Ítalía

Fréttamynd

Blá­krabbinn ógnar af­komu þúsunda ein­stak­linga og fyrir­tækja

Blákrabbi ógnar nú afkomu þúsunda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa atvinnu sína og lífsviðurværi af skelfisk undan ströndum norður Ítalíu. Krabbinn sem á heimkynni við strendur norður- og suður Ameríku er sagður ógna stöðu Ítalíu sem eins helsta skelfiskframleiðanda heims og skaðinn sem hann er þegar talinn hafa valdið er sagður nema um 100 milljónum evra.

Erlent
Fréttamynd

Kramdist undir osti í tonna­vís og lést

Ítalskur maður lét lífið á sunnudag eftir að hafa lent undir fjalli af fjörutíu kílóa þungum hjólum af grana padano osti þegar hilla í vöruhúsi í bænum Romano di Lombardia gaf eftir.

Erlent
Fréttamynd

Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Kallaði forsætisráðherrann rasista og fasista

Forsætisráðherra Ítalíu hefur stefnt söngvara hljómsveitarinnar Placebo fyrir ærumeiðingar, en hann úthúðaði forsætisráðherranum á tónleikum í Tórínó á Ítalíu fyrir framan 5.000 áhorfendur.

Erlent
Fréttamynd

Fundu tvö þúsund ára gamalt skips­flak

Rómverskt skipsflak fannst á um 160 metra dýpi í um áttatíu kílómetra fjarlægð frá ítölsku höfuðborginni Róm. Um er að ræða skip sem talið er að hafi sokkið fyrir meira en tvö þúsund árum síðan.

Erlent
Fréttamynd

„Eitt­hvað sem við munum aldrei gleyma“

Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu og fimm fórust í skógareldum í Alsír

Skógareldar halda áfram að breiða úr sér víða um suður Evrópu og norður Afríku. Þriðja hitabylgjan skall á Grikklandi í dag þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Tuttugu og fimm manns hafa farist í skógareldum í Alsír.

Erlent
Fréttamynd

Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu

Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. 

Erlent
Fréttamynd

Love Is­land stjarna rýfur þögnina um hvíta duftið

Davi­de Sancli­menti, sam­fé­lags­miðla­stjarna sem gerði garðinn frægan í Love Is­land, hefur rofið þögnina eftir að mynd­band birtist af honum á sam­fé­lags­miðlum þar sem hann virtist neyta eitur­lyfja á skemmti­stað á I­biza.

Lífið
Fréttamynd

Elstu börn Berlu­sconi fá við­skipta­veldið í arf

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og einn auðugasti maður landsins, eftirlét elstu börnum sínum tveimur forræði yfir viðskiptaveldi hans. Kærasta Berlusconi sem var meira en hálfri öld yngri en hann fær milljarða samkvæmt erfðaskrá hans sem hefur nú verið gerð opinber.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri Kólos­seum

Enskur ferðamaður, sem skar á dögunum nafn sitt og kærustu sinnar á vegg ítalska hringleikahússins Kólosseum, segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri mannvirkisins. Hann hefur nú beðið borgarstjóra Rómarborgar afsökunar á athæfinu og segir það „vandræðalegt“ að hann hafi ekki verið meðvitaður um háan aldur Kólosseum.

Innlent