Othman Karoune, f. 1982 í Marokkó. Régine Marthe Ndiaye, f. 2014 á Íslandi. Shelan Hashim Mostafa Sabsaji, f. 1974 í Írak. Sofia Krumina, f. 2016 á Íslandi. Torpikey Farrash, f. 1955 í Afganistan. Van Nhoi Nguyen, f. 1960 í Víetnam. Viktorija Dovydaité, f. 1987 í Litháen. Yaroslav Pavlyuk, f. 1994 í Úkraínu. Yeneska I. Encarnacion Vicioso, f. 1999 í Dóminíska lýðveldinu.
Hælisleitendur Senegal Íslandsvinir Tengdar fréttir Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 „Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“ Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. 13. nóvember 2020 14:09 Páll fékk stjörnuglýju í augu og steingleymdi tilmælum viðbragðsteymis þingsins Damon Albarn við þriðja mann í mat hjá Páli Magnússyni í Alþingishúsinu þrátt fyrir banni við heimsóknum. 11. mars 2020 15:45 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13
„Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“ Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. 13. nóvember 2020 14:09
Páll fékk stjörnuglýju í augu og steingleymdi tilmælum viðbragðsteymis þingsins Damon Albarn við þriðja mann í mat hjá Páli Magnússyni í Alþingishúsinu þrátt fyrir banni við heimsóknum. 11. mars 2020 15:45