Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 14:13 Stærðarinnar gígur myndaðist í höfninni í Beirút. Uppi til hægri má sjá farþegaflutningaskipið Orient Queen á hliðinni. Airbus Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. Stór hluti bryggjunnar sem vöruskemman sem sprakk í loft upp stóð á er horfinn. Þá má sjá á myndum að farþegaflutningaskip sem var hinu megin í höfninni fór á hliðina vegna höggbylgjunnar frá sprengingunni. Tala látinna hefur verið hækkuð í 113. Það er þó fastlega búist við því að hún muni hækka og það töluvert, þar sem margra er saknað. Þá telur héraðsstjóri héraðsins sem Beirút er í að allt að 300 þúsund manns hafi misst heimili sín í sprengingunni, sem olli gífurlegu tjóni víða í Beirút. Svo virðist sem að eldur hafi kviknað í áðurnefndri vöruskemmu, þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Þetta efni hafði verið geymt í vöruskemmunni frá 2014 þegar það ver tekið úr skipi. Reuters segir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar yfirvalda gefi í skyn að slysið hafði orðið vegna aðgerðaleysis og vanrækslu. Fregnir hafa borist af því að þegar sé búið að setja ótilgreindan fjölda embættismanna í stofufangelsi vegna rannsóknar á því af hverju efnin hafi legið svo lengi í þessari vöruskemmu. Í frétt Al Jazeera segir að efnið verið flutt til Líbanon um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið, sem var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu, var á leið frá Georgíu til Mosambík. Vegna bilunar þurfti að stöðva þá ferð í Líbanon. Embættismenn í Líbanon komu þó í veg fyrir að skipinu var siglt af stað aftur og að endanum yfirgáfu eigendur skipsins og áhöfn þess það. Farmur skipsins var þá fluttur í vöruskemmuna og skilinn þar eftir, samkvæmt Al Jazeera. Þar segir einnig að starfsmenn Tolls Líbanon hafi reynt að losna við farminn í júní 2014. Á næstu árum hafi þeir svo sent fimm bréf til viðbótar þar sem þeir vöruðu við hættunni af farminum og sögðust vilja losna við hann. Það gekk þó ekki eftir. Hér að neðan má sjá gervihnattamyndir sem sýna muninn á höfninni fyrir og eftir sprenginguna. Hi-res satellite imagery of #Beirut explosion. Before and after. (c)@CNES 2020, Distribution @AirbusSpace pic.twitter.com/wE1kJgjIqH— Jonathan Amos (@BBCAmos) August 5, 2020 Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. 4. ágúst 2020 23:02 Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. Stór hluti bryggjunnar sem vöruskemman sem sprakk í loft upp stóð á er horfinn. Þá má sjá á myndum að farþegaflutningaskip sem var hinu megin í höfninni fór á hliðina vegna höggbylgjunnar frá sprengingunni. Tala látinna hefur verið hækkuð í 113. Það er þó fastlega búist við því að hún muni hækka og það töluvert, þar sem margra er saknað. Þá telur héraðsstjóri héraðsins sem Beirút er í að allt að 300 þúsund manns hafi misst heimili sín í sprengingunni, sem olli gífurlegu tjóni víða í Beirút. Svo virðist sem að eldur hafi kviknað í áðurnefndri vöruskemmu, þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Þetta efni hafði verið geymt í vöruskemmunni frá 2014 þegar það ver tekið úr skipi. Reuters segir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar yfirvalda gefi í skyn að slysið hafði orðið vegna aðgerðaleysis og vanrækslu. Fregnir hafa borist af því að þegar sé búið að setja ótilgreindan fjölda embættismanna í stofufangelsi vegna rannsóknar á því af hverju efnin hafi legið svo lengi í þessari vöruskemmu. Í frétt Al Jazeera segir að efnið verið flutt til Líbanon um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið, sem var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu, var á leið frá Georgíu til Mosambík. Vegna bilunar þurfti að stöðva þá ferð í Líbanon. Embættismenn í Líbanon komu þó í veg fyrir að skipinu var siglt af stað aftur og að endanum yfirgáfu eigendur skipsins og áhöfn þess það. Farmur skipsins var þá fluttur í vöruskemmuna og skilinn þar eftir, samkvæmt Al Jazeera. Þar segir einnig að starfsmenn Tolls Líbanon hafi reynt að losna við farminn í júní 2014. Á næstu árum hafi þeir svo sent fimm bréf til viðbótar þar sem þeir vöruðu við hættunni af farminum og sögðust vilja losna við hann. Það gekk þó ekki eftir. Hér að neðan má sjá gervihnattamyndir sem sýna muninn á höfninni fyrir og eftir sprenginguna. Hi-res satellite imagery of #Beirut explosion. Before and after. (c)@CNES 2020, Distribution @AirbusSpace pic.twitter.com/wE1kJgjIqH— Jonathan Amos (@BBCAmos) August 5, 2020
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. 4. ágúst 2020 23:02 Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13
Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12
Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. 4. ágúst 2020 23:02
Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00