Slökkvilið

Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða
Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska.

Sóttu slasaðan ferðamann á Esjuna
Slökkvilið og björgunarsveitarfólk var kallað að Esju í dag til þess að aðstoða þýskan ferðamann sem hafði slasast. Að sögn varðstjóra hafði ferðamaðurinn verið að dást að Esjunni þegar grjót féll niður og á ökkla ferðamannsins.

Töluvert tjón eftir að eldur kom upp við Haðarstíg
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds í heimahúsi við Haðarstíg í miðbæ Reykjavíkur.

„Eitt ljótasta mál sem ég hef séð á 30 ára ferli“
Sviðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir sakamál gegn eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob eitt það ljótasta sem hann hefur séð á sínum 30 ára ferli. Mikil íkveikjuhætta var í húsnæðinu og ljóst að þar hefði getað orðið stórslys. Verkamenn bjuggu í litlum svefnkössum sem var staflað upp.

Sinubruni á Laugarnesi
Slökkvilið hefur verið kallað út vegna sinubruna á Laugarnesi í Reykjavík. Ekki er um að ræða mikinn eld og vinnur slökkvilið nú að því að stýra eldinum að veginum að sögn aðstoðarvarðstjóra.

Reglulegar eftirlitsferðir vegna eldhættu víða um land
Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði.

Slökkviliðið sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þar sem logar gróðureldur. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í stuttu samtali við Vísi.

Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd
Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd.

Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi
Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð.

Hættustig vegna hættu á gróðureldum
Búið er að lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum allt frá Breiðafirði og austur undir Eyjafjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að ríkislögreglustjóri hafi tekið þessa ákvörðun, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vestfjörðum, Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi.

Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“
Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir.

Fimm útköll vegna sinubruna eða óvarkárni
Lögreglan var kölluð til vegna sinubruna á Laugarnestanganum í gækvöldi rétt fyrir miðnættið. Í skeyti lögreglu segir að um afmarkaðan bruna hafi verið að ræða.

Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju.

Eldur í ruslagámi hjá Sorpu í Kópavogi
Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds í ruslagámi á móttökustöð Sorpu á Dalvegi í Kópavogi.

Sinueldur í hrauni í Garðabæ
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning um klukkan hálf þrjú, en það ku loga í og við gjótu í hrauninu, nærri svokölluðum Hádegishól.

Eldur í bílskúr við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði
Eldur kom upp í bílskúr við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði fyrr í kvöld. Töluverðan reyk lagði frá bílskúrnum og var slökkvilið í Hveragerði og Selfossi kallað út.

Búast megi við miklum eldum í þessu ástandi
Slökkviliðsstjórinn á Akranesi segir að búast megi við stórum gróðureldum ef þeir kvikni í því ástandi sem sé í dag. Búið er að lýsa yfir óvissustigi á Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi vegna hættu á gróðureldum.

„Örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi“
Verðmætasta svæði Heiðmerkur virðist hafa sloppið í gróðureldinum í gær en það mun þó taka nokkurn tíma að sjá hversu mikið tjón varð.

Telja ekki að eldur af þessari stærð ógni vatnsbóli borgarinnar
Gripið var til aðgerða til þess að fyrirbyggja að gróðureldur sem kviknaði í Heiðmörk í gærkvöldi kæmist í mannvirki og búnað vatnsbóla höfuðborgarinnar þar og fyrirbyggja mengunarslys. Ekki er talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði.

Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna
Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð.

Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“
Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag.

Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“
Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm.

Um fimmtíu manns berjast við meiriháttar sinubruna í Heiðmörk sem teygir sig í austurátt
Allt tiltækt lið slökkviliðs, þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk hefur sinnt illviðráðanlegum sinubruna í Heiðmörk síðan rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt slökkviliðinu er bruninn að færast í aukana og teygir sig í austurátt.

Sinubruni í Mosfellsbæ
Slökkviliðsmenn úr Mosfellsbæ voru um klukkustund að ráða niðurlögum sinubruna sem kviknaði í bænum á sjötta tímanum í dag.

Þyrla Gæslunnar aðstoðar við slökkvistarf
Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði í gærkvöldi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við að hafa hemil á gróðureldi við Búrfellsgjá við Helgafell. Þar hljóp eldur í mosa og erfitt var að koma slökkvibifreið á staðinn og því takmarkaður slökkvibúnaður meðferðis.

„Það gæti orðið bras að eiga við þetta“
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um reyk við Búrfellsgjá nærri Heiðmörk á sjöunda tímanum í kvöld.

Eldur kom upp í dýnu
Slökkviliðið var kallað út á ellefta tímanum í morgun eftir að eldur kom upp í dýnu í vesturbæ Reykjavíkur.

Björguðu unglingsstúlku úr tré í Hellisgerði
Starfsmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru í gær kallaðir út til að bjarga unglingsstúlku niður úr tré í Hellisgerði í Hafnarfirði.

Eldur kom upp í þaki hjá N1 í Borgarnesi
Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út um klukkan 11 í morgun eftir að eldur kom upp í þaki húsnæðis N1 í Borgarnesi.

Slökkvilið á leið að hjálpa kajakræðurum í basli
Slökkvilið frá tveimur stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var sent að Kollafirði síðdegis í dag til þess að koma tveimur kajakræðurum til hjálpar, sem höfðu lent í ógöngum í versnandi veðri.