Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 14:13 Stærðarinnar gígur myndaðist í höfninni í Beirút. Uppi til hægri má sjá farþegaflutningaskipið Orient Queen á hliðinni. Airbus Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. Stór hluti bryggjunnar sem vöruskemman sem sprakk í loft upp stóð á er horfinn. Þá má sjá á myndum að farþegaflutningaskip sem var hinu megin í höfninni fór á hliðina vegna höggbylgjunnar frá sprengingunni. Tala látinna hefur verið hækkuð í 113. Það er þó fastlega búist við því að hún muni hækka og það töluvert, þar sem margra er saknað. Þá telur héraðsstjóri héraðsins sem Beirút er í að allt að 300 þúsund manns hafi misst heimili sín í sprengingunni, sem olli gífurlegu tjóni víða í Beirút. Svo virðist sem að eldur hafi kviknað í áðurnefndri vöruskemmu, þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Þetta efni hafði verið geymt í vöruskemmunni frá 2014 þegar það ver tekið úr skipi. Reuters segir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar yfirvalda gefi í skyn að slysið hafði orðið vegna aðgerðaleysis og vanrækslu. Fregnir hafa borist af því að þegar sé búið að setja ótilgreindan fjölda embættismanna í stofufangelsi vegna rannsóknar á því af hverju efnin hafi legið svo lengi í þessari vöruskemmu. Í frétt Al Jazeera segir að efnið verið flutt til Líbanon um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið, sem var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu, var á leið frá Georgíu til Mosambík. Vegna bilunar þurfti að stöðva þá ferð í Líbanon. Embættismenn í Líbanon komu þó í veg fyrir að skipinu var siglt af stað aftur og að endanum yfirgáfu eigendur skipsins og áhöfn þess það. Farmur skipsins var þá fluttur í vöruskemmuna og skilinn þar eftir, samkvæmt Al Jazeera. Þar segir einnig að starfsmenn Tolls Líbanon hafi reynt að losna við farminn í júní 2014. Á næstu árum hafi þeir svo sent fimm bréf til viðbótar þar sem þeir vöruðu við hættunni af farminum og sögðust vilja losna við hann. Það gekk þó ekki eftir. Hér að neðan má sjá gervihnattamyndir sem sýna muninn á höfninni fyrir og eftir sprenginguna. Hi-res satellite imagery of #Beirut explosion. Before and after. (c)@CNES 2020, Distribution @AirbusSpace pic.twitter.com/wE1kJgjIqH— Jonathan Amos (@BBCAmos) August 5, 2020 Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. 4. ágúst 2020 23:02 Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. Stór hluti bryggjunnar sem vöruskemman sem sprakk í loft upp stóð á er horfinn. Þá má sjá á myndum að farþegaflutningaskip sem var hinu megin í höfninni fór á hliðina vegna höggbylgjunnar frá sprengingunni. Tala látinna hefur verið hækkuð í 113. Það er þó fastlega búist við því að hún muni hækka og það töluvert, þar sem margra er saknað. Þá telur héraðsstjóri héraðsins sem Beirút er í að allt að 300 þúsund manns hafi misst heimili sín í sprengingunni, sem olli gífurlegu tjóni víða í Beirút. Svo virðist sem að eldur hafi kviknað í áðurnefndri vöruskemmu, þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Þetta efni hafði verið geymt í vöruskemmunni frá 2014 þegar það ver tekið úr skipi. Reuters segir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar yfirvalda gefi í skyn að slysið hafði orðið vegna aðgerðaleysis og vanrækslu. Fregnir hafa borist af því að þegar sé búið að setja ótilgreindan fjölda embættismanna í stofufangelsi vegna rannsóknar á því af hverju efnin hafi legið svo lengi í þessari vöruskemmu. Í frétt Al Jazeera segir að efnið verið flutt til Líbanon um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið, sem var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu, var á leið frá Georgíu til Mosambík. Vegna bilunar þurfti að stöðva þá ferð í Líbanon. Embættismenn í Líbanon komu þó í veg fyrir að skipinu var siglt af stað aftur og að endanum yfirgáfu eigendur skipsins og áhöfn þess það. Farmur skipsins var þá fluttur í vöruskemmuna og skilinn þar eftir, samkvæmt Al Jazeera. Þar segir einnig að starfsmenn Tolls Líbanon hafi reynt að losna við farminn í júní 2014. Á næstu árum hafi þeir svo sent fimm bréf til viðbótar þar sem þeir vöruðu við hættunni af farminum og sögðust vilja losna við hann. Það gekk þó ekki eftir. Hér að neðan má sjá gervihnattamyndir sem sýna muninn á höfninni fyrir og eftir sprenginguna. Hi-res satellite imagery of #Beirut explosion. Before and after. (c)@CNES 2020, Distribution @AirbusSpace pic.twitter.com/wE1kJgjIqH— Jonathan Amos (@BBCAmos) August 5, 2020
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. 4. ágúst 2020 23:02 Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13
Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12
Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. 4. ágúst 2020 23:02
Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00