Upptökur á Klaustur bar

Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“
Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl.

Höfnuðu kröfu Klaustursþingmanna
Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í Klaustursmálinu var hafnað af stjórn Persónuverndar í dag.

Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela
Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninginn á tímabilinu.

Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar
Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018.

Rósa Björk á Evrópuráðsþinginu: Kynferðisleg áreitni faraldur sem þurfi að tækla
Rósa Björk hélt innblásna ræðu á vorþingi Evrópuráðsþingsins í gær.

Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga.

Miðflokkurinn sækir verulega í sig veðrið
Landsmenn eru tiltölulega ánægðir með ríkisstjórnina.

Sigmundur Davíð braut ekki siðareglur með ummælum í viðtali
Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi ekki brotið siðareglur Alþings með ummælum sem hann lét falla í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 3. desember á síðasta ári.

Frumvarp fækkar í liði Flokks fólksins á þingi
Þingmannafrumvarp Ólafs Ísleifssonar felur í sér að aðstoðarmenn verði ekki fleiri en þingmenn þingflokks. Myndi núna aðeins hafa áhrif á þingflokkinn sem rak Ólaf úr flokknum. Inga Sæland segir Ólaf geta átt þetta við sjálfan sig.

Nú sé kominn tími til að ræða staðreyndir Klausturmálsins
Upptakan á Klaustur bar var skipulögð og margir komu að henni, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Myndband sanni þetta.

Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum
Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar.

Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar
Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu.

„Hvaða nýju samsæriskenningu eigum við að láta troða upp í okkur núna?“
Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmanna og sendi á fjölmiðla, er ekki sannfærð um að hinar nýju upplýsingar sem Miðflokksmenn hafa boðað í málinu hafi neitt gildi.

Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis.

Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal
Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal.

Fötlunarhreyfingin Tabú fór fram á að Anna Kolbrún viki vegna Klaustursmálsins
Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, fór fram á að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins viki af fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þegar fulltrúar hreyfingarinnar mættu fyrir nefndina til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum.


Miðflokksmenn sagðir hefna þess á Alþingi sem hallaðist í héraði
Miðflokksmenn fá óspart að kenna á stílvopnum nokkurra færustu penna landsins.

Boðað til fundar í flokksráði Miðflokksins í mars
Flokksráð Miðflokksins kemur saman 30. mars í Suðvesturkjördæmi.

Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag.

Ólafur og Karl Gauti á fyrsta þingflokksfundinum með Miðflokknum
Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason mættu á sinn fyrsta þingflokksfund hjá Miðflokknum í dag en þeir gengu til liðs við flokkinn fyrir helgi.

Aðrir gætu myndað blokk gegn Miðflokknum um nefndaskipan
Þingflokkur Miðflokksins hefur ekki óskað eftir að kosið verði aftur í nefndir þingsins.

Inga hlær að Halldóri í Holti og Klausturkörlum
Inga Sæland telur Ólaf og Karl Gauta enga vagna draga.

Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru
Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag.

Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir í bréfi til flokksmanna að hann ætli að fara fram á að skipað verði upp á nýtt í nefndir þingsins. Hins vegar þarf 22 þingmenn til þess að samþykkja slíka beiðni.

Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn
Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson eru gengnir til liðs við Miðflokkinn.

Býst við breyttri skipan þingnefnda í kjölfar stækkunar Miðflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Miðflokkinn nú vera forystuflokk stjórnarandstöðunnar.

Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda
Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn.

Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær.

„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“
Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn.