
Líbanon

Engar sannanir fyrir aðkomu Sýrlands að dauða Hariri
Engar sannanir eru fyrir því að forsvarsmenn Sýrlands eða Hezbollah-samtakanna hafi látið myrða Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, þó þessir aðilar hafi talið sig hagnast á dauða hans.

Rúmlega 16 milljónir söfnuðust fyrir Beirút hjá Rauða krossinum
Neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir íbúa Beirút vegna sprengingarinnar sem varð þar í síðustu viku er lokið. Rúmlega 16 milljónir söfnuðust og renna til Rauða krossins í Líbanon.

Líbanski herinn fær aukin völd
Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd.

Varaðir við hættunni í síðasta mánuði
Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina.

Sleit ríkisstjórn Líbanon: Segir spillinguna stærri en ríkið
Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika.

Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar
Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst.

Tvö hundruð talin af eftir sprenginguna
Sífellt fleiri finnast látin í rústum Beirút eftir sprenginguna þar í liðinni viku.

Fyrst ráðherra til að segja af sér eftir sprenginguna
Upplýsingamálaráðherra Líbanons, Manal Abdel Samad, tilkynnti um afsögn sína í morgun og varð þar með fyrst ráðherra til að segja af sér embætti eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút á þriðjudag.

Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur
Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar.

Ætlar að boða til snemmbúinna kosninga
Kröftug mótmæli hafa brotist út í líbönsku höfuðborginni Beirút eftir sprenginguna sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Sprengingin kostaði að minnsta kosti 158 manns lífið og má rekja hana til ammóníum-nítrats sem hafði verið geymt í miklu magni í geymslu á hafnarsvæði borgarinnar.

Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút
Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins.

Alvarlegt ástand og reiði í Beirút
innst 149 eru látnir en talið er að þeim muni fjölga þar sem margra er enn saknað.

Lögregla beitti mótmælendur í Beirút táragasi
Lögreglan beitti fólk sem safnast hafði saman hjá þinghúsinu táragasi.

Í miðri brúðarmyndtöku þegar sprengingin varð
Hin 29 ára gamla Israa Seblani var í miðri brúðarmyndatöku við Le Gray hótelið í Beirút þegar gríðarstór sprenging varð á hafnarsvæði borgarinnar á þriðjudag.

Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum.

Íbúar Beirút krefjast réttlætis eftir sprenginguna
Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag.

Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust.

Forseti og borgarstjóri senda samúðarkveðjur til Líbanon
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa sent kollegum sínum í Líbanon samúðarkveðjur.

Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni
Gervihnattamyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg.

Vel er fylgst með geymslu á ammóníum nítrat-áburði hér á landi
Sérfræðingur og fyrrum forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að vel sé fylgst með geymslu og notkun á ammóníum nítrat áburði hér á landi.

300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút
Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar.

Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir
Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns,

Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár
Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð.

Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast.

Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí
Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945.

Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút
Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt.

Að minnsta kosti tíu látnir í Beirút
Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir gríðarstóra sprengingu á hafnarsvæði líbönsku höfuðborgarinnar Beirút á fjórða tímanum í dag.

Gríðarstór sprenging í Beirút
Gríðarlega stór sprenging átti sér stað í höfn Beirút á fjórða tímanum í dag.

Mótmælin halda áfram í Líbanon
Mótmælin beinast að stjórnvöldum í landinu og hvernig þau hafa tekið á efnahagsmálum.

Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi
Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu.